Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 202124 Öskudagurinn 2021 á leikskólanum Akraseli Við á leikskólanum Akraseli á Akra- nesi tókum öskudaginn með trompi. Öll börnin í eldri kjarnanum út- bjuggu sína eigin búninga. Ögrun- in var mikil og hugmyndirnar stór- ar. Það voru búin til fiðrildi, drekar, ljón, prinsessur, Ninjur, ofurhetjur og ýmislegt fleiri. Þegar öskudag- urinn sjálfur rann upp voru börn- in mjög spennt að fá að skarta sínu fegursta, sinni eigin hönnun. Veðr- ið var svo himneskt á Öskudaginn sem var mjög hentugt því vegna Covid slógum við köttinn úr tunn- unni úti á leikvellinum okkar. Þetta verkefni var ögrandi, skemmtilegt og skapandi og börnin okkar eru stútfull af hugmyndum. Verkefnið heppnaðist mjög vel, börnin voru stolt og ánægð með afraksturinn. Texti og myndir: Anney Ágústsdóttir, leikskólastjóri. Kári Leó útbjó Kamelljón sem breytir um lit. Fjóla Karen gerði handa sér Rikka úr hvolpasveitinni. Ýmis föt að verða að búningum. Grímur og fleiri fylgihlutir.Aron Logi sem Hulk buster. Sturla sjóræningi. Fannar Ninja. Börnin á Bergi í sínum búningum. Börnin á Kletti í sínum búningum. Börnin á Gljúfri í sínum búningum. Hreinn Ninja slær köttinn úr tunnunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.