Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 1
Rekur
ljósmynda-
stúdíó á
Bifröst
Á Bifröst í Norðurárdal hefur
ljósmyndarinn Íris Stefánsdóttir
komið sér fyrir í litlu ljósmynd-
astúdíói þar sem hún er að mynda
skartgripi og aðrar vörur. „Það er
æðislegt að vera hér á Bifröst, í
allri þessari fegurð hér í kringum
okkur. Það er í raun alveg stór-
kostlegt,“ segir Íris. Hún nam
ljósmyndun á Ítalíu þar sem hún
bjó um árabil og kynntist manni
sínum.
Sjá bls. 16-17
Áfanga-
staðaáætlun
komin út
Í gær kom út önnur útgáfa af
Áfangastaðaáætlun Vesturlands
sem gildir fyrir árin 2021-2023.
Í henni er sett fram áætlun um
áherslur, uppbyggingu og þróun
ferðamála í landshlutanum næstu
þrjú árin. Um er að ræða nokkurs
konar stefnumótun og verkefna-
áætlun sem nýtist jafnt fyrirtækj-
um, sveitarfélögum og öðrum sem
láta sig málin varða. Skýrslan er
einungis gefin út á rafrænu formi
og hægt er að nálgast hana á vef
Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi; ssv.is
Sjá bls. 13
Mikil upp-
bygging
framundan
Gríðarleg uppbygging íbúðar-
húsnæðis hefur átt sér stað á
Akranesi undanfarin misseri og
ekki verður neitt lát á henni næstu
árin ef marka má byggingaráform
sem uppi eru. Skessuhorn bauð
Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra
í ökuferð undir lok síðustu viku
og farið var yfir nokkur bygginga-
verkefni sem framundan eru eða
hafin. Íbúafjölgun er nú vaxandi.
Í bæjarfélaginu bjuggu 7700 um
liðin áramót og gera bjartsýnustu
spár ráð fyrir að fjölgi um 1100
manns næstu þrjú árin.
Sjá bls. 14
Rýmri reglur
Samkomutakmarkanir voru rýmk-
aðar í dag samkvæmt ákvörðun
heilbrigðisráðherra, að fengnu
áliti sóttvarnalæknis. Fjöldatak-
markanir fara úr 20 manns í 50
með ákveðnum undantekningum.
Heimilt verður að taka á móti
200 viðskiptavinum í einu í versl-
unum, á söfnum, í kirkjum og á
tiltekna viðburði, að uppfylltum
skilyrðum um fermetrafjölda.
Áfram gildir tveggja metra reglan
og grímuskylda. 200 manns mega
vera viðstaddir sitjandi athafnir
trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðs-
listar,- menningar- og íþrótta-
viðburði, ráðstefnur, fyrirlestra
og sambærilega viðburði að upp-
fylltum skilyrðum.
Sjá bls. 8
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 8 . tbl. 24. árg. 24. febrúar 2021 - kr. 950 í lausasölu
Máltíð
1.795 kr.
Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes:
Akranes:
Tilboð gildir út febrúar 2021
Heimir Bergmann
Löggiltur fasteigna og skipasali
Óskum eftir
eignum á sölu
og leiguskrá!
Mikil eftirspurn eftir
flestum stærðum eigna
Hringdu núna
í síma 630-9000
og bókaðau skoðun
á þinni eign
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
lögheimili.is
Aukin þjónusta
við eldri borgara
arionbanki.is
Í ljósi aðstæðna og tímabundinna lokana á útibúum býður Arion banki
eldri borgurum hraðþjónustu í þjónustuverinu í síma 444 7000.
Með því að velja 4 þegar hringt er í þjónustuverið fá eldri borgarar forgang
að þjónusturáðgjöfum sem aðstoða við hvaðeina sem snýr að bankaþjónustu.
Við tökumst á við þetta saman
Meðfylgjandi mynd var tekin á sunnudaginn í hrauninu ofan við Malarrif á Snæfellsnesi. Jökullinn skartaði sínu fegursta í birtu rísandi sólar. Myndasmiðurinn hreifst af
náttúrunni og sagði í samtali við blaðamann að það væri á stundum sem þessari sem hann fylltist hvað mestu stolti yfir að vera bæjarstjóri í þessu einstaka umhverfi.
„Ég var þarna á akstri og sólin braust fram. Ég stoppaði bílinn, henti mér flötum og smellti. Svo augnabliki síðar var sólin farin á bak við ský og birtan orðin önnur,“ sagði
Kristinn Jónasson í samtali við Skessuhorn. mm