Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202126
Pennagrein
Sylvía Rún Guðnýjardóttir flutti
aftur heim til Grundarfjarðar síð-
astliðið sumar og kennir nú söng
við Tónlistarskólann í Stykkis-
hólmi og stefnir á að bjóða upp á
námskeið í Grundarfirði. Sylvía er
fædd og uppalin í Grundarfirði en
flutti þaðan til Reykjavíkur þar sem
hún hefur búið undanfarin ár. Sylvía
hefur alltaf verið syngjandi en fór
að syngja af meiri alvöru þegar hún
var ellefu ára gömul. Þá fór hún að
syngja í brúðkaupum og við aðra
viðburði og hefur ekki hætt síðan.
Hún stóð fyrir söngkeppni á bæj-
arhátíðinni Á góðri stund í Grund-
arfirði þegar hún var 18 ára og tók
þátt í Idol keppninni árið 2009.
„Það má alveg segja að ég hafi allt-
af ætlað mér að verða söngkona en
það var líka draumur að vera söng-
kennari. Þegar ég hélt söngkeppn-
ir í nokkur ár með mömmu minni.
Á góðri stund í Grundarfirði var
þetta ekkert keppni sem krakkarn-
ir skráðu sig í og mættu svo upp á
svið til að keppa. Keppendur komu
heim til mín á æfingar. Mér hefur
alltaf þótt gaman að kenna og koma
minni þekkingu til annara,“ segir
Sylvía og hlær.
Allir geta sungið
Í dag er Sylvía búsett í Grundar-
firði og kennir söng við Tónlistar-
skólann í Stykkishólmi og er að fara
af stað með söngnámskeið í Grund-
arfirði. Hún kennir söngtæknina
Complete Vocal Technique. „Þetta
er frekar nýleg tækni, sem geng-
ur út á að allir geti lært að syngja.
Fólki er kennt á röddina sína,
hvernig hún virkar svo viðkom-
andi geti sungið. Öll hljóð er hægt
að gera á heilbrigðan hátt allt frá
klassískum söng yfir í þungarokk,“
útskýrir Sylvía. en hvers vegna
þessi tækni? „Þetta byrjaði allt
árið 2004 þegar stofnandi Comp-
lete Vocal tækninnar Cathrine Sa-
dolin var á Íslandi og ég hitti hana.
Hún seldi mér alveg þá hugmynd
að þessi tækni væri fyrir mig. Ég
komst að því að margt af því sem
ég var þegar að gera var í raun það
sama og við notum í Complete Vo-
cal tækninni,“ segir hún. Sylvía fór
árið 2016 á námskeið í tækninni hjá
söngkonunni Heru Björk. eftir það
ákvað hún að skrá sig í þriggja ára
nám við Complete Vocal Institute
í Kaupmannahöfn sem hún lauk
síðastliðið sumar. Samhliða nám-
inu kenndi hún í Söngsteypunni og
Tónlistarskólum í Reykjavík.
Gott að vera komin í
Grundarfjörð
Aðspurð segist Sylvía mjög ánægð
að vera komin aftur í Grundarfjörð.
„Það var eiginlega dóttir mín sem er
nýorðin ellefu ára sem fékk mig til
að flytja hingað aftur,“ segir Sylvía
og hlær. „Hún var búin að suða um
þetta lengi. Svo þegar ég kynntist
sjómanni frá Ólafsvík varð mögu-
Vinna við þjóðgarðsmiðstöðina
á Hellissandi eru í fullum gangi.
Hafa framkvæmdir gengið vel hjá
verktakafyrirtækinu Húsheild,
enda veður verið óvenjulega milt
miðað við árstíma. Gert er ráð fyrir
að verkinu ljúki vorið 2022. Bygg-
ingin verður um 700 fermetrar að
flatarmáli og er nú farin að rísa af
grunni skammt frá útnesvegi, spöl-
korn frá tjaldstæðinu á Hellissandi.
Húsið er skipslaga og fremur flókið
í byggingu.
Norðan við þjóðgarðsmiðstöð-
ina eru rústir af bænum Hjarðar-
hóli. Örlítið af túngarði Hjarðar-
hóls fór forgörðum við bygginguna
en annað stendur óraskað og stefnt
að því að rústirnar verði varðveitt-
ar. Á bænum Hjarðarhóli bjuggu
síðast hjónin Valentínus Ólason og
Katrín Friðriksdóttir. Bjó Valent-
ínus á bænum til dánardags 1955,
síðast með um fimmtán kindur.
þa
Umræða um fæðuöryggi hefur verið
töluverð síðastliðin ár og sitt sýnist
hverjum. Þannig finnst mörgum að
stjórnvöld þurfi að gera meira til að
tryggja það, m.a. með betri reglum
um eignarhald á jörðum, tollavernd
og fjármagn til nýsköpunar. Öðrum
finnst merkilegra að efla alþjóðlegt
samstarf í þessum efnum, hvernig
svo sem það tryggir fæðuöryggi.
Í síðustu viku kom út skýrsla um
málefnið sem unnin var fyrir At-
vinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið. Þar eru Íslendingar taldir
vel rúmlega sjálfbærir með fisk, af
kjötþörf landsmanna er 90% fram-
leitt innanlands og 43% af græn-
meti. Fyrirsögn með frétt á Ríkis-
útvarpinu var „Íslensk framleiðsla
fullnægir eftirspurn að mestu“.
Sumum finnst kannski þetta allt
í lagi að þetta sleppi að „mestu“ en
ég held að það sé full þörf á að bæta
verulega í, og þá einvörðungu varð-
andi íslenska framleiðslu. Græn-
metisframleiðsla er samkvæmt
þessari skýrslu aðeins að anna tæp-
lega helming neyslu. Það er algjört
lykilatriði að ná þessari prósentu-
tölu upp og setja fullan kraft í það.
Það má gera með auknu fjármagni
til nýsköpunar eða það sem betra
er – með ódýrara rafmagni sem
framleitt er í heimabyggð. Ég geri
mér grein fyrir að þessi markaður
er harður samanborið við innflutt
grænmeti sem er ræktað án hús-
næðis og rafmagns erlendis. Mark-
aðshlutdeild sýnir þó að íslensk
framleiðsla á góða möguleika á að
stækka enn frekar og þá vegferð
þarf að hefja – eigi síðar en núna.
Framleiðsla á kjöti er síðan sér
kapítuli fyrir sig! Sú framleiðsla
styðst við kerfi sem fáir skilja að
fullu. Kerfið virðist hannað til að
allir tapi eða hangi áttavilltir í lausu
lofti. Afurðastöðvar eru alltaf á tæp-
asta vaði og nú seinast greindi SS frá
því að taprekstur væri vegna skorts
á ferðamönnum í landinu. Bændur
geta því ekki átt von á hækkun af-
urðaverðs þegar afurðastöð er rek-
in með halla, það þarf engan sér-
fræðing að sunnan til að skilja það.
Kannski felast í þessu öllu einföld
skilaboð til bænda. ef góðu ferða-
mannaárin voru ekki að skila betra
verði til bænda, hvernig er þessi
rekstur eiginlega uppbyggður?
Hvorki afurðastöðvar né hráefn-
isframleiðendur (bændur) fá viðun-
andi hluta af kökunni. Hvað er að
þessu kerfi? Fyrir löngu síðan varð
það augljóst að þetta gengur ekki
lengur upp og það er ekki endalaust
hægt að skoða, vinna að, stefna á að
eða setja einhver markmið í þess-
um málum. Það þarf að framkvæma
og gera. Það er ein augljós skekkja
í þessu ferli sem þarf að taka strax
á. Það er sú staðreynd að afurðar-
stöðvar eru margir hverjir að flytja
inn kjöt til að selja meðfram ís-
lenskri framleiðslu sinni. Það eru
jafnvel settar takmarkanir á slátr-
un nautgripa á sama tíma og af-
urðastöðvar eru að flytja inn naut-
gripakjöt. Þetta er gert á sama tíma
og afurðastöðvar eru að vinna fyrir
bændur og margar í eigu bænda. ef
þetta er ekki hagsmunaárekstur, þá
eru hagsmunaárekstur ekki til.
Margar afurðarstöðvar eru nefni-
lega ekki að vinna fyrir hagsmuni
bænda, það er alveg ljóst. en það
skal tekið fram að þetta á ekki við
um allar kjötafurðastöðvar. Jafn-
framt er óskiljanlegt af hverju
Landssamtök sláturleyfishafa eru
ekki sterkari talsmenn á móti inn-
flutningi á kjöti, sem ætti að vera
eitt af þeirra aðal áhersluatriðum.
Kannski er það af því að sumar af-
urðarstöðvar eru bæði að éta kök-
una og halda henni. Bændur sem
eiga afurðastöðvar þurfa að ganga
fram með fordæmi, í breiðri sam-
vinnu, og láta afurðastöðvar sínar
hætta að vera þátttakendur í inn-
flutningi á kjöti. Með því væru
þær að setja hagsmuni bænda og
atvinnusköpunar í fyrsta sætið. Í
framhaldi er hægt að gera kröfu á
fulltrúa afurðastöðva í Landssam-
tökum sláturleyfishafa að vinna
gegn innflutningi á kjöti og leggjast
á árar íslenskrar framleiðslu.
Ég er heldur ekki viss um að óskil-
yrt undanþága frá samkeppnislög-
um leysi allan vanda á einu bretti.
Slík undanþága ætti meiri rétt á sér
ef skorið væri á streng innflutnings
um leið og markmið samstarfs væri
að flytja afurðir úr landi en ekki
flytja úrbeinað kjöt inn í landið.
Undanfarin ár hefur eignarhald á
afurðastöðvum færst á færri hend-
ur og það hefur ekki skilað sér til
bænda með verðhækkunum. Þess
vegna er ég ekki sannfærður um að
heimild til meiri samvinnu skili sér
alla leið til bænda, sem ætti að vera
algjört forgangsatriði, nema að vel
ígrunduðu máli.
Íslensk framleiðsla er atvinnulífi
og landsbyggðinni mjög mikilvæg.
Stór hluti matvöruframleiðslu fer
fram á landsbyggðinni og oft eru
þessi fyrirtæki máttarstólpar at-
vinnulífs smærri samfélaga. Þetta
má heimfæra yfir á alla framleiðslu
á Íslandi, hvort sem það er iðnaður,
þjónusta, orkuiðnaður eða annað.
Við viljum skapa atvinnu og öfl-
ug íslensk fyrirtæki sem geta sinnt
innanlandsmarkaði sem og selt úr
landi framleiðslu sína. Með því
tryggjum við fæðuöruyggi á sama
tíma og við sköpum gjaldeyri fyrir
þjóðarbúið.
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Höf. er frambjóðandi í 3. sæti próf-
kjörs Framsóknarflokks í
Norðvesturkjördæmi.
Meingallað kerfi
afurðastöðva
Flutti heim og kennir söng í Stykkishólmi
Sylvía kennir söng við Tónlistarskólann í Stykkishólmi og er að fara af stað með
söngnámskeið í Grundarfirði.
Sylvía Rún Guðnýjardóttir söngkona í Grundarfirði.
leiki að flytja hingað aftur, sem er
frábært,“ bætir hún við. Auk þess
að kenna söng er Sylvía að syngja
í kirkjunni Catch the fire í Reykja-
vík alla sunnudaga. Söngnámskeið-
ið sem Sylvía er að fara af stað með
í Grundarfirði er ætlað 17 ára og
eldri og verður kennt tvö kvöld í
viku aðra hverja viku í Samkomu-
húsinu í Grundarfirði. „Ég ákvað
að hafa ekki fleiri en fimm á nám-
skeiðinu bæði útaf Covid og svo þá
getum við haft námskeiðin styttri.
Við munum byrja klukkan 19:30 og
vera til klukkan 22:00,“ segir hún.
Áhugasamir geta fundið Sylvíu á
Facebook og haft þar samband við
hana. arg/ Ljósm. tfk.
Framkvæmdum miðar vel við
nýja þjóðgarðsmiðstöð