Skessuhorn - 24.02.2021, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. FeBRúAR 2021 25
Háskóladagurinn fer fram laugar-
daginn 27. febrúar milli kl. 12 og 16
en þá gefst öllum sem hyggja á há-
skólanám kjörið tækifæri að kynna
sér allt grunnnám allra háskóla á
landinu. Í ár verður Háskóladag-
urinn alfarið á netinu vegna sam-
komutakmarkana sem tengjast Co-
vid-19.
Háskóladagurinn hefur í hátt á
annan áratug verið einn mikilvæg-
asti vettvangur landsmanna við að
kynna sér háskólanám en í síðustu
viku var opnaður ný vefur Háskóla-
dagsins (www.haskoladagurinn.is)
sem mun einfalda aðgengi allra að
upplýsingum um allt háskólanám í
boði.
Á laugardaginn munu um 300
fjarfundir tengjast vefnum þar sem
hægt verður að fá upplýsingar um
allar námsbrautir en á fjarfundun-
um geta áhugasamir spurt spurn-
inga um námið og spjallað við full-
trúa háskólanna, nemendur og
kennara. Á vefnum er öflug og ein-
föld leitarvél sem auðveldar verð-
andi nemendum að finna drauma-
námið. Leitarvélin birtir náms-
brautir frá öllum háskólum lands-
ins en hverri námsbraut fylgja til-
tekin leitarorð sem hjálpa notend-
um við að finna nám þótt þeir slái
ekki endilega inn heiti námsbraut-
arinnar sjálfrar.
Fyrst um sinn er áhersla vefsins,
sem og Háskóladagsins, á grunn-
nám en fljótlega að Háskóladeg-
inum loknum verður framhalds- og
doktorsnámi bætt við. Háskóladag-
urinn er árvisst samstarfsverkefni
allra sjö háskóla landsins þar sem
þeir kynna námsbrautir sínar fyrir
verðandi háskólanemum.
mm
Háskóladagurinn stafrænn að þessu sinni
Hægt verður að kynna sér allt háskólanám í landinu á netinu laugardaginn 27. febrúar
Svipmynd úr safni frá Háskóladeginum
2016. Nú verður hinsvegar gjörbreytt
fyrirkomulag þar sem væntanlegir
nemar geta setið heima og kynnt sér
námsframboðið í gegnum tölvur og
snjalltæki.
Öskudagurinn á nokkrum stöðum á Vesturlandi
Öskudagur skír og fagur var í síðustu viku í sannkölluðu
blíðviðri. Alla jafnan eru fáir dagar sem börnin hlakka jafn
mikið til. Fá að fara út og syngja fyrir nammi eða slá kött-
inn úr tunnunni. Reyndar er mjög misjafnt hvernig þessu
er háttað milli bæjarfélaga. Nú í ár voru hefðbundin há-
tíðarhöld sumsstaðar felld niður vegna sóttvarna eða fyr-
irkomulaginu breytt. Meðfylgjandi eru svipmyndir frá
nokkrum stöðum.
mm
Á Akranesi var tekinn saman listi yfir þau fyrirtæki sem höfðu opið fyrir að fá börn í heimsókn. Mörg þeirra fóru því kerfis-
bundið milli staða. Söngatriði voru yfirleitt stutt og hnitmiðuð og svo drifið sig á næsta stað á listanum. Hér eru stúlkur í gervi
séra Þráins og brúðar sem leitaði heppilegs vonbiðils. Ljósm. ki.
Hressir síamstvíburar í Búðardal. Ljósm. sm.
Blómarósir á fer í Búðardal. Ljósm. sm.
Hressir krakkar, misjafnlega árennilegir, á ferð um götur Búðardals. Ljósm. sm.
Þær komu við á skrifstofu Skessuhorns. Ljósm. ki.
Í Grundarfirði var öskudagurinn með nokkuð hefðbundnum
hætti í ár. Reyndar var kötturinn ekki sleginn úr tunnunni
á vegum foreldrafélagsins eins og svo oft áður heldur var
það gert innan veggja grunnskólans á skólatíma. Krakk-
arnir fóru svo í sína hefðbundnu nammileit eftir hádegið í
blíðskaparveðri. Fyrirtæki í bænum voru búin að skrá sig
hjá foreldrafélaginu ef þau hyggðust taka á móti börnum
og hlusta á söng í skiptum fyrir slikkerí. Vinirnir Alexandir
Dominik og Ölnir Þorri voru í gervi frægs töframanns frá
Hogwarts. Ljósm. tfk.
Magni Rúnar Sigurbjörnsson í Grundarfirði vandar hér
valið er hann fékk að velja úr risastórri nammifötu hjá
Hamrahlíð 9 Guesthouse. Ljósm. tfk.