Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 25 og haldið námskeið á vegum Rauða krossins til leiðbeiningar um fyrstu hjálp í heimahúsum. úr þessum sjóði var árlega veitt til fátækra sængurkvenna og jafnframt greitt fyrir þeim sem þurftu á sjúkrahús- vist að halda. Héraðslæknirinn var einnig fenginn til þess að koma út á Hellissand tvisvar í mánuði og taka á móti sjúklingum. Kvenfélagið lánaði stofu með ljósi, hita og nauð- synlegustu tækjum endurgjalds- laust. Konur skiptust á um að hafa þarna hreint og hlýtt. Oft þurfti að brjóta klakann af vatnstunnunni í eldhúsinu en furðu notalegt varð þegar rauðkyntur kolaofninn hafði sent frá sér hlýjuna. Tveir kola- kynntir ofnar voru í samkomuhús- inu og ein eldavél. Árið 1933 er ráðin garðyrkju- kona og komið upp vermireitum við mörg hús hér í þorpinu. Tek- in á leigu ræktunarlóð og ræktaðir garðávextir til sölu. Ræktunaráhug- inn var lengi til staðar en þar urðu mörg ljón í veginum sem of langt mál yrði að rekja hér. Árið 1934 er keypt 25 þráða spunavél smíðuð af Jóni Sigurðar- syni frá Hofgörðum í Staðarsveit. Hann kenndi jafnframt á vélina sem var til húsa að Fögruvöllum og var mikið notuð um 10 ára skeið en er nú bundin upp í rjáfur í bjarmahús- inu. Þarna var oft spunnið fram á nætur og nutum við gestrisni okkar ágætu félagskonu Petrúnar Jóhann- esdóttur. Við breyttar aðstæður og vaxandi vinnu kvenna utan heimilis þá lagðist þetta niður. Á 20 ára afmæli kvenfélagsins tók það á stefnuskrá sína að hlynna að kirkjunni og hefur haft á sínum veg- um starfandi nefnd varðandi þetta mál. Nefndin sá einnig um fjáröfl- un. byrjað var á því að gefa ferm- ingarkyrtla og æ síðan hefur félagið tekið töluverðan þátt í endurbótum á kirkjunni eftir efnum og ástæð- um. Kirkjusjóður kvenfélagsins er ennþá til. Árið 1948 á hundraðasta afmæl- isdegi Matthildar Þorkelsdóttur stofnaði félagið Matthildarsjóð með því sem þá var til í sjúkrasjóði. Við breyttar aðstæður er sjúkrasjóður lagður niður. Þá voru lítil sjúkraskýli mjög algeng og mun okkur hafa dreymt um eitthvað slíkt. Kvenfé- lagið á 3 fulltrúa í stjórn sjóðsins en hreppurinn 2. Málin þróuðust þannig að byggð var læknaaðstaða sú er nú stendur. Það kostaði tölu- verða baráttu og bréfaskriftir að fá þetta hús í viðunandi stærð, því auðvitað var þessi bygging reist af hálfu hins opinbera en þá var gott að geta bent á Matthildarsjóð, sem strax lagði fram ákveðna upphæð og hefur ávallt reynt að hlaupa und- ir bagga með ýmis tækjakaup eftir því sem efni leyfa hvert sinn. Sjóð- ur sem stofnaður var til minningar um hjónin frá Sjólist, Sigríðir boga- dóttur og Guðmund Þorvaldsson hefur einnig gefið áhöld í lækna- stofu (Sigríðarsjóður). Árið 1966 byrjar kvenfélagið að vinna að leikskólamálinu. Það kaupir skúr til afnota á gæsluvelli. Hreppurinn sá um rekstur. Þetta er enn á stefnuskrá, t.d. gefin leikföng o.fl. og til er leikskólasjóður. Þó þetta sé orðið langt má hefur verið farið fljótt yfir sögu. Haldin hafa verið námskeið í matreiðslu og handavinnu. Farnar ferðir um landið til skemmtunar og fróðleiks. Tímans vegna get ég aðeins minnst á kvöldvökurnar sem haldnar voru á útmánuðum um margra ára skeið og peysufatadagurinn þann 10. júní, þegar konur fóru í skrúðgöngu um þorpið. Komið var saman til kaffi- drykkju, erindi flutt, sungið og fleira til skemmtunar. Svo fór að konum fækkaði ört sem notuðu þjóðbúninginn og þá heyrði þetta sögunni til. Félagið hefur ætíð haft fastmót- aðar fundarreglur og enn helst sá siður að lesa eða hafa annað efni til skemmtunar og fróðleiks á hverj- um fundi. Þegar félagið er stofn- að var árgjaldið 3 kr. en fljótlega hækkað í 5 kr. Tímakaup kvenna var þá 25 aurar á klst. Iðnaðarmenn höfðu 1 kr. á tímann. Ef þið nennið að reikna þetta út og miða við nú- tíma verðlag getið þið séð hve stór skattur þetta hefur verið. (Nú er árgjaldið kr. 500. Ætti samkvæmt fyrrgreindum útreikningi að vera kr. 5000). Nafnið Kvenfélag Hellissands er reyndar táknrænt, því félagið hefur verið hluttakandi í flestum fram- faramálum hér á staðnum. Til gam- ans má geta þess að þegar hafist var handa með sundlaugarbyggingu, þá var leitað til kvenfélagsins, sömu- leiðis um endurreisn bókasafnsins. Þegar hreppsnefnd hófst handa við fyrstu vatnsveitu hér á staðnum gáfu flestar félagskonur dagsverk sem synir þeirra og bændur inntu að höndum. Vegna misskilnings vil ég taka fram að við áttum ekki ann- an hlut í því verki sen að safna þess- um dagsverkum, allt unnið með handafli. Á þessu 70 ára tímabili hefur fé- lagið átt níu formenn. Er það fyrst að nefna: Ingveldi Sigmundsdóttur þar til hún flutti héðan. Síðan Jó- hanna Vigfúsdóttir, Unnur bene- diktsdóttir, Svanfríður Kristjáns- dóttir, Guðríður Sörladóttir, Svan- hildur Snæbjörnsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Auður Grímsdóttir og Erla Laxdal Gísladóttir. Eins og ég sagði í byrjun hafa breytingar í þjóðlífi okkar orðið stórkostlegar á þessu tímabili. Nú eru til staðar félög og klúbbar sem leggja góðum málum lið. Kvenfé- lagið hefur samt ennþá hlutverki að gegna, það er jafnan vakandi fyrir hjúkrunarmálunum og mun halda áfram að hlynna að heilsugæslunni. Sömuleiðis kirkjunni ef á þarf að halda. Þá er það eignaraðili að nú- verandi félagsheimili. Ég hvet konur til þess að styrkja þetta elsta félag staðarins með því að gerast félagar. Verkefnin blasa við, t.d. hvað snertir umhverfis- vernd, um það ættu öll félög stað- arins að sameinast og er þegar haf- inn vísir að slíkur starfi. En margar hendur vinna létt verk. Að lokum vil ég þakka öllum félagssystrum mínum fyrir traust og hlýtt samstarf í 65 ár. Margar eru horfnar af sjónarsviðinu lífs eða liðnar. Við minnumst þeirra með þakklæti og virðingu. Einnig þakka ég öllum sem sýnt hafa félaginu velvild og stuðning. Núverandi formanni og félags- konum óska ég allra heilla og vona að kvenfélagið megi jafnan verða trútt sinni köllun og félagið eflaus og aukast ásamt vaxandi byggð og framförum hér í Neshreppi. (Jóhanna Vigfúsdóttir skráði) Stjórn Kvenfélags Hellissands 1991: Katrín Sigurjónsdóttir, Kristjana Halldórsdóttir, Anna Linda Sigurðardóttir, Ingibjörg Steinsdóttir og Auður Grímsdóttir. Alhliða bókhalds- og uppgjörsþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri Lagnaþjònusta Vesturlands ehf. Alhliða þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna Sendu okkur verkbeiðni à lagnavest@gmail.com eða hafðu samband við okkur í síma 787-2999

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.