Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 19 Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við sóttvarnalækni hefur útbúið bólusetningardagatal vegna Co- vid-19, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um afhendingu bólu- efna og áætlanir þar að lútandi. Dagatalinu er ætlað að gefa fólki vísbendingu um hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í einstökum forgangshópum. Dagatalið er birt með fyrirvara, enda að hluta til um áætlun að ræða sem mun taka breytingum. Gangi forsendur eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkom- andi. Þrjú bóluefni eru með markaðs- leyfi og í notkun hér á landi. Þetta eru bóluefni Pfizer, AstraZeneca og Moderna. Fyrir liggur staðfest áætlun um afhendingu þessara lyfja til loka mars. Þá liggur einnig fyrir að þessir framleiðendur áforma að hafa fyrir lok júní afhent bóluefni fyrir samtals 190.000 einstaklinga. Áætlun um þrjú bólu- efna til viðbótar Á grundvelli evrópusamstarfs hef- ur Ísland gert samninga um kaup á Curavac og Janssen til viðbót- ar þeim þremur efnum sem þegar eru komin með markaðsleyfi. Þá er evrópusambandið að ljúka samn- ingi um bóluefni Novavax sem Ís- land fær hlutdeild í. Öll þessi lyf eru komin í áfangamat hjá evr- ópsku lyfjastofnuninni og þess vænst að þau fái markaðsleyfi innan tíðar. Í samningum um þessi bólu- efni kemur fram hve mikið fram- leiðendur þeirra áætla að geta af- hent á öðrum ársfjórðungi, þ.e. fyr- ir lok júní. Bólusetningardagatal- ið tekur mið af þessum upplýsing- um en gögn hvað þetta varðar eru birt með fyrirvara um að markaðs- leyfi liggja ekki fyrir og staðfestar afhendingaráætlanir ekki heldur. Reglubundin uppfærsla bólusetningardagatal Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við sóttvarnalækni mun uppfæra bólusetningardagatal eftir því sem bólusetningunni vindur fram og eftir því sem nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra. mm Á aðalfundi Knattspyrnufélags ÍA síðastliðinn fimmtudag voru þrír nýir stjórnarmenn kosnir inn í níu manna stjórn félagsins. Magnús Guðmundsson lét af formennsku eftir sjö ára setu og við keflinu tók eggert Herbertsson, fimmtugur einarður áhugamaður um knatt- spyrnu. Auk hans komu ný í stjórn Brandur Sigurjónsson og Lára Dóra Valdimarsdóttir auk þess sem Ívar Orri Kristjánsson tók sæti í barna- og unglingaráði. Í samtali við Skessuhorn kveðst eggert vera spenntur fyrir nýju verkefni og áskorun, en hann er ekki alveg ókunnur slíku starfi. „Ég hef reyndar einu sinni áður gegnt starfi formanns knattspyrnufélags. Það var í heimabyggð minni Ólafsvík og félagið var Víkingur. Þar kynnt- ist ég því að starfa í áhugamanna- félagi en lét svo af formennsku þar þegar ég hóf nám í Háskólanum á Bifröst hausti 1997.“ eggert segir að áhuginn fyrir enska boltanum hafi sífellt verið að ágerast. „Bestu stundir lífs míns eru þegar liðið mitt Liverpool sigrar andstæðinga sína. Þegar ég flutti á Akranes fyr- ir sautján árum var það svo nánast sjálfgefið að halda með ÍA í boltan- um og lít ég svo á að ímynd Akra- ness og ÍA sé algjörlega samofið í huga landsmanna. Því skiptir ár- angur í knattspyrnunni máli bæði inná við í samfélaginu sem og útá- við. Allir þekkja ÍA, þessa gulu og glöðu,“ segir eggert. Formaður leiðir fólk saman Þegar rætt var við eggert á mánu- daginn var hann rétt að klára af- mælisfrí, en hann varð fimmtugur fyrr í mánuðinum. Ingibjörg Valdi- marsdóttir framkvæmdastjóri Rit- ari er eiginkona hans en saman eiga þau og reka ferðaþjónustufyrirtæk- ið StayWest. eggert er auk þess hluti af stjórnendateymi Tölvu- þjónustunnar ehf. Börnin eru að vaxa úr grasi og segist eggert ekki kvíða því að nýtt hlutverk formanns ÍA setji allt á hliðina hjá sér. „Störf að félagsmálum eru yfirleitt gefandi og skemmtileg, ekki síst þegar þau tengjast svona með beinum hætti áhugamálinu. Hlutverk formanns er að leiða fólk saman til lausna. engu að síður er í stóru og fjöl- mennu félagi eins og KFÍA margs að gæta. Allir þurfa að vera meðvit- aðir um jafnan hlut kynjanna í æf- ingum og keppni, æskulýðsstarfið er mikilvægt ekki síður en afreks- starfið. Það þarf að samhæfa störf allra til að starf í fjölmennu félagi gangi eins vel og kostur er,“ segir eggert. Hann undirbýr nú fyrsta stóra verkefni sitt sem formaður, en um næstu helgi verður ársþing KSÍ haldið og að sjálfsögðu með þátttöku KFÍA. Byggja upp á öllum vígstöðvum eggert segist taka við góðu búi í félaginu. „Það tókst með ótrú- lega samstilltu átaki margra á síð- asta ári að snúa tapi í rekstri KFÍA við og félagið var gert upp með lít- ilsháttar hagnaði nú um áramót- in. „Það er ótvíræður varnarsig- ur að mínu áliti. Félagið býr vel af að hafa ráðið Geir Þorsteinsson í starf framkvæmdastjóra fyrir um ári síðan og mér finnst hann hafa verið að blómstra í því. Auðvitað hefur hann ekki verið í neinni vin- sældakosningu innan félagsins þeg- ar þurft hefur að skera niður kostn- að hvarvetna, lækka laun og selja frá félaginu efnilega leikmenn. en þetta er það sem til þurfti og nú er framundan að byggja áfram upp félagið á öllum vígstöðvum. Ég bara hlakka til þess ásamt öðr- um í stjórn, iðkendum, foreldrum, starfsfólki félagsins og samfélaginu hér á Akranesi,“ segir eggert að endingu. mm „Tek við spennandi og krefjandi verkefni“ Eggert Herbertsson kosinn formaður Knattspyrnufélags ÍA Þau Eggert og Ingibjörg reka saman ferðaþjónustufyrirtækið StayWest sem þau eru hér að kynna á ferðakaupstefnu fyrir nokkrum árum. Ljósm. úr safni. Eggert Herbertsson. Bólusetningardagatal vegna Covid-19 Hér má sjá áætlun um bólusetningu landsmanna. Fyrir lok júní er gert ráð fyrir að flestir hafi fengið bóluefni.Bólusett.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.