Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202118 Þóra Karlsdóttir er listamaður sem er fædd og uppalin á Akureyri. Þeg- ar hún var búin að slíta barnsskónum fyrir norðan ákvað hún að koma á ver- tíð vestur á Snæfellsnes, varð ástfangin og ílengdist í Grundarfirði. Hún hefur farið víða og marga fjöruna sopið eins og fram kemur í viðtali við hana. Hún er núna flutt aftur í heimabæ sinn Ak- ureyri þar sem hún rekur vinnustofu í Listagilinu, en er jafnframt að koma upp gestavinnustofu í Grundarfirði. „Ég ólst upp í mjög skapandi umhverfi en mamma kenndi mér hannyrðir heimavið og pabbi var smíðakennari,“ segir Þóra er hún spjallar við fréttarit- ara Skessuhorns. „Ég eyddi miklum tíma í smíðastofunni hjá pabba en þar lærði ég að koma hugmyndum mín- um í fast form.“ Faðir Þóru var dug- legur að aðstoða hana við hinar ýmsu hugmyndir og leitaði hún oft til hans með hin ýmsu vandamál. „Það er ekki spurning hvort það sé hægt, það er bara spurning hvernig þú ætlar að gera það,“ sagði faðir Þóru alltaf við hana og þessi orð hefur hún að leiðar- ljósi í lífinu. Þóra segir að bjarsýni hafi alltaf fylgt henni út í lífið og hún hafi alltaf talið sig geta allt. „Svo er ég allt- af svo heppin,“ bætir hún við og segir að þannig hafi draumar hennar ræst. Sló til Þegar Þóra var tvítug fór hún á ver- tíð til Grundarfjarðar. „Ég ætlaði að dvelja þarna í tvo mánuði en áður en þeir voru liðnir var ég búin að finna ástina og árin urðu tíu.“ Hún vann fyrst í fiski og svo leysti hún af í sund- lauginni eitt haustið. Þar kynntist hún þáverandi skólastjóra grunnskólans sem sannfærði hana um að taka að sér kennslu í hannyrðum við skólann. „Við spjölluðum saman þegar hann var að koma í laugina og hann sá eitt- hvað í mér sem fékk hann til að bjóða mér þetta starf. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en sagði bara já og hugsaði að ég kynni nú flest varðandi handavinnu,“ en Þóra segist þeim eig- inleikum gædd að hafa ekkert áhyggj- ur af hlutunum fyrirfram og hafi því slegið til. „Þessi vetur var bæði erfið- ur og skemmtilegur en ég fékk góð- an stuðning frá samkennurum mín- um.“ Þóra setti svo upp handavinnu- sýningu að vori eins og faðir hennar hafði gert á árum áður. „Krakkarnir höfðu gert marga fallega hluti og ég var mjög stolt af þeim og sjálfri mér,“ segir hún. Skemmtilegast í náminu að teikna Á þessum tíma var engin hárgreiðslu- stofa í Grundarfirði og ákvað Þóra því að söðla um og læra hárgreiðslu í Iðnskólanum í Hafnarfirði. „Þar fékk ég líka að læra teikningu og var það langskemmtilegasta fagið. Á haustönn fékk ég níu í einkunn og á vorönn fékk ég tíu. Þarna fann ég mitt áhugasvið.“ Þóra lauk hárgreiðslunáminu og opn- aði stofu í Grundarfirði og byrjaði að klippa. „Ég verð nú að viðurkenna að ég var nú ekkert sérstaklega góður klippari. Mér fannst þessar beinu lín- ur frekar leiðinlegar þótt ég léti mig hafa það. Það heillaði mig mest að fá að skapa eitthvað á hausnum á fólki, flottar greiðslur og eitthvað frumlegt en það var blendinn áhugi hjá fólki fyrir því, flestir vildu bara sína hefð- bundnu klippingu.“ Það sem stendur uppúr hjá Þóru úr hárgreiðslunni var því þegar hún fékk að setja upp sýn- ingar og keppa í hárgreiðslu en það gerði hún bæði hér á landi og í Sví- þjóð. Tími ferðalaga og flutninga eftir tíu ár í Grundarfirði hafði fjölg- að talsvert í fjölskyldunni en Þóra eignaðist þríbura árið 1990 en fyrir átti hún eitt barn. Árið 1992 lá leið- in til Reykjavíkur þar sem hún lauk meistaranámi í hárgreiðslu og fór svo í iðnhönnun. „Það var að mörgu leyti spennandi nám en ég kláraði bara fyrsta árið. Þetta var of kassalega nám fyrir mig þannig að ég ákvað að halda mig við hárgreiðsluna í bili,“ segir Þóra er hún rifjar þetta upp. Hugur hennar leitaði oft til Svíþjóðar og árið 1994 ákváðu þau að slá til og flytjast búferlum þangað. „Svíþjóð er mjög barnvænt land og þarna áttum við frá- bæran tíma. Fyrrverandi eiginmaður minn var í námi og ég var að vinna á hárgreiðslustofu. Við fluttum svo til Spánar eftir fimm ár í Svíþjóð vegna vinnu og vorum þar í fjögur ár.“ Á Spáni skipti Þóra algerlega um starfs- vettvang og hætti að klippa og fór að vinna hjá Air Atlanta og vegna vinnu fluttu þau til Lúxemborgar eftir fjögur ár á Spáni. „eftir að við bjuggum í Sví- þjóð hætti ég alveg í hárgreiðslunni og hef ekki klippt eitt einasta hár síðan. Ég vann einungis hjá flugfélögunum. Var hjá Air Atlanta, Cargolux, Luxair og sænska flugfélaginu Westair. Þetta var skemmtilegur tími ferðalaga sem gaf tækifæri til að skoða heiminn.“ List og skíði eftir tæp tuttugu ár erlendis var enn komið að tímamótum hjá Þóru. Þrí- burarnir uppkomnir og fluttir að heiman og hún og Rúnar Russel eig- inmaður hennar ákveða að fara í sitt- hvora áttina. „Ég stóð á tímamótum er við skiljum 2012 og árið eftir ákvað ég að flytja aftur heim til Akureyrar. Tíminn hafði flogið áfram og þarna áttaði ég mig á því að ég hafði ver- ið í þrjátíu ár í burtu frá Akureyri og fannst tímabært að flytja heim.“ Hug- ur Þóru hafði leitað í listnám þeg- ar hún var ung en var gerð grein fyr- ir því heimafyrir að þannig gæti hún ekki séð sér farborða í framtíðinni. Það kom þó að því að hún lét þenn- an gamla draum sinn rætast. Samhliða vinnu hóf hún listnám í Luxemborg árið 2006 og svo útskrifaðist hún frá málaradeild evrópsku Lista-akademí- unni í Trier í Þýskalandi árið 2013. „Á þessum tímapunkti hafði ég sagt upp vinnunni og ætlaði einungis að snúa mér að listinni.“ Sama ár flutti Þóra til Íslands og settist að í heimabæ sínum Akureyri. „Listagilið í bænum heillaði mig alveg. Þar iðar allt af lífi og það er magnað hvernig Akureyringar hafa náð að ramma inn listasafn og önnur skapandi rými við sömu götuna. Það eru um það bil eitt hundrað listamenn sem lifa og starfa í bænum.“ Það var þó ekki það eina sem dró Þóru til Ak- ureyrar. „Annað aðdráttarafl fyrir mig var Hlíðarfjall. Skíðabrekkurnar í tíu mínútna fjarlægð frá miðbænum og allt í göngufæri. Það er erfitt að finna bæjarfélag sem toppar þetta allt,“ seg- ir hún. Heillaðist í París Árið 2016 stofnaði Þóra ArtAk ehf. en markmið félagsins er að reka skapandi rými þar sem margir listamenn deila vinnustofum og eru með sameigilegt listagallerý ásamt því að vera í menn- ingartengdri ferðaþjónustu. „Þegar ég var í listnámi fór bekkurinn minn í listasöguferð til Parísar. Þar kom ég í húsnæði þar sem margir listamenn deildu vinnurými á 59 Rue De Rivoli og þar kviknaði hugmyndin að Artak,“ rifjar Þóra upp. „Það var ótrúlega áhugavert að koma í þetta stóra hús á mörgum hæðum, fá að hitta marga listamenn undir sama þaki og skoða hvað þeir voru að vinna að, spjalla og skoða fullkláruð verk þeirra. Þetta var töfrum líkast og ótrúlega mögnuð orka og stemning á svona stað,“ bæt- ir hún við. „Ég hef alltaf verið knúin þeirri þörf að láta draumana rætast, full bjartsýni leigði ég húsnæði og keyrði þetta í gang en því miður gekk ekki nógu vel að fá listamenn í rýmið og þurfti ég því að flytja aftur í vinnustofu mína í Listagilinu og einbeita mér aftur að menningartengdri ferðaþjónustu,“ segir Þóra. „Ég hef þó ekki leiðsagt í einni einustu ferð síðan í lok 2019 út af kóvíd,“ bætir hún við. ArtAk350 Hugur Þóru hefur þó einnig leitað vestur í Grundarfjörð og árið 2020 festi ArtAk ehf. kaup á litlu húsnæði í Grundarfirði. „Ég á mjög sterka teng- ingu við Grundarfjörð. Þarna eignað- ist ég þríburana mína sem er stærsti viðburður lífs míns sem hefur verið mér innblástur í mörg verka minna. Til dæmis verkið „Þríhöfði við haf- ið“ sem var útilistaverk í Grundar- firði 2019. Þar á ég líka marga góða vini sem mér þykir vænt um,“ segir Þóra er hún hugsar til Grundarfjarð- ar. „Þarna átti ég tíu góð ár og mig langaði að gefa eitthvað til baka til samfélagsins. Mér fannst vanta meiri fjölbreytni í list og menningu í fjörð- inn fagra en lífið er ekki bara fiskur.“ Þóra festi því kaup á þessu húsnæði eins og áður sagði og opnaði gesta- vinnustofu undir heitinu ArtAk350. „Hugmyndin er að listamenn hvað- an sem er úr heiminum geta leigt að- stöðuna í Grundarfirði og unnið að listinni og sett upp sýningar. Ég hef sjálf dvalið á slíkum gestavinnustof- um hér heima og erlendis og það er ótrúlega áhugavert að skapa list í nýju og framandi umhverfi,“ segir Þóra er hún útskýrir hvernig þetta virkar. Að- sóknin í gestavinnustofuna hefur verið ágæt og hafa nokkrir listamenn dvalið í Grundarfirði og haldið sýningar eða opnað vinnustofuna að dvöl lokinni. „erlendir listamenn eru í meirihluta en þó hafa nokkrir norðlenskir lista- menn dvalið hérna við góðan orðstír.“ Öllum er frjálst að sækja um vinnuað- stöðu í gestavinnustofunni. Styrkjaár ArtAk350 hefur hlotið nokkra styrki upp á síðkastið sem munu koma sér vel í uppbyggingunni sem framund- an er. „Árið 2020 var ár umsókna hjá mér. Það er mikil vinna við þessar styrkjaumsóknir en þær þurfa að vera frambærilegar til að skila einhverju. Þetta er allt gert uppá von og óvon. Fyrir vikið er það afskaplega ánægju- legt þegar vel gengur og nú þegar hafa nokkrir styrkir skilað sér í hús,“ seg- ir Þóra er hún hugar að framtíðinni. „Meðal annars fengum við styrk frá Grundarfjarðarbæ og Uppbygging- arsjóði Vesturlands sem styður vel við starfsemina. einnig höfum við fengið evrópustyrk í samstarfi við Rúmeníu sem felst í því að flytja inn rúmenska listamenn og eru tveir slíkir að koma á þessu ári. Svo er önnur umsókn um evrópustyrk í ferli og er á lokametr- unum og lítur vel út með framhald- ið. Það er í samstarfi við Portúgal og er mjög spennandi verkefni fyrir árið 2022,“ bætir hún við. „Framtíðar- markmiðið er svo að sem flestir lista- menn geti dvalið hérna á fullum styrk í gegnum evrópusambandið í sam- vinnu við þau lönd sem óska eftir sam- starfi.“ Þóra segir mikla vinnu fram- undan í leit að slíkum tækifærum. Heimamenn hafa tekið þessari skemmtilegu viðbót í flóru Grundar- fjarðar opnum örmum. „Grundar- fjarðarbær hefur verið mjög liðleg- ur að útvega húsnæði fyrir sýningar og viðburði og svo hafa þau Salbjörg Nóadóttir og Lúðvík Karlsson (Li- ston) verið mér ómetanlegur stuðn- ingur í þessu. Það vinna allir í sjálf- boðavinnu og það er ekki sjálfgefið og ber að þakka,“ segir Þóra. „Kóvíd 19 hefur þó sett strik í reikninginn en ég horfi björtum augum til framtíðar og trúi því að aðsókn eigi eftir að aukast,“ bætir Þóra við að lokum. tfk Þóra Karlsdóttir vinnur að listsköpun og gallerírekstri í Grundarfirði og á Akureyri „Ótrúlega áhugavert að skapa list í nýju og framandi umhverfi“ Þóra Karlsdóttir við listaverkið „Þríhöfði við hafið“ sem stóð á Framnesi í Grundarfirði árið 2019. Ljósm. sk. Kóreska listakonan Lee sem dvaldi um tíma í ArtAk350. Ljósm. sk. Í Listagilinu iðar allt af lífi og það er magnað hvernig Akureyringar hafa náð að ramma inn listasafn og önnur skapandi rými við sömu götuna.“ Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.