Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202120 Alþingi samþykkti í dag þings- ályktunartillögu um fjölbreytt- ar aðgerðir gegn raka- og myglu- skemmdum í fasteignum. Aðgerð- irnar eru í sex liðum og miða að því að koma í veg fyrir slíkar skemmd- ir og auka réttindavernd þeirra sem verða fyrir tjóni af þeirra völdum. Í greinargerð þingsályktunarinnar kemur fram að rakaskemmdir og mygla af völdum þeirra sé nokkuð útbreitt vandamál á Íslandi. Veðr- áttan hér sé sérstök og því fá for- dæmi um hvernig skuli bregðast við þessum vanda. Því sé nauðsynlegt að stjórnvöld reyni eftir fremsta megni að draga úr þeim neikvæðu afleiðingum sem rakaskemmdir og mygla hafi í för með sér. Þingflokkur Pírata, auk þing- manna úr Flokki fólksins og Sjálf- stæðisflokki, stóðu að málinu sem var samþykkt á þingfundi í gær. Auk þeirra undirrituðu allir með- limir velferðarnefndar Alþingis nefndarálit um málið. Með sam- þykktinni felur Alþingi félags- og barnamálaráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum til að uppræta og koma í veg fyrir tjón vegna raka- skemmda í fasteignum. Það skuli gert með því að: Auka réttindavernd þeirra sem 1. verða fyrir tjóni vegna raka- skemmda. efla sjálfstætt eftirlit með 2. prófunum á byggingarefni áður en það er tekið í notkun hér á landi. efla þekkingu fagaðila á raka-3. skemmdum og forvörnum tengdum þeim. Gera aðgengilegar á miðlæg-4. an hátt upplýsingar um fram- kvæmdir á húsnæði. Taka upp jákvæða hvata fyr-5. ir tryggingafélög til að tryggja húsnæði gegn rakaskemmd- um. Taka upp jákvæða hvata fyrir 6. fasteignaeigendur til að koma í veg fyrir og uppræta raka- skemmdir á eldra húsnæði. Fjöldi flýr mygluna Halldóra Mogensen, þingmað- ur Pírata og fyrsti flutningsmað- ur tillögunnar, hefur sjálf reynslu af rakaskemmdum. Hún er meðal þeirra fjölda Íslendinga sem hefur þurft að yfirgefa heimilið sitt vegna myglu, með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „eftir að ég fór að láta mig þessi mál varða kom fljótt í ljós að vandamálið er miklu stærra en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég hef varla haft undan að kynna mér reynslusögur þeirra sem hafa komið að máli við mig,“ seg- ir Halldóra. Hún fagnar niðurstöð- unni og segist telja að nú sé kom- inn grundvöllur að mjög þörfum endurbótum í þessum málaflokki. „Þó þessi lífsreynsla hafi verið erf- ið get ég glaðst yfir því að hún skili sér í auknum réttindum fólks sem hefur svipaða sögu að segja og ég. Það gerir þetta allt þess virði,“ seg- ir Halldóra Mogensen. mm Í Safnahúsi Borgarfjarðar stend- ur nú yfir sýning á verkum sem þeir Lúkas Guðnason og Sigur- jón Líndal Benediktsson, í daglegu tali kallaður Jónsi, unnu fyrir hlað- varpsþáttinn Myrka Ísland. Lúk- as og Jónsi eru báðir úr Borgar- firði, fæddir árið 2004. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í Safnahúsið þar sem hann skoðaði sýninguna þeirra og ræddi við listamennina um verk- in þeirra og listina. Velur blýantinn Aðspurður segist Lúkas kjósa blý- antinn frekar en málninguna en hann hefur verið að teikna frá því hann var um fjögurra ára gamall. „Ég byrjaði samt ekki að teikna af neinni alvöru fyrr en ég var svona tólf ára. Þá fór ég að teikna eigin- lega á hverjum degi. Ég er frek- ar vanafastur og lítið fyrir að prófa nýtt svo ég held mig við blýantinn en nota stundum kol líka,“ segir Lúkas og brosir. Hann segist mest teikna myndir af fólki. „Ég er lít- ið að teikna dýr eða náttúruna. Mér þykir bara skemmtilegast að teikna manneskjur,“ segir hann. Spurð- ur hvort listaáhuginn komi úr fjöl- skyldunni segir hann: „Það eru ekk- ert margir listamenn í fjölskyldunni en amma mín er mikið að mála og bróðir hennar var líka mjög list- rænn svo ætli ég hafi þetta ekki úr fjölskyldunni hans pabba,“ svarar hann. Gerir eiginlega allt Jónsi hefur verið að teikna og mála síðan hann man eftir sér en byrj- aði einnig af fullri alvöru um tólf ára aldurinn. „Þá fór ég að hugsa að þetta væri kannski eitthvað sem ég gæti gert og unnið við í fram- tíðinni,“ segir Jónsi sem er í dag á listnámsbraut við Verkmennaskól- ann á Akureyri. Til að byrja með var hann mikið að teikna fólk en í dag er hann farinn að prófa ýmis- legt nýtt. „Ég teikna bara allskonar núna; náttúru, blóm, fólk og eigin- lega hvað sem er, nema ekki dýr,“ segir hann og hlær. Aðspurður seg- ist Jónsi bæði teikna og mála. „Ég geri eiginlega allt,“ svarar hann en Jónsi hefur mikið verið að teikna með tússlitum, akrýl málningu, tré- litum, olíulitum, pennum, bleki og kolum. Myrka Ísland eins og segir hér að framan voru verkin á sýningunni í Safnahúsi Borgarfjarðar unnin fyrir hlað- varpsþáttinn Myrka Ísland. en í þeim þætti segir sagnfræðingur- inn Sigrún elíasdóttir frá atburð- um sem gerðust á tíma sem lítið er til af myndum frá. Hafði hún þá samband við Lúkas og Jónsa um að teikna myndir fyrir kynningarefni þáttanna. en hvernig er að teikna myndir svona eftir pöntunum? „Það er eriftt að vita hvar maður á að byrja, en annars er alveg misjafnt hversu erfitt það er,“ svara þeir. „Ég byrja oftast á að skissa upp allskon- ar þar til ég hitta á eitthvað sem mér líkar við og held þá áfram með það,“ segir Lúkas og Jónsi tekur undir það. Drungalegar myndir Myndirnar sem þeir teikna fyrir hlað- varpsþættina eru frekar drungaleg- ar en spurðir hvort þeir séu mikið að teikna síkar myndir svara Lúkas því játandi en Jónsi segist minna vera í því. „Ég er mjög hrifinn af því sem er drungalegt og kannski ekki alltaf bara happí og æðislegt. Ég reyni samt al- veg stundum að gera eitthvað aðeins gleðilegra, sérstaklega því amma á svo erfitt með hvað myndirnar mín- ar eru krípí. Hún biður mig stundum um að teikna líka eitthvað fallegt,“ segir Lúkas og hlær. „Ég er alveg að teikna drungalegar myndir líka en ekki svona mikið eins og Lúkas. Ég geri alveg bæði,“ segir Jónsi. Hægt er að skoða sýningu á verk- um þessara listamanna hjá Safnahúsi Borgarfjarðar, þá mun sýningin fara á ferð um Vesturland. Hún verður sett upp á Bókasafni Akraness, Snorra- stofu í Reykholti, Vínlandssetrinu í Búðardal og í Frystiklefanum í Rifi. arg Sigurjón Líndal Benediktsson og Lúkas Guðnason sýna verk sín í Safnahúsi Borgarbyggðar. Ungir listamenn sýna verk í Safnahúsi Borgarfjarðar Halldóra Mogensen er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Hún hefur sjálf lent í að flýja raka- og mygluskemmdir. Fjölbreyttar aðgerðir gegn raka- og mygluskemmdum í fasteignum Mygla í íbúðar- og atvinnuhúsnæði getur orsakað alvarlegan heilsubrest.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.