Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 27 Vísnahorn Það er nú hálf kjánalegt að þurfa stöðugt að vera að leiðrétta vitleysur síðasta þáttar en ætli það sé samt ekki skárra en að láta vit- leysuna halda áfram. Vísan sem eggert Norð- dahl orti 94 ára gamall er (vonandi) rétt svona: Öll mín liðin ævistig eru í veður fokin, sá er hingað sendi mig sér um ferðalokin. Semsagt ferðalokin en ekki endalokin. en reynum nú að snúa okkur að einhverju skemmtilegra en að leiðrétta vitleysur. Svein- björn Beinteinsson var um árabil ómissandi skemmtikraftur á þorrablótum að Hlöðum og úr brag frá 1983 eru þessar vísur: Ket og svið er sett á borð síst mun kviðið hinu meðan kliðar áfengt orð undir miðríminu. Meðan rjúka fram um fjöll fannir af hnjúkadrögum hressa búkinn áhrif öll yndir mjúkum lögum. Gæfist andans endurbót ef ég blandið fengi. Þetta fjandans þorrablót þarf að standa lengi. Holdsins læti hafa má, hugarkætin bjargar, enda rætist þvílík þrá þorranætur margar. Nú er mér ekki kunnugt hvort það var á þorrablóti eða einhverri skemmtisamkomu með öðru nafni sem þeir ortu saman Stefán Jónsson frá Þorgautsstöðum og Steinbjörn Jónsson: Dansa menn svo dunar við, drjúg er spenna í taugum, yfir kvenna segulsvið soltnum renna augum. Breytir ekki að vísan er góð fyrir því. Önn- ur kemur hér bæði gömul og höfundarlaus og vonandi góð líka. Allavega hefur sá verið að horfa á eitthvað fallegt sem orti: Fáklæðin sín forn og ný fljóðin gegnum skinu. Þau voru svosem engu í öðru en sakleysinu. Alltaf geta þó hlotist afleiðingar af því að horfa á svona sakleysislega klæddar konur. Að ekki sé nú talað um ef áhorfið leiðir til ein- hverra beinna framkvæmda. Þar af geta hlot- ist útgjöld en vissulega, vissulega koma fjöl- skyldubætur á móti. egill Jónasson orti: Þernunjótur þaut mér hjá, þar var ljótur vegur, stinnum fótum flaug hann á fjölskyldubótalegur. Pétur Björgvin Jónsson var maður nefndur og starfaði lengst sem skósmiður á Akureyri hjá sambandsverksmiðjunum. Sá orti eitt sinn er hann saknaði vinkonu sinnar: Þó sætabrauð þær sæki í búr og sálar troði í hreysi samt er ég að sálast úr Sigurbjargarleysi. Það var hinsvegar Sigurður Halldórsson á Skarfhóli sem orti til linþrifinnar húsfreyju: Oft ég niður í óhreint lít, úr því stæla verður. Ég kann ekki að éta skít, ég er svona gerður. Það er alltítt hjá mannkyninu að reisa guði sínum musteri með einum eða öðrum hætti og gjarnan er lítt þar til sparað í skrauti, dýr- um málmum og yfirleitt þeim meistaraverk- um sem mannlegar hendur og hugur getur framleitt. Trúlega er þó slíkt skraut algeng- ara meðal katólskra kirkjudeilda hvort sem Drottinn er nú sínum syndugu sálum nær- tækari þar en í gömlum torfkirkjum uppi á Ís- landi. Staddur í kirkju einni í Suður evrópu orti Kristján eiríksson: Mörg hér á veggjum myndin skín, málmurinn gullni og dýri, en krúttlegri finnst mér kirkjan þín Kristur - á Víðimýri. Það er nú þetta með syndirnar okkar. Þó flestir reyni að forðast þær svona í orði kveðnu að minnsta kosti verður að viðurkennast að án þeirra hefði frelsarinn fórnað sér til einskis. en Olli á Hjaltabakka hafði þetta að segja: Bráðum saga Olla er öll -af því fæðist þessi staka- öll mín lífsins lykkjuföll langur prjónn ei mundi taka. enda allt breytingum háð. Má segja að það eina sem ekki breytist er að allt breytist og þetta var Steinbirni Jónssyni fullljóst: Breytist margt um margar gráður. -Manni sumt í hag. Það sem var í ökla áður eyra nær í dag. Ósk Skarphéðinsdóttir orti á sínum seinni árum: Kvöldin lengjast, vantar vor, vakir þrengjast, bilar þrekið. Samt mín gengin gæfuspor getur enginn frá mér tekið. Dagurinn lengist nú hvað óðast og aðeins að byrja einhver framkvæmdahugur í mönn- um eftir skammdegiskyrrstöðuna. Sumir vilja jafnvel aðeins flýta sér fram yfir það sem sól- argangurinn segir til um enda sagði Gísli Helgason: Dagsins leynir ljósið sér langar reynast nætur. Það er mein að eygló er allt of sein á fætur. Það var Tíminn sálugi sem flutti eitt sinn þá frétt að Páll Pétursson myndi framvegis um hríð skrifa fasta pistla í blaðið. Jóhannes á Gunnarsstöðum orti: Lýtur höfði lýðurinn, les af Tímans blöðum, pistilinn skrifar postulinn Páll á Höllustöðum. Annars var Páll ágætlega hagmæltur eins og þeir frændur margir en næsta vísa er að mestu leyti eftir Kristján Breiðdal og ort á þeim tíma þegar mest var umræðan um atómljóðin: Þeir eru að skálda þunnt og létt. Þetta er tíðarandinn. Þegar ekki er rímað rétt rennur það út í sandinn. Og eigum við svo ekki að ljúka þessu á vísu Grétars vinar míns Jónssonar: Það er þó líkt og einhver kæri sig um að koma við hjá mér. Mér heyrðist eins og að hann væri úti að dusta snjó af sér. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Yfir kvenna segulsvið - soltnum renna augum Pennagrein Hugmyndin um Sundabraut er ekki ný af nálinni, hún var fyrst sett fram fyrir nærri 50 árum síðan og náði hún inn í aðalskipulag Reykjavíkur fyrir 35 árum. Frá því Sundabraut komst inn á aðalskipulag eru lið- in um níu kjörtímabil bæði hjá ríki og sveitarfélögum. enn á eftir að útfæra nánar lagningu og hönnun Sundabrautar en þau tímamót eru þó runninn upp að við getum treyst því að af henni verði. Sundabraut kemur til með að auðvelda umferð milli miðborgar og Grafarvogs, létta á umferð á höfuðborgarsvæð- inu og stytta leiðir út á land sem og inn á höfuðborgarsvæðið. Mikilvægi þessa samgöngumann- virkis er ekki bara samgöngubót fyr- ir höfuðborgina heldur er þetta mik- ilvæg samgöngubót fyrir Vestlend- inga, Vestfirðinga sem og Norð- lendinga. Sundabraut hefur áhrif á daglegt líf margra sem búa á Vest- urlandi og aka daglega til vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðið og öf- ugt. Sundabraut styttir vegalengdir og eykur umferðaröryggið, þá mun Sundabraut vafalaust koma til með að bæta almenningssamgöngur. Víðtæk áhrif Samkvæmt nýlegri íbúakönnun býr hamingjan á Snæfellsnesi, enginn dregur það í efa. Allar líkur eru á að Sundabraut komi til með að breyta miklu fyrir Vestlendinga en hvort hamingja þeirra aukist mikið skal ekki segja en lengi getur gott batn- að. Í könnuninni kom fram að það sem íbúar töldu hamla góðri búsetu sé ástand vegakerfisins. Þrátt fyrir að heimavinna hafi aukist til muna og störf án staðsetningar hafi raun- gerst í COVID 19, þá hafa sam- göngur sífellt meiri áhrif á daglegt líf fólks nú en áður. Af því leiðir að val um búsetu verður metin út frá því. Tvöföldun Vesturlandsveg- ar og lagning Sundabrautar styrk- ir val fólks til búsetu á Vesturlandi öllu og þau áhrif gætir lengra. Með Sundabraut opnast einnig auknir möguleikar fyrir nýja staðsetningu fyrirtækja og stofnanna. Samvinnuverkefni Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist árið 2025 og lokið fyrir árið 2030 og það er það sem að er stefnt. Framsóknarflokkurinn hef- ur talað fyrir samvinnuverkefnum hins opinbera og einkaaðila, Sig- urður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra lagði fram frumvarp um samvinnuverkefni um vegafram- kvæmdir. Sundabraut er eitt þeirra sex verkefna sem talað var um sem samvinnuverkefni og hefur Alþingi heimilað Sundabraut sem sam- vinnuverkefni. Með samvinnuverk- efni væri Vegagerðinni heimilt að undangengnu útboði að gera samn- ing við einkaaðila um samvinnu- verkefni um framkvæmd um þau verkefni sem tilgreind eru í þeim lögum og hafa í för með sér aukið umferðaröryggi. Áfram veginn með Sundabraut. Halla Signý Kristjánsdóttir. Höf. er alþingismaður Framsókn- arflokks í NV kjördæmi. Sundabraut í samvinnu og sátt Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti síð- astliðinn miðvikudag aðgerðaáætl- un til eflingar íslenskum landbún- aði. Kynntar voru alls tólf aðgerð- ir sem ætlað er að skapa öfluga við- spyrnu fyrir íslenskan landbúnað eftir Covid-19 faraldurinn og auð- velda honum að nýta tækifæri fram- tíðarinnar. Aðgerðirnar sem kynnt- ar voru snerta m.a. aukinn stuðn- ing við bændur, heimaframleiðslu á lambakjöti beint frá bónda, aukna hagkvæmni og hagræðingu innan ís- lensks landbúnaðar og endurskoðun regluverks. Fram kom að unnið hefur verið að mótun aðgerðanna undanfarna mán- uði. Þremur aðgerðum er þegar lok- ið og er áformað að alls tíu af tólf að- gerðum verði lokið 15. apríl nk. og 1. júní verði ellefu af tólf aðgerðum lokið. Sigurður eyþórsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Bændasam- taka Íslands, hefur verið ráðinn verk- efnastjóri til að vinna að framgangi og innleiðingu aðgerðanna og hefur hann hafið störf í ráðuneytinu. Aðgerðir 12 eru sem hér segir: Aukinn stuðningur við bænd-• ur Gjaldskrá ekki hækkuð• Breytingar á úthlutun toll-• kvóta Ný Landbúnaðarstefna fyrir • Ísland endurskoðun tollasamnings • við eSB Heimaframleiðsla beint frá • bónda Betri merkingar matvæla• Aukin hagkvæmni og hagræð-• ing Mælaborð landbúnaðarins• endurskoðun á reglum um • búfjársjúkdóma o.fl. Sértæk vinna vegna sauðfjár-• ræktarinnar Aðgerðir vegna skýrslu um • fæðuöryggi. „Markmið aðgerðaáætlunar- innar eru að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónaveirufar- aldurinn hefur haft á greinina. Til- gangur aðgerðanna er jafnframt að skapa öfluga viðspyrnu fyrir ís- lenskan landbúnað og auðvelda honum að nýta tækifæri framtíðar- innar,“ segir í tilkynningu en nánar má lesa um hverja og eina aðgerð á vef ráðuneytisins. frg Ráðherra kynnti aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar Ráðherra kynnti aðgerðaráætlun fyrir landbúnaðinn á fjarfundi síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. Stjórnarráðið. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.