Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 20218
Aflatölur fyrir
Vesturland
13. til 19. febrúar
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 28.643 kg.
Mestur afli: eskey ÓF-80:
18.399 kg. í fjórum löndunum.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 26.570 kg.
Mestur afli: Rán SH-307:
19.204 kg. í þremur löndunum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 410.127 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH-12:
84.018 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 16 bátar.
Heildarlöndun: 529.600 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH-137: 67.263 kg. í fjórum
löndunum.
Rif: 19 bátar.
Heildarlöndun: 761.319 kg.
Mestur afli: Saxhamar SH-50:
94.029 kg. í fimm löndunum.
Stykkishólmur: 6 bátar.
Heildarlöndun: 30.331 kg.
Mestur afli: Þórsnes: 8.305 kg.
í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Tjaldur SH-270 RIF:
85.440 kg. 8. feb.
2. Sigurborg SH-12 GRU:
84.018 kg. 9. feb
3. Örvar SH-777 RIF: 77.654
kg. 6. feb.
4. Harðbakur EA-3 GRU:
74.070 kg. 8. feb.
5. Farsæll SH-30 GRU: 73.285
kg. 10. feb.
-frg
Rásaði við
Hafnarfjall
VESTURLAND: Á sunnudag
var tilkynnt um rásandi bíl á veg-
inum við Hafnarfjall. Lögreglu-
menn stöðvuðu ökumanninn og
reyndist hann bæði undir áhrif-
um áfengis og lyfja. Hann var
handtekinn og fór mál hans hefð-
bundna leið í kerfinu. -frg
Enn skemmdar-
verk í Garðalundi
AKRANES: Um síðustu helgi
bárust tilkynningar tvo daga í
röð um eignaspjöll og skemmdir
á salernisaðstöðunni við Garða-
lund á Akranesi. Rammt hef-
ur kveðið að skemmdarverkum
á þessum stað undanfarnar vikur
og mánuði. Seinni tilkynningin
innihélt bílnúmer geranda og er
lögregla að vinna í málinu. -frg
Sólin þyngir bens-
ínfótinn
VESTURLAND: Að sögn lög-
reglu á Vesturlandi hefur orðið
greinileg aukning í hraðasektum í
umdæminu. Segir jafnframt að al-
gengt sé að ökumenn mælist á 110
til 120 kílómetra hraða. er greini-
legt að bensínfótur ökumanna
þyngist með hækkandi sól. -frg
Eldur í bifreið
HVANNEYRI: Árla í gærmorgun
barst Neyðarlínu tilkynning um eld
í bíl á Hvanneyri. Slökkviliðsmenn
náðu með snarræði að slökkva eld-
inn og koma þannig í veg fyrir mik-
ið tjón. Að sögn lögreglu skapað-
ist engin útbreiðsluhætta af völdum
eldsins. Talið er að eldurinn hafi átt
upptök í rafkerfi bílsins. -frg
Síðastliðinn fimmtudag lauk fram-
kvæmdum við 80 metra lengingu
Norðurgarðsins í Ólafsvík. Með
táknrænum hætti lauk Björn Arn-
aldsson hafnarstjóri verkinu með
því að fara upp í gröfu verktakans
og leggja síðasta steininn í garðinn.
Það er verktakafyrirtækið Grjót-
verk ehf. frá Hnífsdal sem unnið
hefur að þessum framkvæmdum frá
því í nóvember 2019. Hafa fram-
kvæmdirnar tekist vel og er garður-
inn vel byggður. Hann hefur þegar
sannað gildi sitt, eykur öryggi í inn-
siglingunni til hafnarinnar og skap-
ar meiri kyrrð innan hafnarinn-
ar. Nú á verktakinn aðeins eftir að
leggja rafmagn fram á enda garðs-
ins og ganga frá í grjótnámunni fyr-
ir ofan Rif þar sem allt efni i garð-
inn var tekið.
Garðurinn er um 16 metra hár
frá botni og upp á efstu brún og um
40 metra breiður niður við botn.
Heildarmagn af grjóti sem fór í
garðinn er um 57.000 rúmmetr-
ar og er kostnaður við verkið 185
milljónir króna.
Framkvæmdum við Ólafsvíkur-
höfn er þó ekki lokið en hafnar-
stjórn Snæfellsbæjar hefur nú þegar
óskað eftir tilboðum í næsta verk-
efni sem er endurbygging Norður-
tanga. Helstu verkþættir í því verki
eru að brjóta og fjarlægja kant, polla
og þekju á núverandi bryggju auk
jarðvinnu, uppúrtekt, fyllingu og
þjöppun. Þilskurður fyrir stálþils-
rekstur verður 128 metrar. Reka á
niður 94 tvöfaldar stálþilsplötur
og ganga frá stagbitum og stögum.
Steyptur verður 130 metra langur
kantbiti með pollum, kanttré, stig-
um og þybbum. Þessum verkáfanga
skal lokið eigi síðar en 31. október
2021.
þa
Samkomutakmarkanir voru rýmk-
aðar í dag samkvæmt ákvörðun
heilbrigðisráðherra, að fengnu áliti
sóttvarnalæknis. Fjöldatakmarkanir
fara úr 20 manns í 50 með ákveðn-
um undantekningum. Heim-
ilt verður að taka á móti 200 við-
skiptavinum í einu í verslunum, á
söfnum, í kirkjum og á tiltekna við-
burði, að uppfylltum skilyrðum um
fermetrafjölda. Áfram gildir tveggja
metra reglan og grímuskylda. 200
manns mega vera viðstaddir sitj-
andi athafnir trú- og lífsskoðunar-
félaga, sviðslistar,- menningar- og
íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrir-
lestra og sambærilega viðburði að
uppfylltum skilyrðum. Nándar-
mörk milli ótengdar aðila er einn
metri, að uppfylltum skilyrðum.
Gestir mega ekki sitja andspæn-
is hvor öðrum nema meira en tveir
metrar séu á milli. Skrá þarf þátt-
töku allra gesta þar sem fram kem-
ur nafn, kennitala og símanúmer.
Allir skulu bera grímu. Hlé á sýn-
ingum verða heimil en áfengisveit-
ingar og áfengissala verður óheimil
á viðburðum og koma skal í veg fyr-
ir hópamyndanir fyrir og aftir við-
burði og í hléi. ef ekki er hægt að
uppfylla öll skilyrðin gildir reglan
um 50 manna hámarksfjölda.
Á íþróttaviðburðum verður
heimilt að hafa allt að 200 áhorf-
endur í sæti, séu öll skilyrði hér
að framan uppfyllt. ef áhorfend-
ur eru standandi gildir 50 manna
hámarksfjöldi. Sund- og baðstaðir
mega taka á móti 75% af leyfileg-
um hámarksfjölda. Heilsu- og lík-
amsræktarstöðvar mega ennig taka
á móti 75% af leyfilegum hámarks-
fjölda en í hverju rými mega að há-
marki vera 50 manns. Heimilt er að
taka á móti 75% hámarksfjölda af
móttökugetu skíðasvæða. Á veit-
ingastöðum með áfengisveitingar
er leyfilegur hámarksfjöldi í rými
50 manns og heimilt er að taka á
móti viðskiptavinum til kl. 22:00 en
allir skulu vera farnir kl. 23:00.
Reglur í skólum
Í skólum verður heimilaður há-
marksfjöldi nemenda 150 í hverju
rými og blöndun milli sóttvarnar-
hólfa heimil á öllum skólastigum.
Nándarmörk skulu vera einn metri
í stað tveggja og gildi það um bæði
nemendur og starfsfólk. ef ekki
er unnt að virða eins metra nánd-
armörk skal bera grímu. Foreldr-
um, aðstandendum og öðrum ut-
anaðkomandi verður nú heimilt að
koma inn í skólabyggingar á öllum
skólastigum nema háskólastigi, að
uppfylltum reglum um sóttvarn-
ir. eins og verið hefur gilda eng-
ar fjöldatakmarkanir um nemend-
ur í leikskólum og eru þeir undan-
skildir reglum um fjarlægðarmörk
og grímunotkun. Í grunnskólum
verður heimilt að hafa 150 nem-
endur saman í rými en eins og áður
eru nemendur í grunnskóla undan-
skildir reglum um fjarlægðarmörk
og grímunotkun.
Í tónlistarskólum skal taka mið
af sambærilegum skólastigum. Við-
burðir í leik,- grunn- og framhalds-
skólum og í tónlistarskólum verða
heimilir í skólabyggingum en virða
skal fjölda- og nálægðarmörk sem
gilda á viðkomandi skólastigi.
arg
200 manns mega vera viðstaddir sitjandi athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga,
sviðslistar,- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambæri-
lega viðburði að uppfylltum skilyrðum. Ljósm. úr safni.
Rýmkaðar samkomutakmarkanir
tóku gildi í dag
Lokið við lengingu Norðurgarðs og endurbygging
Norðurtanga á dagskrá
Eftir að lagður var síðasti grjóthnullungurinn í garðinn var myndataka. Hér eru
Kristinn Jónasson bæjarstjóri, Björn Arnaldsson hafnarstjóri, Ragnar Berg og
Agnar Ebeneser, eigendur Grjótverks.
Framkvæmdum við Norðurgarðinn er nú lokið.