Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 202118 Á morgun, fimmtudaginn 4. febrú- ar, stendur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandend- ur þess, fyrir söfnunarþætti í op- inni dagskrá á Sjónvarpi Símans. Félag þetta hefur reynst ungu fólki og aðstandendum þess afar dýr- mætt þegar veikindi koma upp. Af þessu tilefni ræðir Skessuhorn við ungan Skagamann sem glímt hefur við erfið veikindi. Í sumar verða sex ár liðin síðan krabbamein greindist í Inga Magnúsi Ómars- syni. Það var 31. júlí árið 2015 sem hann fór að finna fyrir breytingum á eista. Hann hitti lækni á sjúkra- húsinu á Akranesi sem skoðaði hann og sendi hann í framhaldi til nánari skoðunar á Landspítalanum. Þar var hann ómskoðaður og áður en endanlegar niðurstöður þeirr- ar skoðunar lágu fyrir var honum tjáð það það væru yfirgnæfandi lík- ur á að þetta væri krabbamein. Ingi Magnús deilir reynslu sinni í viðtali við Skessuhorn. Aðgerð og lyfjameðferð Þegar niðurstöður úr rannsóknum á Inga Magnúsi lágu fyrir örfáum dögum síðar sumarið 2015 var hann strax sendur í aðgerð þar sem ann- að eistað var fjarlægt. Að aðgerð- inni lokinni fékk hann þær frétt- ir að grunur léki á að krabbamein- ið hefði dreift sér. Niðurstöður úr rannsóknum á sýnum sýndu síð- an að krabbameinið sem var fjórða stigs hafði dreift sér bæði í lungun og eitla og stefndi greinilega á heil- ann. Ingi var því settur strax í mjög sterka lyfjagjöf þrátt fyrir að sárin eftir aðgerðina væru langt frá því að vera gróin. „Ungir karlar eiga að þola allt,“ segir Ingi. Lyfjameð- ferðin skilaði ekki þeim árangri sem til var ætlasta heldur; „...var eins og vítamínsprauta fyrir krabbameinið og það stækkaði bara,“ rifjar hann upp. Þar sem lyfjameðferðin bældi ónæmiskerfið þá leiddi hún til þess að ígerð hljóp í skurðsárin. Að lok- inni níu vikna lyfjameðferð kom í ljós að krabbameinið hefur bara stækkað. Ingi segist á þessum tíma hafa verið í hálfgerðri þoku, með- ferðin tók mjög á líkamlega, t.d. hafi neglur og tennur verið farnar að losna, og hann verið farinn að búa sig undir að kveðja svona innst inni. Ingi hitti á þessum tíma Örvar Gunnarsson, sérfræðing í krabba- meinslækningum sem var nýkom- inn heim úr sérnámi í boston þar sem hann lagði sérstaka áherslu á meðferð krabbameina í þvagfær- um. Örvar sagði Inga að hann væri „odd case“ þar sem lyfin virkuðu ekki á krabbameinið og leist í raun ekki á blikuna. Eftir að hafa feng- ið álit Tómasar Guðbjartssonar, Lækna-Tómasar, varð niðurstaðan engu að síður sú að krabbameinið væri skurðtækt. Í aðgerð á báðum lungum Í lok árs 2015 fór Ingi síðan í fyrri aðgerðina þar sem krabbameinið var skorið burt úr hægra lunganu og í byrjun árs 2016 fékk vinstra lungað sömu meðferð. Ekki var tal- ið hættandi á að taka bæði lung- un í einu. Fella þurfti lungað sam- an til þess að framkvæma aðgerðina og eftir aðgerðina kom upp vanda- mál þegar hægra lungað fór að leka. Ekki var hægt að hefja lyfja- meðferð strax eftir aðgerð því bíða þurfti eftir að blóðgildi færu upp og yrðu ásættanleg. Vandamál sem komu upp, svo sem lek lungu og fleira, gerðu það að verkum að Ingi var algerlega búinn á líkama og sál, næpuhvítur og ómerkilegustu hlut- ir fóru í taugarnar á honum. „Ég var viðkvæmur og þoldi lítið áreiti,“ rifjar hann upp. „Eftir aðgerðina fannst mér ég endurfæðast. Ég var farinn að halda að þetta væri búið en þarna vaknar maður aftur til lífsins og hlutirnir fara að gerast,“ segir hann. Ingi út- skrifaðist af sjúkrahúsinu 10. janúar 2016 og í fyrstu var hann það mátt- farinn að hann átti hreinlega í erf- iðleikum með að labba á klósettið. Smám saman styrktist hann og fór þá í Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og að- standendur þess. Ingi segist hins vegar ekki hafa passað alveg þar inn. Þar hitti hann sálfræðinga og fór í göngutúra. Bakslag eftir bílslys Í byrjun apríl, eða strax eftir páskana 2016, átti Ingi síðan að hefja end- urhæfingu á Reykjalundi. Örfá- um dögum áður en endurhæfing- in átti að hefjast var Ingi að skutla syni sínum á íþróttaæfingu í borg- arnesi. Færðin var frekar slæm, hálka og skafrenningur. Þegar þeir feðgar eru að nálgast Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit missti Ingi bílinn út af veginum. bíllinn lenti tals- vert utan vegar og þó að þeir feðg- ar væru nokkuð lemstraðir voru þeir óbrotnir. Það fór hins vegar að blæða úr skurðunum á Inga eftir að- gerðirnar og segir Ingi að við þetta hafi hann færst til baka um mörg skref í batanum. Slysið varð þess valdandi að fresta þurfti endurhæf- ingunni á Reykjalundi um nokkr- ar vikur. Þegar hann kemst loks á Reykjalund er hann enn mjög verkj- aður eftir áföllin en á Reykjalundi var hann tekinn af öllum verkjalyfj- um. „Það var strembið,“ segir Ingi, en þó gekk vel að byggja upp þol og vöðva. Hann var svo á Reykjalundi í fjórar vikur. Kraftur er öðruvísi en allt annað Stuttu eftir að endurhæfingunni á Reykjalundi lauk fór Ingi með fjöl- skyldunni til Vestmannaeyja í frí. Þar var á sama tíma viðburðurinn Perlað af Krafti á vegum Krafts sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Það er ein helsta fjáröflunarleið Krafts, sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðalið- um sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína. Þar hitti Ingi Huldu Hjálmarsdóttur fyrr- verandi formann Krafts. Hún bauð hann velkominn í Kraft og hvatti hann til þess að koma í Kraft þegar hann væri kominn heim. Ingi ræðir um fyrstu kynni sín af Krafti: „Þarna var í fyrsta skipti tekið utan um mann af kunnáttu og þekkingu og á heildstæðan hátt.“ Þarna segist hann einfaldlega hafa fundið sig. „Þetta er öðruvísi en allt annað. Þarna er manni tekið með kostum og kynjum og þarna fannst mér ég loks fara að mjakast eitt- hvað upp á við.“ Ingi var á þessum tíma búinn að vera hjá Ljósinu en: „Ég var alltaf að hlaupa á vegg, að sprengja mig og hreinlega fann mig ekki þar. Í Krafti eru allir sem eru að vinna þar tengdir krabbameini, hafa sjálfir veikst eða aðstandendur þeirra. Þar fann ég strax fyrir 100% öryggi og lærði að taka eitthvað eitt fyrir í einu. Þar lærir maður að jafn- vægisstilla hugræna og líkamlega getu. Maður lærir líka að taka bara einn dag í einu. Kraftur er alltaf til staðar fyrir þig og stendur við bak- ið á þér.“ Áföll Á sama tíma og þessi áföll dundu yfir hrundi Sylvía Dröfn eiginkona Inga niður enda kemur sjúkdóm- urinn niður á allri fjölskyldunni. „Kallinn á leið í gröfina og börnin horfa á pabba sinn veslast upp. Hún þurfti í rauninni á svipaðri aðstoð og ég að halda. Þá fékk mamma krabbamein 2018 og fósturpabbi kransæðastíflu 2017,“ segir Ingi. „Síðan misstum við fóstur, tvíbura, árið 2017.“ Áföllin voru því orð- in allnokkur hjá þessari fjölskyldu. Þegar Ingi veiktist af krabbamein- inu áttu hann og Sylvía Dröfn þrjú börn sem í dag eru 13, 19 og 21 árs. 2019 eignuðust þau síðan dreng og segist Ingi horfa björtum augum til framtíðarinnar. Fyrir veikindin hafði hann verið að læra húsasmíð- ar og stefnir hann nú á að ljúka því námi enda hafi hann mjög gaman af smíðum og gleymi sér gjarnan við þær. Söfnunar og skemmti- þáttur Krafts Á morgun, fimmtudagskvöldið 4. febrúar á alþjóðadegi gegn krabba- meinum, verður Kraftur með söfn- unar- og skemmtiþáttinn „Lífið er núna“ í beinni útsendingu á Sjón- varpi Símans, K100 og í netstreymi á www.mbl.is. Þennan dag hefst einnig Vetrarhátíð Reykjavíkur- borgar og verður þátturinn hluti af henni. Kraftur hefur fengið landsþekkta skemmtikrafta og tónlistarfólk í lið með sér til að skemmta áhorfend- um og verða það engin önnur en GDRN, Valdimar, Ari Eldjárn og Páll Óskar sem munu stíga á stokk. Sóli Hólm og Sóley Kristjánsdótt- ir verða kynnar kvöldsins og munu þau einnig fá gott fólk í sófann til sín til að spjalla um málefni ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. frg Ingi er búinn i aðgerðinni, er að skríða saman. Fjórar aðgerðir búnar og níu vikna mjög strangur og erfiður lyfjakúr. Kraftur er öðruvísi en allt annað Tekið er utan um sjúklinginn af kunnáttu og þekkingu og á heildstæðan hátt Ingi Magnús Ómarsson horfir björtum augum til framtíðar. Ingi Magnús og Vinjar Rökkvi. Ingi Magnús, Sylvía Dröfn, Vinjar Rökkvi og Esjar Maron.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.