Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 13
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
Lagnaþjònusta
Vesturlands ehf.
Alhliða þjónustufyrirtæki
á sviði pípulagna
Sendu okkur verkbeiðni à
lagnavest@gmail.com eða hafðu samband
við okkur í síma 787-2999
Ljósmæður og starfsfólk fæðing-
arþjónustu Landspítala tóku í síð-
ustu viku á móti fyrstu Köku árs-
ins 2021. Það var Landssamband
bakarameistara sem að venju efndi
til árlegrar keppni um Köku ársins.
Sigurvegari í keppninni var Garð-
ar Sveinn Tranberg, bakarameist-
ari hjá Bakarameistaranum, og er
kaka Garðars Góu hraunkaka með
karamellumús og ferskju- og ástar-
aldinfrómas. Sala á kökunni hófst
svo í bakaríum félagsmanna Lands-
sambands bakarameistara síðastlið-
inn fimmtudag í tilefni konudagsins
sem var sunnudaginn á eftir. mm
Í gær kom út önnur útgáfa af Áfanga-
staðaáætlun Vesturlands sem gildir
fyrir árin 2021-2023. Í henni er sett
fram áætlun um áherslur, uppbygg-
ingu og þróun ferðamála í lands-
hlutanum næstu þrjú árin. Um er
að ræða nokkurs konar stefnumót-
un og verkefnaáætlun sem nýtist
jafnt fyrirtækjum, sveitarfélögum
og öðrum sem láta sig málin varða.
Skýrslan er einungis gefin út á raf-
rænu formi og hægt er að nálgast
hana á vef Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi; ssv.is
Í inngangi Áfangastaðaáætlunar
kemur fram að hún sé gerð að frum-
kvæði stjórnvalda, en unnin af stoð-
þjónustu ferðamála á Vesturlandi
og í góðu samstarfi við sveitarfélög,
heimafólk og hagaðila. „Sambæri-
leg vinna við áfangastaðaáætlun fer
fram í öllum landshlutum,“ segir
Margrét Björk Björnsdóttir sviðs-
stjóri áfangastaða- og markaðsmála
hjá SSV sem jafnframt veitir Mark-
aðsstofu Vesturlands forstöðu.
„Markmiðið með áfangastaðaáætl-
un er að móta sameiginlega sýn og
samræmdar áherslur varðandi stýr-
ingu, skipulag og stefnu um þróun
ferðamála og uppbyggingu inn-
viða á tilgreindu svæði, og hér er
unnið með Vesturland. Þarna er að
finna framkvæmdaáætlun um þau
verkefni sem vilji er til að vinna
að næstu þrjú ár. Við gerð fyrstu
áætlunarinnar, sem kom út í janúar
2019, var lögð áhersla á að ná góðri
yfirsýn yfir stöðu mála á hverju
svæði og styðjumst við áfram við
þá greiningu sem unnin var þá, því
það er mjög erfitt að greina ástand
ferðamála eins og staðan er í dag.
Nýjar kannanir um stöðu ferða-
þjónustunnar eru eðli málsins sam-
kvæmt ekki til að byggja á, þar sem
ferðamenn hafa lítið verið á ferð-
inni síðastliðið ár og ástandið mjög
órætt og mismunandi hvað varðar
stöðu og rekstur ferðaþjónustufyr-
irtækja. en annað sem sett var fram
í fyrri áætlun breytist lítið, svo sem
náttúran og byggðamynstur, sér-
staða, sérkenni og menning svæðis-
ins. Í vinnu okkar við þau verkefni
sem sett voru fram í síðustu áætlun,
svo sem mörkun ferðaleiða á öllum
svæðum, hefur einnig verið mörk-
uð stefna um áherslur í innviða-
uppbyggingu og þróun ferðamála.
Með vitneskju um þennan vilja og
áherslur varðandi fjölmarga þætti
sem snúa að ferðamálum er hægt
að vinna markvisst að aukinni sam-
vinnu með áherslu á sérstöðu lands-
hlutans og eflingu allra svæða.“
Dvelji lengur og njóti
Í áfangastaðaáætlun er mörkuð
stefna og settar fram þær áherslur
og leiðir sem fyrirhugað er að hafa
að leiðarljósi við uppbyggingu,
framþróun og stýringu á hinum
ýmsu ferlum sem hafa áhrif á og
ráða þróun og gæðum áfangastað-
arins og atvinnugreinarinnar á um-
ræddu svæði. „Okkar markmið er
að fá ferðafólk til að dvelja lengur
og njóta lífsgæðanna í landshlut-
anum. Með því að setja þetta fram
með formlegum hætti eins og hér
er gert stuðlar áætlunin að jákvæð-
um framgangi ferðamála, sam-
ræmdri uppbyggingu innviða og
virkri vöruþróun, en er um leið
góður grunnur að aukinni sam-
kennd, samráði og samstarfi á Vest-
urlandi.“
Aðspurð segir Margrét Björk
um næstu skref, að nú fari af stað
kynning á nýrri áfangastaðaáætl-
un og að áhersla sé á að kalla eft-
ir virku samtali, samráði og sam-
starfi við hagaðila ferðamála á öll-
um svæðum á Vesturlandi til að
vinna að framgangi þeirra verkefna
sem sett eru fram í áætluninni. eft-
ir nokkra daga er stefnt að undir-
ritun samnings við ferðamálaráðu-
neytið um rekstur Áfangastaðastofu
Vesturlands. „Við munum kynna
það nánar þegar þar að kemur. Ég
hvet hins vegar fólk til að kynna sér
nýja Áfangastaðaáætlun. Í henni má
m.a. finna áfangastaðaverkefni sem
lúta að innviðauppbyggingu en
einnig áherslu- og þróunarverkefni
sem unnin verða með grasrótinni á
hverju svæði og snúa að framþróun
ferðaþjónustunnar á Vesturlandi.“
Stilla saman strengi
Þá segir Margrét Björk að með
áfangastaðaáætlun og stofnun
Áfangastaðastofu sé verið að leggja
meiri áherslu á stoðþjónustu og
ráðgjöf varðandi þróun og gæði
ferðamála og eflingu áfangastað-
arins Vesturlands. „Auk þess erum
við að halda áfram að efla markaðs-
setningu og kynningu á Vesturlandi
sem eftirsóknarverðum áfangastað
til að dvelja og njóta. Mikilvægt
er að allir sem málið varðar vinni
markvisst að þessum verkefnum
með virku samstarfi. Því leggjum
við áherslu á að efla samstarf við
sveitarfélög og hagaðila ferðamála
á Vesturlandi. Við viljum efla þró-
unarvinnu með ferðaþjónustunni
sjálfri og köllum því eftir virku sam-
tali og samstarfi við hagaðila ferða-
þjónustunnar og hvetjum alla til að
skrá sig í samstarf með okkur til að
taka þátt í þessum verkefnum. Þetta
er því mikilvægt plagg sem hjálpar
okkur til að stilla saman strengi og
vinna saman að uppbyggingu og
þróun áfangastaðarins Vesturlands
til að við getum glöð tekið á móti
gestum þegar ferðafólk fer aft-
ur að streyma til landsins eftir kó-
vid. Leiðarljósið okkar er að byggja
upp og fá til okkar góða gesti sem
geta ferðast um svæðið okkar og
notið allra þeira listisemda og lífs-
gæða sem hér eru „Vesturland – til
að dvelja og njóta,“,“ segir Margrét
Björk að lokum. mm
Byggðarráð Borgarbyggðar sam-
þykkti á fundi sínum síðastliðinn
fimmtudag að fela sveitarstjóra að
afla tilboða í úttekt á gamla slát-
urhúsinu í Brákarey og leggja fyr-
ir næsta fund byggðarráðs. eins og
fram kom í fréttum í síðustu viku
var umferð og notkun í húsunum
Brákarbraut 25 og 27 bönnuð frá
og með laugardeginum 13. febrúar
vegna alvarlegra athugasemda um
ástand hússins m.t.t. brunavarna og
öryggis. Í skýrslum eldvarnaeftir-
litsmanns og byggingafulltrúa, sem
birtar voru með fundargerð byggð-
arráðs, koma fram alvarlegar at-
hugasemdir við ýmsa galla vegna
ástands húsanna sem um ræð-
ir. Ljóst er að ráðast þarf í miklar
og kostnaðarsamar framkvæmd-
ir ef leyfa má starfsemi í húsunum
að nýju. Byggðarráð samþykkti
á fundi sínum á fimmtudaginn að
byrjað verði á því að kostnaðarmeta
þær endurbætur á húsnæðinu sem
nauðsynlegt er til að tryggja öryggi
þannig að mögulegt verði að heim-
ila starfsemi að nýju í húsunum. Í
kjölfar þeirrar úttektar verði hald-
inn fundur með öllum leigjendum
ásamt byggðarráði þar sem rædd
verði málefni hvers leigjanda fyr-
ir sig.
Þá kom fram í bókun á fundi
byggðarráðs að byggingafulltrúi
hefur heimilað að leigjendur sem
þurfi að komast inn í húsnæðið að
Brákarbraut 25 og 27 geti haft sam-
band við Ámunda Sigurðsson, verk-
stjóra í áhaldahúsinu. Leigjendur
geta haft samband við hann þegar
þeir þurfa að fara inn og sömuleiðis
verða þeir að láta hann vita þegar
þeir eru komnir út. Ámundi mun
halda skrá yfir ferðir í húsnæðið að
beiðni byggingarfulltrúa.
mm
Ljósmæður tóku á móti
fyrstu Köku ársins
Á myndinni eru, talið frá vinstri; Helgi Vilhjálmsson forstjóri Góu, María Guðrún
Þórisdóttir yfirljósmóðir, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, Garðar Sveinn Tranberg bakarameistari og Sigurbjörg Sigþórsdóttir
formaður Landssambands bakarameistara. Ljósm. bíg.
Áfangastaðaáætlun
Vesturlands komin út
Ætla að kostnaðarmeta
nauðsynlegar lagfæringar í Brákarey