Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Page 7

Skessuhorn - 05.05.2021, Page 7
miðvikudagur 5. maí 2021 7 Verið velkomin í Hvanneyrarkirkju S K E S S U H O R N 2 02 1 Sunnudagurinn 9. maí Guðsþjónusta kl. 11 Prestur. Séra Jón Ragnarsson Organisti. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir Hvanneyrarkirkja Aðalsafnaðarfundur Hvanneyrarsóknar að guðsþjónustunni lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf Virðum gildandi sóttvarnarreglur. Verið velkomin í Reykholtskirkju Sunnudagurinn 9. maí Reykholtskirkja Guðsþjónusta kl. 14:00 Prestur. Séra Jón Ragnarsson Organisti. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir Virðum gildandi sóttvarnarreglur. Reykholtsprestakall Reykholtskirkja S K E S S U H O R N 2 02 1 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on Fiskræktar- og veiðifélag Reykjadalsár óskar eftir tilboðum í byggingu á nýju veiðihúsið í landi Reykholts í Borgarfirði. Upplýsingar í síma 894-3233 eða á netfangið reykjadalsa@hotmail.com Tilboð óskast kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur undirritað reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhús- um sem heimilar bændum að slátra sauðfé og geitum á búunum sjálf- um og dreifa á markaði. Slík fram- leiðsla og dreifing hefur hingað til verið óheimil. í reglugerðinni er kveðið á um að dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkissjóði. „undanfarin tvö ár hefur átt sér stað umfangsmikil vinna í samráði við bændur og matvælastofnun við að leita leiða til að heimila þessa framleiðslu þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaör- yggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þessi breyting sem við gerum í dag markar því tíma- mót enda felst í þessari breytingu mikilvægt tækifæri til að styrkja verðmætasköpun og afkomu bænda til framtíðar,“ sagði ráðherra. Síðastliðið sumar undirrituðu ráðherra og formaður Landssam- taka sauðfjárbænda samkomulag um tilraunaverkefni um heima- slátrun. „Á heildina litið gekk verk- efnið vel og voru niðurstöður úr sýnatökum bænda góðar, en fjar- eftirlit var erfiðleikum bundið. í reglugerðinni er því kveðið á um að opinberir dýralæknar sinni heil- brigðisskoðunum bæði fyrir og eft- ir slátrun og mun kostnaður vegna þess greiðast úr ríkissjóði. mm Söngkeppni Samfés verður haldin í Bíóhöllinni á akranesi á sunnu- daginn, 9. maí. miðvikudaginn 21. apríl fór söngkeppni Samvest fram en það er undankeppni níu félags- miðstöðva á vesturlandi. í Samvest eru félagsmiðstöðvarnar afdrep í Snæfellsbæ, arnardalur á akra- nesi, Eden í grundarfirði, Hreysið í dalabyggð, Ozon í Strandabyggð, Óðal í Borgarnesi, Skrefið á reyk- hólum, X-ið í Stykkishólmi og 301 í Hvalfjarðarsveit. undankeppni Samvest var að þessu sinni haldin með breyttu sniði. keppendur tóku upp og sendu inn myndbönd af sín- um atriðum. myndböndin voru svo klippt saman svo þau mynduðu eina keppni sem var svo send út. Tvö atriði voru valin til að fara áfram í Söngkeppni Samfés næsta sunnudag. Hanna Bergrós gunn- ardóttir frá félagsmiðstöðinni arn- ardal á akranesi komst áfram með lagið me and mr. Jones og Helga Sóley Ásgeirsdóttir frá félags- miðstöðinni X-inu í Stykkishólmi komst einnig áfram með lagið Hvað er Ástin? Hægt verður að fylgjast með flutningi Hönnu Bergrósar og Helgu Sóleyjar í beinni útsendingu úr Bíóhöllinni á rÚv kl 15:00 á sunnudaginn. arg að morgni síðasta dags aprílmán- aðar skreið hið glæsilega varðskip Þór inn grundarfjörð. Ætlunin var að liggja við landfestar yfir helgina en dagur verkalýðsins var einmitt á laugardaginn 1. maí. Ekki er vitað hvort skipverjar fóru í kröfugöngu um borð en áhöfnin varði helginni í grundarfirði um borð í þessu glæsilega skipi. tfk Söngkeppni Samfés fer fram á sunnudaginn Þór leggst að bryggju í Grundarfirði. Varðskipið Þór var í Grundarfirði um helgina Heimilar slátrun beint frá býli

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.