Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 15
Öryggisstjóri &
Gæða- og auðlindastjóri
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum
sækir þang- og þara í Breiðafjörð og
framleiðir lífrænt hágæða þörungamjöl.
Nýting sjávargróðurs er vottuð sem
sjálfbær og vinnsla og afurðir eru lífrænt
vottaðar. Afurðir eru að langmestu leyti
fluttar út og m.a. nýttar til framleiðslu
fóðurbætis, áburðar og snyrtivara auk
alginats sem notað er í matvæla- og
lyfjaframleiðslu.
Verksmiðjan rekur skip og sláttupramma
og er með eigin hitaveitu. Ársverk eru
um 20 auk verktaka á sláttarprömmum.
Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð. Þar
er m.a. grunnskóli, leikskóli, heilsugæsla,
dvalarheimili, sundlaug, bókasafn og
önnur þjónusta.
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum vill ráða tvo stjórnendur í lykilstöður við að leiða öryggis- og
umhverfismál, auðlindanýtingu og gæðaeftirlit. Leitað er að framsæknum, árangursmiðuðum og
sjálfstæðum aðilum til að takast á við krefjandi stjórnunarstörf hjá traustu og vel reknu fyrirtæki.
Helstu viðfangsefni:
• Yfirumsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum
• Skapar, viðheldur og er ábyrgur fyrir
öryggismenningu
• Umsjón með ytri og innri úttektum
• Kemur að endurbótum á ferlum,verkferlum,
verkfærum og vinnuvélum
• Heldur utan um gagnasöfnun og úrvinnslu
• Viðhald og endurnýjun á öryggis- og
gæðahandbókum
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð þekking og reynsla á sviði öryggisstjórnunar
• Þekking á uppbyggingu, þróun og stjórnun
öryggiskerfa
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð almenn tölvufærni
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stýring á nýtingu náttúrulegra auðlinda
• Heldur utan um mannauð og tímaskráningar
• Úrvinnsla gagna frá hráefnisöflun til bestunar
framleiðslu
• Leiðir gæðaeftirlit og heldur utan um og leiðir
vottanir fyrirtækisins
• Sinnir vöruþróun og rannsóknum að hluta
• Ber ábyrgð á grænu bókhaldi
• Viðhald og endurnýjun á öryggis- og
gæðahandbókum
• Menntun sem nýtist í starfi, t.d á sviði náttúrufræði
• Reynsla af gagnasöfnun og úrvinnslu gagna
• Reynsla og þekking af gæðaeftirliti og gæðavottunum
• Reynsla af vöruþróun og rannsóknum
• Þekking á grænu bókhaldi
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góða almenn tölvufærni
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Helstu viðfangsefni: Menntunar- og hæfniskröfur:
Gæða- og auðlindastjóri
Öryggisstjóri
Þörungaverksmiðjan mun aðstoða við öflun
húsnæðis.
Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2021. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.
Nánari upplýsingar: Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Bæjarstjórnarfundur
1327. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn
þriðjudaginn 9. febrúar kl. 17:00.
Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því
útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir
til þess að fylgjast með beinni útsendingu á facebooksíðu
Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa haldinn á Zoom, •
mánudaginn 8. febrúar kl. 20:00.
Bæjarmálafundur Samfylkingar haldinn á Zoom, •
mánudaginn 8. febrúar kl. 20:00.
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins haldinn á Zoom, •
laugardaginn 6. febrúar kl. 10:30.
bjarni benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, hefur ákveðið
að hefja sölumeðferð á hlutum í Ís-
landsbanka. Þetta kom fram í bréfi
sem ráðherra sendi bankasýslu rík-
isins síðastliðinn föstudag. „Grein-
argerð fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins um söluna var lögð fyr-
ir fjárlaganefnd og efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis og einn-
ig send Seðlabanka Íslands til um-
sagnar í samræmi við ákvæði laga.
Í greinargerðinni komu fram upp-
lýsingar um helstu markmið með
sölu eignarhlutarins, hvaða söluað-
ferð yrði beitt og hvernig sölumeð-
ferð yrði háttað að öðru leyti,“ seg-
ir í tilkynningu frá fjármálaráðu-
neytinu.
Með bréfi ráðherra er bankasýslu
ríkisins falið, í samráði við fjármála-
og efnahagsráðuneytið, að tryggja
að útfærslur á útboðs- og úthlutu-
narskilmálum verði í samræmi við
eftirfarandi ábendingar sem fram
koma í umsögnum þingnefnda eins
og kostur er og að færð verði viðu-
nandi rök fyrir því ef víkja þurfi frá
þeim að verulegu leyti:
Að stuðlað verði að aukinni •
samkeppni á fjármálamarkaði.
Að lagður verði grunnur að •
dreifðu eignarhaldi og fjöl-
breytileika í eigendahópi Ís-
landsbanka.
Að tryggt verði að tilboðs-•
gjafar í hluti undir ákveðinni
krónutölu (a.m.k. einni millj-
ón króna að markaðsvirði)
verði ekki fyrir skerðingu ef
umframeftirspurn verður í út-
boðinu.
Að sett verði hámark á •
hlut hvers tilboðsgjafa, t.d.
2,5–3,0% af heildarhlutafé
bankans.
Að sett verði lágmark og há-•
mark á þann hlut í bankanum
sem ríkið býður til kaups í út-
boðinu, t.d. þannig að lágmark
verði 25% og hámark 35%.
Einnig er bankasýslunni falið að
skoða hvort það samræmist mark-
miðum ríkisins um hámörkun ába-
ta af eignarhaldi og sölu á hlutum í
Íslandsbanka að hann greiði út arð
fyrir útboðið umfram 3-4 ma.kr. og
ef það teljist ekki ráðlegt að færð
séu viðunandi rök fyrir því áliti.
Þá mun ráðuneytið, í samstarfi
við bankasýslu ríkisins, leggja fram
tillögu að áætlun um reglubund-
na upplýsingamiðlun til þingnefn-
danna um framvindu og undirbún-
ing útboðsins, ekki síst varðandi
markaðsaðstæður. Lögð er áher-
sla á að slík upplýsingagjöf þurfi
hverju sinni að taka mið af un-
dirliggjandi hagsmunum ríkisins
og því regluumhverfi sem gildir um
skráningu hlutabréfa á skipulegan
verðbréfamarkað, sölu hlutabréfa
almennt og um upplýsingar félags
með skráð skuldabréf á markaði.
mm
Bjarni ákveður að hefja
sölumeðferð Íslandsbanka
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is