Skessuhorn - 05.05.2021, Page 11
miðvikudagur 5. maí 2021 11
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
2�1 Kópavogur.
562–15��
Friform.is.
2
�
�
�
—
2
�
2
�
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–��
Mán. – Föst. 1�–1�
Laugardaga 11�15
Sérfræðingar í uppsetningu
og viðhaldi loftræstikerfa!
Eigum allar helstu pokasíur á lager•
Veitum ráðgjöf og gerum tilboð•
www.blikkgh.is
blikkgh@blikkgh.is
Akursbraut 11b • 431-2288
Nú þegar strandveiðitímabilið
er komið af stað þarf að gæta að
ströngum reglum sé fylgt og þurfa
strandveiðisjómenn að huga að
ýmsu. Blaðamaður Skessuhorns
spjallaði við þá ríkharð ríkharðs-
son og Jón Beck sem starfa hjá
Fiskistofu við eftirlit og ráðgjöf.
Þeir voru í hefðbundinni eftirlits-
ferð við Ólafsvíkurhöfn á mánu-
daginn og fylgdust með bátum
koma inn til hafnar með afla eft-
ir fyrsta strandveiðidaginn. „Nei,
nei. við erum aðallega hér til að
leiðbeina,“ svarar Jón kíminn þeg-
ar blaðamaður spyr hvort þeir séu
þarna staddir í hlutverki „vondu“
karlanna. „Strandveiðibátar eru
ekki með kvóta og þess vegna eru
mjög strangar reglur sem strand-
veiðisjómenn þurfa að fylgja. Þeir
fá bara að veiða ákveðið magn á
dag í ákveðið marga daga á mán-
uði yfir sumartímann og mega
ekki vera lengur en 14 tíma á sjó
hverju sinni. við erum aðallega
hér til að aðstoða sjómenn og
fræða,“ bætir Jón við.
Sjómönnum skylt
að nota app
Nú er komið sérstakt app í síma
sem sjómönnum er skylt að nota
til að skrá helstu upplýsingar
þegar þeir fara á sjó. Þá skrá sjó-
menn sig í gegnum appið í síman-
um hvenær þeir fara út. Því næst
skrá þeir hvar þeir renna fyrir fisk.
Þetta gerist allt saman í símanum
og skráist samkvæmt gPS stað-
setningu sem tengist svo Hafró.
Þannig sér Hafró hvað menn eru
að veiða fiskinn og auðveldara
verður að halda utan um magn,
veiðisvæði og fleira í þeim dúr.
„appið var notað eitthvað í fyrra,
en ekki skylda að nota það. Þá
voru menn að skrifa þetta í bæk-
urnar og sendu afrit af skráning-
unni til Fiskistofu eða Hafró og
það svo merkt inn handvirkt. Þú
getur rétt ímyndað þér vinnuna
sem var á bak við það. Nú er þetta
bara komið inn,“ segir Jón ánægð-
ur með nýju tæknina.
Gæðaeftirlit
Starfið er fjölbreytt hjá þeim rík-
harði og Jóni. Ásamt því að að-
stoða sjómenn og passa að þeir séu
upplýstir um nýjustu reglugerðir
þá hafa þeir auga með vinnslunni
líka. Á sumrin þegar fer að hlýna
þá fylgjast þeir með hitastig-
inu á fiskinum þegar hann kem-
ur í land. „Pössum að það sé nóg-
ur ís og fiskurinn vel kældur. Sjó-
menn fá smá pillu frá okkur ef það
er ekki passað upp á þetta,“ segir
ríkharð. „Þetta er mikið gæðaeft-
irlit. Svo förum við mikið út á sjó
líka, í togarana. við tryggjum að
allt sé gott og samkvæmt reglum.
Þetta er mjög skemmtilegt og fjöl-
breytt starf,“ bætir Jón við að end-
ingu. glh
Ríkharð og Jón fylgjast með löndun úr Geisla SH.
„Skemmtilegt og
fjölbreytt starf“
Spjallað við starfsmenn Fiskistofu
við Ólafsvíkurhöfn
Ríkharð Ríkharðsson og Jón Beck, starfsmenn Fiskistofu, við Ólafsvíkurhöfn.