Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 20212 Það er vor í lofti og verið að rýmka á samkomutakmörkunum. Við slík tímamót má búast við að einhverj- ir leggi land undir fót eftir laaanga inniveru og njóti þess sem landið hefur upp á að bjóða, nú eða styðji verslun og þjónustu í heimabyggð. Þá viljum við minna bílstjóra á að muna eftir sólgleraugunum þegar blessuð sólin hækkar á lofti. Á morgun er útlit fyrir hæga norð- læga og síðar breytilega átt. Léttskýj- að um landið sunnanvert og hiti 0-5 stig. Vægt frost fyrir norðan og dá- lítil snjókoma fyrir hádegi. Vaxandi suðaustanátt þegar líður á kvöld- ið og þykknar upp á Suður- og Vest- urlandi. Á föstudag er spáð sunn- an 8-15 m/s með rigningu og súld, en lítil úrkoma á Norður- og Austur- landi. Hiti 3-9 stig. Á laugardag er út- lit fyrir sunnan 13-20 m/s og rign- ingu, en þurrt að kalla norðaustan- lands. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar í veðri. Á sunnudag á að vera stíf suðvestan- átt og éljagangur, en þurrt norðaust- an- og austantil á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á mánudag er útlit fyrir suðvestanátt með lítilsháttar élj- um vestanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvaða útihúsalykt væri verst. Mjótt var á munum í toppsætun- um. 37% sögðu verstu lyktina vera í svínahúsum og 35% sögðu hana vera í loðdýrahúsum. 18% í hænsna- húsum, 4% í fjósum, 3% í hesthúsum og 2% sögðu verstu lyktina að finna í fjárhúsum. Í næstu viku er spurt: Hversu oft í viku borðar þú kjöt? Ágústa Einarsdóttir og Rut Rúnars- dóttir hafa verið lausnamiðaðar í umsjón heilseflingar fyrir 60 ára og eldir og öryrkja í Grundarfirði á tím- um Covid. Rætt er við Vestlendinga vikunnar í Skessuhorni í dag. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Framkvæmda- áætlun SNÆFELLSNES: Fram- kvæmdaáætlun Snæfellsness 2021-2025 vegna umhverf- isvottunar sveitarfélaganna fimm hefur verið birt. „Fram- kvæmdaáætlunin tekur m.a. mið af frammistöðu síðast- liðinna ára og svæðisbundn- um áhættuþáttum. Skjalið er eitt af því sem leggur grunn- inn að umhverfisvottunar- verkefni Snæfellsness og er lýsing á helstu umhverfis- og samfélagstengdum verkefnum sveitarfélaganna næstu fimm ára,“ segir í tilkynningu frá verkefnisstjóra umhverfisvott- unar Snæfellsness. „Íbúar og hagsmunaaðilar Snæfellsness eru hvattir til þess að kynna sér framkvæmdaáætlunina, hana má nálgast á vefsíðu um- hverfisvottunar Snæfellsness www.nesvottun.is“ -mm Vill banna lánshæfismat LANDIÐ: Inga Sæland for- maður Flokks fólksins hef- ur lagt fram á Alþingi frum- varp um breytingu á lög- um um persónuvernd, lög- um um neytendalán og lögum um fasteignalán. Frumvarpið leggur til að framvegis verði vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga, í því skyni að miðla þeim til annarra, bönnuð. Verði frum- varpið að lögum verður bann- að að miðla upplýsingum um t.d. vanskil og lánshæfi ein- staklinga. Það verður því ekki lengur hægt að fela þriðja að- ila að framkvæma lánshæfis- mat og í kjölfarið verða lán- veitendur sjálfir að leggja mat á lánshæfi neytenda. Auk þess er lagt til að framvegis megi ekki líta til upplýsinga um vanskil við gerð lánshæfismats ef búið er að afskrá kröfu af vanskilaskrá. -mm Úrelt lög felld úr gildi LANDIÐ: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hef- ur mælt fyrir frumvarpi um brottfall 25 laga á málasviði ráðuneytisins. Lögin, sem lagt er til að felld verði brott, hafa öll lokið hlutverki sínu en eru að formi til enn í gildi. elstu lögin eru frá árinu 1917. Flest lögin sem felld yrðu úr gildi eru sérlög um bæjarstjórnir í tilteknum bæjarfélögum og um kaupstaðarréttindi ein- stakra kaupstaða. Þannig er m.a. lagt til að fella úr gildi Lög um bæjarstjórn á Akranesi, nr. 45/1941 og Lög um kaupstað- arréttindi til handa Ólafsvík- urhreppi, nr. 34/1983. Með heildstæðum sveitarstjórnar- lögum er nú kveðið almennt á um stjórnskipan og stjórnar- hætti sveitarstjórna, hlutverk þeirra og stjórnun. Með sveit- arstjórnarlögum sem tóku gildi árið 1986 varð sú breyt- ing að bæir gátu orðið kaup- staðir að uppfylltum vissum skilyrðum svo ekki þarf lengur sérlög til. -mm eigendur eðalfisks ehf. í Borgar- nesi hafa gengið að kauptilboði Brimilshólma ehf. í allt hlutafé félagsins. Tilboðið er háð tiltekn- um fyrirvörum af hálfu beggja að- ila og niðurstöðu áreiðanleika- könnunar. Gert er ráð fyrir að nið- urstaða úr henni liggi fyrir á næstu vikum. eðalfiskur ehf. er 34 ára fyr- irtæki sem stofnað var í Borgarnesi þar sem það hefur verið rekið alla tíð. eðalfiskur sérhæfir sig í fram- leiðslu, sölu og dreifingu á ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxa- afurðum þar sem stór hluti afurða fyrirtækisins er seldur á erlendum mörkuðum. Jafnframt eru þessar afurðir vinsælar á innanlandsmark- aði ásamt reyktum silungi, reyktri egilssíld og graflaxsósu. Kaupverð er ekki gefið uppi í tilkynningu vegna kaupanna. „Á bak við Brimilshólma, sem kaupir eðalfisk, er öflugur hópur sem er að veðja á framtíðarsýn til sóknar á erlendum markaði og við höfum mikla trú á tækifærum á innanlandsmarkaði líka. Þetta er sami hópur og kom að kaupum á Norðanfiski ehf. á síðasta ári sem er sömuleiðis traust og gott félag sem þjónustar stóreldhús, verslanir og veitingastaði á innanlandsmarkaði. Ég vil þakka eigendum eðalfisks fyrir faglega vinnu í þessu sölufer- li,“ segir,“ Inga Ósk Jónsdóttir í tilkynningu fyrir hönd Brimilshól- ma ehf. „Rekstur eðalfisks á sér langa og farsæla sögu í Borgarnesi sem við erum stolt af og við fögnum því að kaupendur séu öflugur hópur og höfum við fulla trú að félagið muni halda áfram að vaxa og dafna með nýjum eigendum,“ segir Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri og einn af núverandi eigendum eðalfisks. mm Síðastliðið haust hófust fram- kvæmdir við nýjan sjóvarnar- garð meðfram Faxabraut á Akra- nesi. Garðurinn var breikkað- ur og hækkaður um tvo metra til að verja mætti væntanlega byggð á Sementsreitnum svokallaða fyr- ir ágangi sjávar. Grjótgarðurinn var boðinn út samhliða uppbygg- ingu Faxabrautar og er það Borg- arverk sem fékk verkið. Alls kost- ar það um hálfan milljarð króna og eru framkvæmdaraðilar Vegagerð- in, Akraneskaupstaður og veitufyr- irtæki. Framkvæmdir hafa gengið vel í vetur og er nú grjótvarnargarður- inn risinn eins og sjá má á með- fylgjandi loftmynd sem tekin var um helgina. Byrjað er að byggja upp nýja og hærri götu og þar með talin lagnavinna. Í byrjun septem- ber var lagður bráðabirgðavegur landmegin sem hefur nýst ágæt- lega framkvæmdaraðilum sem og öðrum ökumönnum. Umferð gangandi er hins vegar óheimil um svæðið. Samkvæmt útboðsgögnum á verkinu að verða lokið síðsum- ars og má vænta þess að þá muni Akraneskaupstaður bjóða út fleiri lóðir á Sementsreitnum. Þegar er búið að auglýsa lóðir efst á reitn- um, næst Suðurgötu. mm/ Ljósm. Jón Þórólfur Guðmundsson. Í gær voru hjá Vegagerðinni opn- uð tilboð í þverun Þorskafjarðar í Gufudalssveit, en um er að ræða 2,7 km vegarkafla Vestfjarðaveg- Eigendur Norðanfisks kaupa Eðalfisk í Borgarnesi Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar ar frá Kinnarstöðum til Þórisstaða. Í verkinu felst nýbygging vegar og 260 metra steinsteypt brú yfir Þorskafjörð. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 2.078 milljónir króna. Suður- verk hf. í Kópavogi átti lægsta boð, en það hljóðaði upp á 2,236 millj- arða króna, eða 7,6% yfir kostnað- armati. Þróttur ehf. á Akranesi átti næstlægsta boð, eða 2,265 millj- arða sem er 9% yfir kostnaðaráætl- un. Hæsta tilboðið var frá Íslensk- um aðalverktökum sem buðu 2,945 milljarða eða tæp 42% yfir kostn- aðaráætlun. mm Nýr sjóvarnargarður uppbyggður á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.