Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202116 Á Bifröst í Norðurárdal hefur ljós- myndarinn Íris Stefánsdóttir kom- ið sér fyrir í litlu ljósmyndastúdíói þar sem hún er að mynda skartgripi og aðrar vörur. Íris er fædd og upp- alin í Breiðholtinu og hefur búið í Reykjavík alla tíð, að undanskildum níu árum á Ítalíu. Íris flutti á Bifröst í ágúst á síðasta ári ásamt mannin- um sínum, Francesco Macheda, og fimm ára syni þeirra, Pietró Stef- áni. „Það er æðislegt að vera hér á Bifröst, í allri þessari fegurð hér í kringum okkur. Þetta er alveg stór- kostleg,“ segir Íris um leið og hún hellir nýlöguðu rótsterku kaffi, að ítölskum hætti, í tvo bolla. Þegar horft er út um gluggann við eld- húsborð þeirra hjóna sést vel yfir hraunið allt í kringum byggðina á Bifröst, fjöllin og gróðurinn sem liggur nú í dvala en er samt svo fal- legur. Spennt fyrir nýjum verkefnum „Ég er eins og er mest að vinna fyr- ir fólk í Reykjavík og hef mest ver- ið að mynda skartgripi síðan við fluttum heim frá Ítalíu,“ segir Íris og bætir við að hún sé þó spennt fyrir því að taka að sér ný verk- efni. „Ég hef líka fengið verkefni við að mynda allskonar gjafavör- ur og aðrar vörumyndir og hef sem dæmi tekið að mér að mynda fyr- ir keramik listagallerí. Ég kem þá með vörurnar hingað á Bifröst og mynda þær í stúdíóinu en ég var svo heppin að fá þessa fínu aðstöðu í skólanum hér,“ segir hún. Á sumr- in er Íris mikið í brúðkaupsmynda- tökum en að auki hefur hún ver- ið að taka að sér myndatökur fyrir ýmis fyrirtæki. „Ég hef mikið verið að mynda fyrir vefsíður fyrirtækja, bæði að taka starfsmannamynd- ir og að mynda aðstöðuna. Ég hef t.d tekið myndir af meðferðum fyr- ir snyrtistofur, ég mynda mikið fyr- ir stofnanir og framleiðslu af ýmis- konar vörum,“ segir Íris. Aðspurð segist hún bæði taka að sér hefð- bundnar brúðkaupsmyndatökur og einnig að mynda daginn frá upp- hafi til enda. „Ég er tilbúin að gera bara það sem fólk vill, allt frá því að mynda einungis brúðhjónin eft- ir athöfnina og einnig að mynda at- höfnina, veisluna og undirbúning- inn. Það er skemmtilegast þegar maður fær gott veður til að taka fal- legar myndir úti en ég er alltaf með plan B þar sem hægt er að fara inn. Það eru margir fallegir staðir inni sem hægt er að nota, í Reykjavík er til dæmis Harpa, Árbæjarsafn og fleiri staðir,“ segir Íris. Ítalía draumi líkust Íris hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og var gjarnan með myndavélina á lofti frá því hún var unglingur. Hún fór þó ekki að læra ljósmyndun fyrr en hún var 27 ára gömul þegar hún fór í þriggja ára nám við Istituto europeo di Design í Mílanó á Ítalíu. „Mig langaði alltaf að læra ljósmyndun en á þeim tíma var ekkert slíkt nám hér heima. Það tók mig langan tíma að taka þetta stökk að fara erlendis í nám,“ seg- ir Íris. Hún fór í heimspeki við Há- skóla Íslands og ákvað að fara til Ít- alíu í skiptinám síðasta árið. „Ég átti þá vinkonu á Ítalíu og það hjálpaði að hafa einhvern á staðnum. Ég var varla lent þegar ég var orðin ást- fangin af landinu. Ítalía þótti mér strax draumi líkust og ég kom varla niður á jörðina fyrsta árið úti,“ seg- ir Íris og hlær. Þremur vikum eftir að hún kom til Ítalíu kynntist hún Francesco. Þegar Íris kláraði svo skiptinámið var hún ekki tilbúin að fara heim aftur og ákvað að fara til Mílanó í ljósmyndanám. „Það hitti svo vel á að Francesco var að klára sitt nám á sama tíma og ég svo við fórum saman til Mílanó.“ Efiðasta sem hún hefur gert Íris stóð sig mjög vel í náminu og var alltaf með hæstu einkunnir, þó að námið hafi allt verið kennt á ítölsku. „Þetta var örugglega það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu,“ segir hún. „Ég varð að þýða allar bækurnar yfir á ensku svo ég gerði lítið annað en að læra þessi þrjú ár. Ég held það hafi samt hjálpað mér mikið að hafa þurft að hafa svona mikið fyrir náminu. Allt sat fast- ar í höfðinu á mér og svo lærði ég ítölskuna líka,“ segir hún. Íris hafði hugsað sér að flytja aftur heim til Íslands eftir námið en hún út- skrifaðist árið 2009, skömmu eft- ir bankahrunið, og þótti það ekki heppilegur tími til að flytja heim. „Ég vissi að það væri litla vinnu að fá heima við ljósmyndun. ein stelpa sem útskrifaðist með mér bauð mér að koma með til héraðs sem heiti Marche þar sem hún var með að- stöðu til að opna stúdíó. Francesco komst í doktorsnám þar rétt hjá svo þetta smellpassaði allt,“ segir Íris. Hún vann þar í þrjú ár mest við vöruljósmyndun. „Á Ítalíu er það oft þannig að hvert hérað hefur sína sérþekkingu og Marche er skóhér- að. Þar eru næstum allir skór land- ins búnir til og við vorum því mik- ið að mynda skó,“ segir Íris og bæt- ir við að þær hafi einnig mikið ver- ið að mynda fyrir kynningarefni á ýmsum leiksýningum í Mílanó. Fór að mynda skartgripi „Þessi tími í Marche var mikill skóli fyrir mig. Maður lærir mik- ið í námi en svo er það ekki síður mikill skóli að fara út á vinnumark- aðinn að vinna við það sem maður hefur lært og eiga í samskiptum við kúnna,“ segir Íris og brosir. Hún var svo ráðin í fullt starf hjá fyrir- tæki sem heitir Bros Manifatture og framleiðir m.a. skartgripi und- Er spennt að komast betur inn í samfélagið á nýjum heimaslóðum Rætt við Írisi ljósmyndara á Bifröst í Borgarfirði Íris Stefánsdóttir hefur opnað ljósmyndastúdíó á Bifröst. Pietró Stefán sonur Írisar á Bjössaróló í Borgarnesi. Íris hefur mest verið að taka myndir af skartgripum. Íris myndar líka skartripi á módelum. Það getur verið erfitt að ná góðri mynd af skartgripum en þessa skemmtilegu mynd tók Íris fyrir Jón og Óskar. Íris tekur allskonar vörumyndir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.