Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 20214
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Á endaslóð hundadagakonungs
Ég hef um árabil haft þá trú að Ástralir séu töffarar, meiri en gengur og gerist
með flestar aðrar þjóðir. Veit svo sem ekkert af hverju þetta er svona greypt í
hugann. ekki hef ég ferðast þangað og engum Ástrala hef ég kynnst persónu-
lega. Kannski kom þessi ímynd mín á andfætlingum okkar eftir að hafa heyrt
söguna af því að þeir tóku að sér það óeigingjarna hlutverk að fóstra skúrkinn
Jörund hundadagakonung á síðustu æviárum hans. eftir að hann hafði eftir-
minnilega gert garðinn frægan fyrst í Danmörku, þá hér á landi, en að endingu
verið tekinn til fanga í Bretlandi og dæmdur fyrir spilafíkn, skuldsækni og aðra
hegðun sem einungis íslenskir útrásarvíkingar hafa verið þekktir fyrir í seinni
tíð. Ástralir sáu þó aumur á honum og varð Jörundur að endingu frjáls maður
þar ytra síðustu æviárin.
Þetta álit mitt á Áströlum tók enn meira stökk upp á við í síðustu viku eftir að
fréttir fóru að berast af því að þeir ætluðu að beita samskiptarisana Facebook og
Google fjárvítum svo fremi sem þeir gerðu ekki einhvers konar samninga við
ástralska fréttamiðla um endurgjald fyrir fréttir sem þeir lifa á að deila á miðl-
um sínum. Málið vakti strax heimsathygli og stjórnendur samfélagsmiðilsins
Facebook tóku til varna og lokuðu fyrir allar deilingar á hvers kyns fréttaefni á
Facebook-síðum ástralskra notenda. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo,
að um leið og lokað var fyrir deilingu frétta lokaðist fyrir miðlun frétta um mik-
ilvægar tilkynningar frá hinu opinbera, svo sem um bólusetningar vegna Co-
vid-19, hættu á gróðureldum, veðurfregnir auk tilkynninga frá félagasamtökum
og góðgerðastofnunum. Ameríski samfélagsmiðlarisinn sá því að sér nokkrum
dögum síðar og nú er búið að semja um einhvers konar lögbundið lágmarks-
gjald fyrir að fá að deila fréttum áströlsku fréttamiðlanna og aflétti Facebook
deilingabanninu. Ég segi það og skrifa; Ástralir eru hetjur því þeir hafa kjark
sem aðrar þjóðir hafa ekki – og þar á meðal við Íslendingar.
Þetta samfélagsmiðlamál er alþjóðlegt vandamál. Í hnotskurn hefur ógnar-
sterk staða miðla á borð við Youtube, Google og Facebook orðið til þess að éta
undan rekstrargrundvelli alvöru fjölmiðla víðsvegar um heiminn. Að endingu
hafa þeir liðast í sundur eða glíma í það minnsta við alvarlegan rekstrarvanda.
Við hér á köldum klakanum þekkjum vel þessa umræðu. ekki hvað síst síðustu
þrjú árin eftir að umræða hófst að ráði um frumvarp menntamálaráðherra sem
gerði ráð fyrir ríkisstuðningi við einkarekna fjölmiðla. Það frumvarp og slík-
ur stuðningur væri óþarfur ef ekki hefði fjarað undan auglýsingatekjum alvöru
fréttamiðla, tekjum sem nú renna til efnisveitna sem kosta engu til að fram-
leiða fréttir sem mark er á takandi. ein birtingarmynd þess er að hér flæða um
allt falsfréttir eins og enginn sé morgundagurinn. Hér á Íslandi er staðan þó
sýnu verri en víða erlendis. erlendar efnisveitur selja hér grimmt auglýsingar
og þurfa engan virðisaukaskatt að innheimta líkt og íslenskir fjölmiðlar. Það
munar um minna og grafalvarlegt að ekki sé fyrir löngu búið að taka fyrir slíka
kerfisbundna mismunun. Við það ástand bætist svo að hérlend stjórnvöld hafa
ekki haft kjark til að bregðast við ógnarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamark-
aði sem fitnar eins og púkinn á fjósbitanum í réttu hlutfalli við erfiðleika einka-
reknu fjölmiðlanna. Auðvitað er allt í lagi að ríkið reki eina ríkisfréttastöð, en
að hún skuli óáreitt ryksuga upp þann hluta auglýsingamarkaðarins sem efnis-
veiturnar taka ekki, er önnur saga. Allavega vona ég að afleiðingarnar verði ekki
þær að einn daginn vöknum við upp við að RUV verði eini fjölmiðillinn sem
eftir er.
Lög um stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur ekki enn náð fram að ganga
á Alþingi. Verulegrar tregðu gætir við frumvarpið, einkum úr röðum hægri-
manna. Á meðan blæðir einkareknum fjölmiðlum út, hratt og örugglega. Hér
er einfaldlega ekki almennur skilningur á því að hlúa beri að fjölmiðlum og því
hlutverki sem þeir eiga að gegna; að veita aðhald, rækja hlutverk sitt sem fjórða
valdið. Að óbreyttu verða sjálfsagt örlög mín að flytja til Ástralíu og hefja þar
útgáfu á litlu héraðsfréttablaði, í landi þar sem skilningur er til staðar um að
verja þurfi líf sjálfstæðra fjölmiðla. Ég gæti jafnvel beiðst húsaskjóls í klefanum
sem áður hýsti Jörund hinn danska þar sem hann þarf af augljósum ástæðum
ekki að nota hann lengur. Magnús Magnússon
Inga Sæland formaður Flokks fólks-
ins hefur lagt fram á Alþingi frum-
varp um breytingu á lögum um vel-
ferð dýra. Frumvarpið leggur til að
svokallað blóðmerahald verði bann-
að hér á landi og því verði bannað
að taka blóð úr fylfullum hryssum í
þeim tilgangi að selja það eða vinna
úr því vöru til sölu.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir Inga meðal annars að hér á
landi sé virkur iðnaður sem felist
í blóðtöku úr lifandi hrossum í því
skyni að vinna úr blóðinu horm-
ón (PSMG) sem seld eru til líf-
tæknifyrirtækja svo framleiða megi
frjósemislyf fyrir búfénað. Þetta
hormón finnst aðeins í blóði fyl-
fullra hryssa. Líftæknifyrirtæki
borga hátt verð fyrir hormónið og
því hefur blóðmerahald aukist til
muna hér á landi að undanförnu.
Árið 2019 voru yfir fimm þúsund
hryssur notaðar í þessum tilgangi.
Á nokkrum stöðum er þetta orð-
ið að stórbúskap, með allt að 200
hryssur í blóðframleiðslu. Þá segir
orðrétt í greinargerðinni: „ekki var
fjallað sérstaklega um þessa starf-
semi í frumvarpi um velferð dýra
og ekki er fjallað um hana sérstak-
lega í reglugerð um velferð hrossa
eða í reglugerð um velferð dýra
sem eru notuð í vísindaskyni. ekki
er í þessum reglugerðum fjallað um
hversu langt megi ganga við reglu-
lega blóðtöku úr fylfullum merum í
því skyni að framleiða PSMG um-
fram almenn ákvæði þeirra. Það er
því ekkert í lögum eða reglugerð-
um sem kveður á um hve mikið af
blóði megi taka úr fylfullum merum
hverju sinni, né hve oft, né hvaða
aðbúnaður þurfi að vera til staðar.
Þetta er með öllu ótækt í ljósi þess
hve umfangsmikil þessi starfsemi er
hér á landi,“ segir Inga Sæland.
mm
Um 1000 tonnum af salti var land-
að úr Wilson Calais í Stykkishólms-
höfn á dögunum og önnuðust BB
og Synir löndunina. Um er að ræða
saltbirgðir fyrir saltfiskvinnsluna
hjá Þórsnesi ehf.
arg
Vesturlandsdeildinni hestaíþrótt-
um hefst næstkomandi föstudag í
Faxaborg í Borgarnesi með keppni
í fjórgangi klukkan 19:00. Mótið
varð endasleppt í fyrra vegna Co-
vid-19, en þá var einmitt keppt í
fjórgangi, áður en stöðva varð mót-
ið vegna sóttvarnareglna. Áhorf-
endum gefst ekki kostur á að fylgj-
ast með mótinu í Faxaborg í Borg-
arnesi að þessu sinni, en því verð-
ur streymt í beinni útsendingu á
streymisveitunni Alendis; https://
www.alendis.tv/alendis
Dagskrá Vesturlandsdeildarinn-
ar verður nokkuð þétt, en lýkur
30. apríl. Föstudaginn 26. febrúar
verður keppt í fjórgangi, 12. mars í
slaktaumatölti, 25. mars í gæðinga-
fimi, 15. apríl í fimmgangi og 30.
apríl í tölti og skeiði. Sex lið taka
þátt í mótinu að þessu sinni; Stelp-
urnar í Slippfélaginu og Kerckha-
ert skeifna, Hestaland, Laxárholt,
Söðulsholt, Skáney / Fagerlund og
Skipanes / Steinsholt.
Á Facebook síðu Vesturlands-
deildarinnar má lesa liðakynning-
ar þeirra sem taka þátt í mótinu að
þessu sinni. mm
Lilja D. Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra hefur falið þremur fullt-
rúm ríkisstjórnarflokkanna að rýna
lög um Ríkisúvarpið ohf. Jafnframt
skal þingmannanefndin gera tillög-
ur að breytingum sem líklegar eru
til að sætta ólík sjónarmið um starf-
semi og hlutverk RUV. Þingmenn-
irnir skulu hafa hraða hendur og
skila tillögum sínum fyrir lok mars.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
kemur fram að þingmannanefndin
er skipuð þeim Kolbeini Óttars-
syni Proppé (V), sem jafnframt er
formaður nefndarinnar, Silju Dögg
Gunnarsdóttur (B) og Páli Magn-
ússyni (D). Í tilkynningu segir jafn-
framt að málið hafi mikið verið til
umræðu í samfélaginu og á Alþingi,
meðal annars í tengslum við frum-
varp um stuðning við einkarekna
fjölmiðla. Í þeirri umræðu hefur
skýrt komið fram sjónarmið um
að umsvif RUV á fjölmiðlamark-
aði valdi samkeppnisskekkju sem
eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu
einkarekinna fjölmiðla hér á landi.
Þingmannanefndin skal rýna nú-
verandi skilgreiningu á hlutverki
RUV og meta hvort þörf sé á end-
urskilgreiningu í ljósi breyttra sam-
félagsaðstæðna, tækniþróunar og
vilja stjórnvalda til að varðveita og
þróa íslenskt mál. Leggja skal mat
á hvernig RUV geti sem best náð
markmiði laga um að stuðla að lýð-
ræðislegri umræðu, menningarlegri
fjölbreytni og félagslegri samheldni
í samfélaginu. mm
Á eina mótinu sem náðist að halda í fyrra urðu Þórdís Erla Gunnarsdóttir og
Fengur frá Auðholtshjáleigu hæst í A úrslitum með einkunnina 7,17.
Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum
rúllar af stað á föstudaginn
Frumvarp sem leggst gegn blóðmerahaldi
Þingmannanefnd rýnir lög um RUV
BB og Synir að landa salti. Ljósm. sá.
Salt í
Hólminn