Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 29 Stykkishólmur – miðvikudagur 24. febrúar. Snæfellskonur fá Skallagríms- konur í heimsókn í íþróttahús- ið í Stykkishólmi í Dominos deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 Borgarnes – sunnudagur 28. febrúar. Skallagrímskonur fá Keflavík í heimsókn í íþróttahúsið í Borg- arnesi, Fjósið, í Dominosdeild kvenna. Leikurinn hefst kl. 16:00. Akranes – föstudagur 26. febrúar. ÍA konur taka á móti Grindavík í Akraneshöllinni í Lengjubikar kvenna, b-deild. Leikurinn hefst kl. 20:00. Atvinna óskast Óska eftir vinnu sem þroskaþjálfi Þroskaþjálfi með vinnuhund ósk- ar eftir vinnu – helst í eftirfarandi póstnúmerum: 109-116, 300, 301 eða 310. Allt getur komið til greina, er m.a. opin, sveigjanleg og sam- viskusöm manneskja. Uppl. thros- kathjalfi2021@gmail.com Til sölu Einbýlishús til sölu eða leigu 107fm hús til sölu eða leigu á Hell- issandi, Hellisbraut 5. Þrjú svefn- herbergi, stór kjallari og garður. Glæsileg staðsetning, sjarmerandi hús. Fleiri upplýsingar á skind- bjerg13@gmail.com Fuglahús til sölu Fuglahús í garðinn fyrir sumarið. Á nokkra kornpalla og eplahaldara fyrir smáfuglana í vetur. Tréhúsið Handverk, Ægisbraut 11, Akranesi s. 868-4410. Nýfæddir Vestlendingar Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! www.skessuhorn.is Markaðstorg Vesturlands 11. febrúar. Drengur. Þyngd: 4.156 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Erla Magnúsdóttir og Halldór Kristinn Guðjónsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Unnur Berglind Friðriksdóttir. Á döfinni AtvinnA Smáauglýsingar tiL SÖLU 12. febrúar. Stúlka. Þyngd: 4.352 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Kara Lau Eyjólfsdóttir og Markús Ingi Jó- hannson, Hvanneyri. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. 17. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.374 gr. Lengd: 50,5 cm. Foreldrar: Stef- anía Rós Th. Karlsdóttir og Ingólfur Örn Sigurbjörnsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 19. febrúar. Stúlka. Þyngd: 3.618 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Alma Rós Þórsdóttir og Birkir Hlynsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Aníta Rut Guðjónsdóttir. Rannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst eins og kunnugt er við Straumfjörð á Mýrum 16. septem- ber árið 1936. Með skipinu fórst franski vísindamaðurinn og land- könnuðurinn Jean-Baptiste Char- cot ásamt nærri allri sinni áhöfn en alls fórust 40 manns í slysinu og að- eins einn skipverji komst lífs af. Nú hefur verið gefin út bók um forn- leifarannsókn á flaki skipsins sem hvílir enn á botni Straumfjarðar. Bókina skrifuðu í sameiningu Jean- Pierre Joncheray, skýrsluhöfund- ur og leyfishafi fornleifarannsókn- arinnar, Svanur Steinarsson, sem er vel kunnugur svæðinu sem flak- ið liggur á og hefur verið leiðsögu- maður kafara í þetta flak í 37 ár, og René Tamarelle, sem sá um skipu- lag leiðangurs að flakinu auk þess að vera fjárhagslegur stuðningsaðili rannsóknarinnar. Jean-Pierre Joncheray hefur stundað kafanir og rannsóknir á skipsflökum um allan heim í rúma hálfa öld og gefið út 33 bækur. Bók- in um Pourquoi pas? var síðasta bókin sem hann gaf út en hann lést viku eftir útgáfu bókarinnar, 80 ára gamall. Í bókinni er hægt að finna allar upplýsingar um skipið, tilgang þess og leiðangra. Bókin er gefin út á þremur tungumálum; frönsku, ensku og íslensku og hana er hægt að kaupa hjá Svani í verslun hans Brúartorgi í Borgarnesi. „Ég ákvað að kaupa nokkur eintök og selja hér heima því það var enginn annar að selja þessa bók hér á Íslandi. Þetta er merkileg saga og mikilvægt að geta nálgast upplýsingar um skip- ið og slysið,“ segir Svanur í samtali við Skessuhorn. Svanur keypti auk þess nokkur eintök og gaf á nokkur söfn. Hann átti þrjú eintök eftir nú fyrir helgi en átti von á fleiri ein- tökum til landsins. „Þessi bók er í raun bara skýrsla um skipið fléttað saman við sögu þess og rannsóknir á liðnum árum,“ segir Svanur. arg Svanur Steinarsson hefur tekið bókina um Pourquoi pas í sölu hjá Brúartorgi í Borgarnesi. Bók um rannsókna- skipið Pourquoi pas? Vinstrihreyfingin grænt fram- boð í Norðvesturkjördæmi verð- ur með forval til að ákveða fram- boðslista fyrir komandi alþingis- kosningar. Flokkurinn á nú einn þingmann í kjördæminu; Lilju Rafneyju Magnúsdóttur á Suður- eyri, en varaþingmaður er Bjarni Jónsson á Sauðárkróki. Sam- kvæmt heimildum Skessuhorns stefna þau bæði á forystu áfram. Kjörstjórn hefur nú auglýst eft- ir frambjóðendum. Forvalið fer fram með rafrænum hætti dag- ana 23., 24. og 25. apríl, en kosn- ing hefst á miðnætti 23. apríl og stendur til kl. 17:00, 25. apríl. Kosið verður um fimm efstu sæti á listanum, þar af bindandi í efstu þrjú en í samræmi við forvalsregl- ur VG. Framboðsfrestur renn- ur út á miðnætti 2. apríl. Þá mun kjörstjórn taka við tilnefningum almennra félaga um frambjóð- endur fram til 26. mars á netfang- ið nordvestur@vg.is Atkvæðisbær í forvalinu eru allir sem skráðir eru í hreyfinguna í kjördæminu tíu dögum fyrir kjörfund, eða 13. apríl. mm Forval verður hjá VG í Norðvesturkjördæmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.