Skessuhorn - 05.05.2021, Page 6
miðvikudagur 5. maí 20216
Breyttur
opnunartími
Guðlaugar
AKRANES: um síðustu helgi
tók við sumaropnunartími í
guðlaugu við Langasand á
akranesi. í sumar verður laug-
in opin alla daga vikunnar: Á
mánudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og föstudögum
frá kl. 12-20, á miðvikudögum
og laugardögum frá kl. 10-18
og á sunnudögum frá kl. 10-20.
miðað við gildandi sóttvarna-
reglur geta nú 20 manns ver-
ið ofan í lauginni í einu og eru
gestir beðnir um að halda fjar-
lægð eftir bestu getu. Þá eru
sundlaugargestir beðnir um að
koma inn í gæsluhús áður en
farið er ofan í þar sem tekið er
niður nafn og símanúmer við-
komandi. -vaks
Linda læknir
hættir
BORGARNES: Linda krist-
jánsdóttir yfirlæknir á heilsu-
gæslu HvE í Borgarnesi hef-
ur tilkynnt að hún muni láta af
störfum um miðjan júní. Linda
kom til starfa í Borgarnes árið
2003 og á því að baki 18 ár í
Borgarnesi. í tilkynningu sem
Linda sendi frá sér þakkaði hún
fyrir sig og sagðist vera reynsl-
unni ríkari eftir þennan tíma.
-arg
Kynntu við-
spyrnuúrræði
LANDIÐ: ríkisstjórnin kynnti
fyrir helgi á annan tug aðgerða
vegna framlengingar eða inn-
leiðingar á ýmsum reglum
til að mæta afleiðingum Co-
vid-19. Þeirra á meðal er sér-
stakur 30 þúsund króna barna-
bótaauki til þeirra sem fá tekju-
tengdar barnabætur, ný ferða-
gjöf, framlengd úttekt séreign-
arsparnaðar, framlenging og
útvíkkun viðspyrnustyrkja og
lokunarstyrkja, hliðrun á end-
urgreiðslutíma stuðningslána,
eingreiðsla til langtímaatvinnu-
lausra og aukin framlög til geð-
heilbrigðismála barna og ung-
menna. Þá verður líkt og síðast-
liðið sumar boðið upp á sumar-
lán fyrir námsmenn fyrir skóla-
árið 2020 – 2021 vegna Co-
vid-19 og námsmönnum gert
mögulegt að fá viðbótarlán fyr-
ir skólaárið 2021 – 2022 sem
nemur 6% álagi á grunnfram-
færslu framfærslulána. -mm
Blekkingar í
tölvupóstum
VESTURLAND: mikið hef-
ur borið á því að vestlending-
um berist tölvupóstar með til-
kynningum sem virðast vera
frá Póstinum, dHL og fleirum.
Þessir póstar innihalda skilaboð
sem ætluð eru til þess að blekkja
viðtakendur til þess að láta fé af
hendi rakna til óprúttinna aðila.
Þessir póstar eiga það sammerkt
að vera afskaplega fagmannlega
unnir. Lögreglan varar fólk við
að leggja trúnað á slíka pósta,
sérstaklega ef viðkomandi á alls
ekki von á neinni sendingu.
-frg
Þriðjungur fyrstu
kaupendur
VESTURLAND: Þjóðskrá
heldur utan um skráningu á
fjölda þinglýstra fasteignasamn-
inga á landinu. Á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs voru 143
fasteignasölur á vesturlandi. af
þessu viðskiptum voru 46, eða
32%, fólk sem var að kaupa sína
fyrstu fasteign á lífsleiðinni.
Þetta hlutfall er nokkuð mis-
munandi eftir landshlutum, er
lægst á Norðurlandi eystra 25%
en hæst á Norðurlandi vestra
þar sem það er 36%. Þjóðskrá
fór að safna þessum upplýsing-
um eftir að lög um heimild til
lægri stimpilgjalda voru sam-
þykkt 2008 vegna fyrstu kaupa
á íbúðarhúsnæði. -mm
Atvinnuleysi
var 8,3%
LANDIÐ: Samtals voru 17.000
einstaklingar atvinnulausir í
mars 2021 samkvæmt árstíða-
leiðréttum tölum úr vinnu-
markaðsrannsókn Hagstofu ís-
lands, sem jafngildir 8,3% at-
vinnuleysi. Samanburður við
febrúar 2021 sýnir að árstíða-
leiðrétt atvinnuleysi jókst um
1,9 prósentustig. -mm
Týndu veski
skilað tómu
AKRANES: Á miðvikudag
í síðustu viku varð viðskipta-
vinur Bónus fyrir því óláni að
tapa veskinu sínu á bílapalan-
inu við verslun á Bónus á akra-
nesi. Þegar viðkomandi fór í
verslunina skömmu síðar hafði
veskinu verið skilað þangað. Úr
veskinu höfðu hins vegar verið
tekin greiðslu- og gjafakort og
við athugun var búið að taka út
fé af einu gjafakortinu. Lögregla
rannsakar nú málið og skoðar í
því skyni upptökur úr mynda-
vélakerfi verslunarinnar. -frg
Heilbrigðisráðherra hefur ákveð-
ið að framlengja gildistíma reglu-
gerða um takmarkanir á samkom-
um og skólastarfi um eina viku,
en að óbreyttu áttu þær að gilda
til dagsins í dag, 5. maí. Þetta er
í samræmi við tillögu sóttvarna-
læknis þessa efnis. í minnisblaði
til ráðherra segir hann allar líkur á
því að forsendur verði fyrir því að
ráðast í afléttingar á sóttvarnaráð-
stöfunum á næstu vikum.
Sóttvarnalæknir bendir á að
á gildistíma reglugerðanna hafi
komið upp nokkrar hópsýkingar á
suðvesturhorni landsins sem rekja
megi til ferðamanna á landamær-
um sem ekki fóru að reglum um
sóttkví og einangrun. í framhaldi
af því hafi verið ráðist í ýmsar að-
gerðir til að minnka enn frekar
hættuna á því að smit berist inn í
landið. Hann segir vel hafa geng-
ið að ná utan um hópsýkingar síð-
ustu vikna með öflugri smitrakn-
ingu en telur ráðlegt að fara var-
lega í afléttingar á takmörkunum
innanlands svo ekki komi bakslag
varðandi útbreiðslu sýkinga.
Ástæða til bjartsýni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir allt benda til þess
að afléttingaráætlun stjórnvalda
muni ganga eftir og að hægt verði
að slaka verulega á samkomutak-
mörkunum fyrir miðjan mán-
uðinn. „Það er full ástæða til bjart-
sýni. vel gengur að kveða nið-
ur þær hópsýkingar sem upp hafa
komið að undanförnu og síðast en
ekki síst er rífandi gangur í bólu-
setningum og bjart framundan í
þeim efnum,“ segir ráðherra.
Góður gangur
í bólusetningum
í lok síðustu viku voru um 110.200
einstaklingar búnir að fá a.m.k.
einn bóluefnaskammt og tæplega
36.380 einstaklingar voru full-
bólusettir. í þessari viku verða um
40.000 einstaklingar bólusettir og
er það langstærsta bólusetningar-
vikan til þessa. mm
Á vef villikatta á vesturlandi er sagt frá því að nýverið
fannst köttur á akranesi, sem upphaflega átti heimili sitt
í reykjavík. kötturinn hafði þá verið í átta ár á flækingi
á akranesi og ekki vitað til að hann hafi átt fast heimili
allan þennan tíma. „Haft var samband við okkur vegna
kattar sem hélt sig í garði hér á akranesi. Sjálfboðaliði
fór á staðinn og skannaði örmerkið í kisu. í ljós kom að
fressið ber nafnið Smigly og sömuleiðis kom í ljós að
hans hafði verið saknað í átta ár af heimili sínu í reykja-
vík.“ kötturinn er nú að verða 12 ára og hefur því verið
týndur meirihluta ævi sinnar. „mjög líklegt er að Smigly
hafi óvart fengið far með bíl á sínum tíma.“ Þá segir að
þarna sjáist vel hversu mikilvægt er að örmerkja ketti,
„en án örmerkis hefðum við ekki getað haft upp á eig-
anda Smigly,“ segja kattavinir á vesturlandi.
Eigandi Smigly trúði vart sínum eigin eyrum þegar
hann fékk símtalið frá kattavinum. Farið var með kött-
inn til hans og urðu miklir fagnaðarfundir með kettinum
og eiganda hans sem væntanlega munu lifa hamingju-
sömu lífi hér eftir. mm
Framlengja sóttvarnareglur um viku
Köttur fannst eftir átta ára útlegð