Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.02.2021, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. FEbRúAR 2021 19 Lágmúli 7, 108 Reykjavík bumenn@bumenn.is 552 5644 Til sölu búseturéttur á Akranesi Vallarbraut 12 Til sölu er búseturéttur að Vallarbraut 12, 300 Akranesi. Eignin er í raðhúsi, 4ra herbergja 109,7 fm að stærð ásamt 30,1 fm bílskúr, samtals 139,8 fm. Um er að ræða fallega eign með skjólgóðum palli. Ásett verð búseturéttarins er kr. 15.000.000,- og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1. febrúar er kr. 197.601. Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald. Þjóðbraut 1 Til sölu er búseturéttur að Þjóðbraut 1, íbúð 602, 300 Akranesi. Íbúðin er á sjöttu hæð í átta hæða fjölbýlishúsi og er alls 95,3 fm. Íbúðin er mjög rúmgóð og björt og nýtur útsýnis yfir Faxaflóa, hafnarsvæðið, gamla bæinn á Akranesi og allt til Snæfellsness. Hún skiptist í eldhús, stórt alrými og stofu, rúmgott og þægilegt baðherbergi, svefnherbergi og góða geymslu. Úr alrými er gengið út á svalir sem snúa vel við sólu. Auk hefðbundinna innréttinga er sérsmíðaður skápur (260 x210 sm) í alrými með lokanlegu vinnurými fyrir miðju. Tvískiptur AEG kæliskápur (165 sm) fylgir íbúðinni aukalega. Sameiginlegt þvottahús er við hlið íbúðar. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu og geymsla í kjallara. Aðgengi að húsinu er mjög greitt og þar eru tvær lyftur sem tengja allar hæðir hússins við anddyri og bílakjallara. Þjóðbraut 1 er miðsvæðis á Akranesi og stutt er í alla þjónustu og verslun. Íbúðin er laus til afhendingar. Ásett verð búseturéttarins er kr. 6.500.000,- og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1. febrúar er kr. 194.000.Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, rekstur húsfélags, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald. Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignirnar og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið bumenn@bumenn.is Tilboðsfrestur er til og með 17. febrúar nk. kl. 12.00 SK ES SU H O R N 2 02 1 Fyrirtækið Heilsusköpun ehf. hef- ur fengið hluta húsakosts á Laugum í Sælingsdal í Dölum á leigu fyrir starfsemi sína. Stefnan er að færa nýtt líf í húsin sem að mestu hafa staðið ónotuð síðustu misserin. Það eru þær Erla Ólafsdóttir og Harpa Einarsdóttir sem standa að Heilsu- sköpun ehf. og hafa þær að eigin sögn marga skemmtilega drauma um þá starfsemi sem þær vilja vera með á Laugum. „Við erum í við- ræðum við fagfólk um að koma að starfseminni með okkur og er það allt í ferli ennþá. Til að byrja með ætlum við að leigja aðstöðuna út fyrir ýmsa hópa, til dæmis sjálfs- vinnuhópa, jógahópa eða í raun hvaða hópa sem er,“ útskýrir Erla í samtali við Skessuhorn. Hún bæt- ir við að fyrsti hópurinn sé vænt- anlegur nú síðustu helgina í febrú- ar. Sjálfar munu þær verða innan handar fyrir hópana á svæðinu og jafnvel í einhverjum tilfellum taka þátt í því sem hóparnir ætla að gera sé þess óskað, t.d. að bjóða upp á fræðslu eða einhverjar meðferðir. Mikið náttúrubarn Erla er fædd og uppalin á Suður- nesjum. „Ég flutti þaðan um leið og ég gat og bý nú í Mosfellsbæ. Ég þurfti bara að komast nær nátt- úrunni. Ég þarf náttúru og dýr í kringum mig,“ segir Erla. Hún er fjölskyldumanneskja og býr með börnunum sínum og dýrum. Hún nýtur sín best utandyra og ver allt- af dágóðum tíma úti með hund- inum sínum alla morgna. Erla er sjúkraþjálfari og þroskaþjálfi auk þess sem hún hefur menntað sig í austrænni heimspeki, nálastungum og höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð. Og reyndar einnig Sham- anisma. Ég hef rekið skóla í höf- uðbeina- og spjaldhryggsmeðferð í tuttugu ár auk þess sem ég kenni sjálf við skólann. Það má því segja að ég hafi verið að framleiða há- gæða meðferðaraðila í tvo áratugi,“ segir Erla og hlær. „Ég hef lengi haft þann draum að auka samvinnu þessara aðila og afköst þeirra, frek- ar en að hver og einn sé í sínu horni að meðhöndla. Og svo að sjálfsögðu samvinnu við aðra starfsstéttir heil- brigðis sem og heildrænar,“ bætir hún við. Borgarbarn sem þarf náttúruna Harpa er að eigin sögn borgarbarn í húð og hár. „Ég fæddist á steyp- unni og ólst þar upp en er samt mikið náttúrubarn í hjartanu. Ég var alltaf mikið í sveit sem krakki og alltaf þegar vorið er alveg að koma byrja ég að finna pirring í fótunum og langar út úr bænum, helst upp á fjöll. Ég þarf að komast út í náttúr- una og svona staður eins og Laug- ar er einmitt staður sem ég þarf,“ segir Harpa. Hún er viðskiptafræð- ingur að mennt, heilsumarkþjálfi og joga nidra leiðbeinandi og hefur unnið í ferðaþjónustu í þrjátíu ár. „Ég rek mitt eigið fyrirtæki, ferða- skrifstofu sem er með nokkurs kon- ar viðburðaþjónustu. Við aðstoð- um hópa að halda viðburði um all- an heim. Ég hef líka unnið við flest störf á hótelum,“ segir Harpa. „Við Erla erum alveg hvor á sínum end- anum og mjög ólíkar en bætum hvor aðra upp,“ bætir hún við og Erla tekur undir það. Staðurinn kallaði Hugmyndin að verkefninu kviknaði fyrir tveimur árum en þær hafa verið að bíða eftir að finna réttu staðsetn- inguna. Laugar í Sælingsdal segja þær bjóða upp á allt sem þarf fyrir hópa að koma saman og eiga góða stund, hvort sem það er að stunda jóga, hugleiða, vinna með mataræði eða hvað sem er. „Nágranni minn benti mér á þennan stað og ég fór að skoða. Húsnæðið er mjög hent- ugt og svo fann ég bara hvað orkan þarna býður upp á mikla og frábæra möguleika. Náttúran, vatnið og sagan á Laugum spila svo vel sam- an og gera þennan stað svo frábær- an. Svo er þetta smá spöl frá þjóð- veginum og í algjöru næði. Ég fann bara strax að þetta var svæði sem hefur beðið eftir því að vera nýtt til góðs, það kallaði á mig,“ segir Erla og brosir. Erla hafði strax samband við Hörpu sem varð líka hrifin af staðsetningunni og þær settu strax alla sína kraft í að koma þessu verk- efni í gang. „Við erum núna búnar að setja alla okkar orku, krafta og staðfestu í þetta. Við erum með frá- bært fólk í kringum okkur og mik- inn meðbyr. Við trúum því að ef þetta á að gerast þá gerist það en ef þetta á ekki að gerast þá er það bara þannig,“ segir Erla og bætir við að hún sé þó full af bjartsýni og mikil ástríða sé fyrir verkefninu. Spenntar að fara í Dalina Til að byrja með verða þær með starfsemina í eldri byggingunni á Laugum, sem búið er að gera upp. „Ef allt gengur vel gætum við einn- ig fengið hina álmuna og fáum íþróttasalinn til afnota þegar þarf. Við munum einnig hafa aðgang að sundlauginni sem mun nýtast vel,“ segja þær. Aðspurðar segjast þær enga tengingu hafa í Dalina en að þær séu þó spenntar að koma þangað. „Það er okkar draumur að geta átt góð samskipti og kynni við Dalamenn og jafnvel að geta starfað með heimamönnum og veitt þeim aðgang að þeirri þjónustu sem við ætlum að bjóða uppá ef allt fer að óskum,“ segja þær að endingu. arg Segja Laugar í Sælingsdal hafa einstaka orku og ætla nú að hefja þar starfsemi Aðstaðan á Laugum hentar vel fyrir starfsemi Heilsusköpunar. Ljósm. úr safni. Harpa og Erla hafa tekið Laugar á leigu undir starfsemi Heilsusköpunar ehf. Ljósm. úr safni/ mm. Harpa er mikið náttúrubarn í hjartanu þó hún hafi alist upp í borginni. Ljósm. aðsend Erla kennir höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð og hér er hún að me ðhöndla barn. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.