Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202112 Fréttaritari Skessuhorns tók stöð- una á hafnarframkvæmdum við Grundarfjarðarhöfn síðasta fimmtudag. Veður var með besta móti þennan dag, logn og kalt. Friðrik Tryggvason eigandi Al- mennu umhverfisþjónustunnar og hans menn voru kátir við endann á bryggjunni og það voru starfsmenn Vélsmiðju Grundarfjarðar sömu- leiðis, en þeir voru að sjóða stigana á bryggjuna. tfk Fréttir, viðtöl og aðrir textar sem birst hafa í Skessuhorni og öðrum blöðum hafa ekki endanlega lok- ið tilgangi sínum þó að blöðin hafi verið gefin út. Utan skylduskila á Landsbókasafnið er textum sömu- leiðis safnað í Risamálheildina svo- kölluðu, sem er ein af málheild- um Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Textarnir eru síðan meðhöndlaðir og gefnir út. Nýjasta útgáfa Risamálheildarinn- ar inniheldur um 1.390 milljón les- málsorð á íslensku. Hluti þeirra eru opinberir textar, svo sem Alþingis- ræður frá 1907, lagatextar, dómar og fleira slíkt, en einnig inniheldur hún stór textasöfn frá ýmsum fjöl- miðlum landsins, Skessuhorni þar á meðal. Risamálheildin er ekki síst hugs- uð til notkunar í máltækniverk- efnum. Unnið er eftir sérstakri máltækniáætlun fyrir íslensku, en markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku sem sam- skiptamáta í tækniheiminum. Til þess þurfa maður og tölva að geta átt í samskiptum á íslensku og til að svo megi verða þarf að kenna tölv- unum ekki aðeins að lesa og skrifa, heldur einnig að skilja og tala málið. Þegar sá dagur rennur upp að hægt verður að eiga alfarið í samskiptum við tölvur og tæki á íslensku munu textarnir úr Skessuhorni hafa verið lóð á vogarskál þeirrar vegferðar. Máltæknifyrirtækið Grammatek á Akranesi annaðist söfnun text- anna frá Skessuhorni fyrir Árna- stofnun að þessu sinni. Það var Kristján Gauti Karlsson, starfs- maður Grammateks, sem tók að sér að safna textunum síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni var textum frá undanförnum rúmlega fjórum árum safnað, eða allt frá því söfn- un fór síðast fram. Þess má geta að Kristján Gauti er einmitt fyrrver- andi blaðamaður Skessuhorns og því voru hæg heimatökin að fá hann til verksins. mm Séð út höfnina þar sem framkvæmdir eru á fullu. Góður skriður á hafnarframkvæmdum Þybburnar liggja á höfnina tilbúnar til að vera hengdar á hornið á höfninni. Þessar þybbur eru sérstaklega fyrir stórskipahafnir enda mikið um skemmti- ferðaskip í venjulegu árferði. Friðrik Tryggvason verktaki og Eyþór Garðarsson hafnarvörður fara hér yfir málin. Þeir Aðalgeir Vignisson og Marinó Ingi Eyþórsson starfsmenn Almennu um- hverfisþjónustunnar hanga hér í vinnunni. Aðalgeir og Marinó festa þybburnar á hafnarkantinn. Kristján Gauti Karlsson safnar hér saman öllum textum sem mynda fréttasafn Skessuhorns. Skessuhorn notað til að kenna tölvum íslensku Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms fimmtudaginn 28. janúar var tekið til umsagnar frumvarp um breyt- ingar á lögum um veiðar í fiskveiði- landhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða – um veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleys- ingja. Í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir kvóta á hvern grásleppubát í stað þess að hver bátur hafi heimild til að stunda veiðar í ákveðinn fjölda daga. Hverjum báti yrði sett afla- hluteild miðað við veiðireynslu af þremur bestu veiðitímabilum af sex, frá árinu 2014-2019 og því leyfi sem er skráð á þann bát. Hámarksafla- hlutdeild myndi vera 2% af heild- arafla og ráðherra hefur heimild til að undanskilja grásleppu frá ákvæði um veiðiskyldu með reglugerð ef markaðsaðstæður réttlæti ekki að haldið sé til veiða. Þá verði ráð- herra heimilt að ákveða staðbund- in veiðisvæði við grásleppuveiðar ef aðstæður verði þannig að æskilegt sé að svæðaskipta veiðunum. Miklir hagsmunir í Hólminum bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar segist styðja efnislega fyrirliggjandi frumvarp sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra í umsögn sem hún sendi inn. „bæjarstjórn tekur undir að með frumvarpinu sé ver- ið að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu nytjastofna Íslands og tryggja þannig trausta atvinnu og byggð í landinu,“ segir í fund- argerð bæjarstjórnar Stykkishólms- bæjar. Stykkishólmshöfn hefur um árabil verið einn helst löndunar- staður grásleppu á landinu. Árið 2019 var um 30% af heildarafla grásleppu veiddur við innanverðan breiðafjörð. „Hlutfall af grásleppu í lönduðum heildarafla í Stykkis- hólmshöfn nam 35% árið 2019,“ segir í fundargerðinni. Í Stykkis- hólmi eru tvær hrognkelsavinnslur og má áætla að um 100 störf teng- ist þeirri atvinnugrein í bæjarfélag- inu í kringum hverja vertíð. Það er því ljóst að að íbúar og hagaðilar í Stykkishólmi hafa mikla hagsmuni af framtíð hrognkelsaveiða. Núverandi fyrirkomulag ófyrirsjáanlegt bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tel- ur núverandi fyrirkomulag veiði- stjórnunar, þar sem ákveðin daga- fjöldi er til veiða og/eða að veiðar séu stöðvaðar þegar afli er kom- inn yfir ráðlagðan hámarksafla samkvæmt ráðgjöf Hafrannsókn- arstofnunar, geti ekki tryggt sam- félagslega, líffræðilega eða efna- hagslega sjálfbærni til framtíðar. Þá segir bæjarstjórn að slík stjórnun sé hamlandi fyrir nýsköpun og ný- liðun í greininni og bendir á að vel á annað hundrað bátar hafa hætt veiðum á grásleppu á síðustu árum. „Með óbreyttu kerfi og áframhald- andi þróun, sem ekkert bendir til að muni breytast, munu einung- is nokkrir tugir bátar stunda veiðar eftir 10-15 ár. Þessi þróun er ekki síst vegna þess hversu núverandi sóknartakmörkun er ómarkviss, skortir fyrirsjáanleika og hefur nei- kvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjó- manna og vinnslu þegar til lengri tíma er litið,“ segir í fungargerð- inni. „Á þeim grunni styður bæjar- stjórn Stykkishólmsbæjar hins veg- ar hlutdeildarsetningu nytjastofna, hvað grásleppu varðar, eins og stefnt er að í frumvarpinu og telur að slík stjórnun muni ná framangreindum markmiðum betur og tryggi ábyrg- ari, hagkvæmari og fyrirsjáanlegri veiðar og meiri sveigjanleika fyrir það sem stunda veiðarnar,“ segir bæjarstjórn Stykkishólms. bæjar- stjórn segist viss um að hlutdeild- arsetning geti tryggt ábyrgari fisk- veiðistjórn, hættuminni sjósókn, betri nýtingu veiðarfæra og að veiðar falli betur að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum. arg/ Ljósm. úr safni Styðja efnislega breytingar á lögum um grásleppuveiðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.