Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Side 14

Skessuhorn - 16.06.2021, Side 14
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202114 Nemendur í 10. bekk í Grunda- skóla á akranesi unnu öflugt hreinsunarstarf á dögunum en starfið var unnið í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð þeirra. Frá þessu er sagt á vefsíðu akraneskaupstað- ar en útskriftar nemar í Grunda- skóla hafa ýmist safnað fyrir ferð- inni með sölu á brauði í skólanum sem og tekið að sér gangbrauta- vörslu fyrir yngri nemendur. Co- vid faraldurinn setti vissulega strik í reikninginn hjá þeim í ár þar sem brauðsalan var ekki opin og gang- brautargæsla takmörkuð þar sem nemendur voru á víð og dreif um sveitarfélagið vegna framkvæmda á skólahúsnæðinu núna í vor. Þau hreinsuðu til í kalmansvík að El- ínarhöfða, á Breiðinni og Langa- sandi að Leyni og í Garðalundi og klapparholti ásamt því að möl var færð til á safnasvæðinu í Görðum. Virkilega vel gert hjá þessum kraft- miklu krökkum að fegra akranes og nágrenni. vaks adHd samtökin eru í mikilli upp- sveiflu þessi misserin. aðalskrifstofa samtakanna er að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík en jafnframt hafa verið sett á stofn útibú á Norður-, aust- ur- og Suðurlandi auk Vestmanna- eyja. Nú er verið að undirbúa stofn- un útibús á Vesturlandi og síðan verður hringnum lokað með Vest- fjörðum. Fyrirhugað er að stofn- fundur adHd Vesturlands verði í ágúst. Vesturlandsútibúið mun þjóna akranesi, Borgarnesi, Snæ- fellsnesi, Borgarfirði og nærsveitum og er gert ráð fyrir að útibúið muni hefja starfsemi í haust. adHd samtökin eru landssam- tök til stuðnings börnum og full- orðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Á vef samtak- anna segir meðal annars: „Mark- mið adHd samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félags- legri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.“ Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Elínu H. Hinriksdóttur, sér- fræðing adHd samtakanna um fyrirhugað útibú á Vesturlandi. að sögn Elínar er mikil þörf á útibúum á landsbyggðinni. „Oft á tíðum upp- lifir fólk með adHd eða foreldrar barna með adHd sig vera einangr- að og þekkja fáa sem eru að kljást við vandamál tengdum adHd í einni eða annarri mynd. Með tilkomu úti- bús adHd samtakanna er einstak- lingum gefinn kostur á að sækja sér fræðslu og jafningjastuðning. Spjallfundir einu sinni í mánuði Í því skyni eru haldnir spjallfundir einu sinni í mánuði. „Yfirleitt kem- ur einhver sérfræðingur frá höfuð- stöðvunum og flytur innlegg um fyrirfram ákveðið málefni. Það getur verið hvað eina sem tengist adHd; kvíði unglinga, systkini og adHd, svefnvandi, skólastarf og lyfjamál svo dæmi séu nefnd. að innlegg- inu loknu eru frjálsar umræður, hvort sem er um málefni fundarins að ræða eða annað sem fólki liggur á hjarta. Ekki er nauðsynlegt að tjá sig og sumir koma eingöngu til að hlusta.“ Hér gefst kostur á að hitta aðra og spjalla um sameiginleg við- fangsefni. Á Covid tímum hafa sam- tökin fært spjallfundi mikið yfir á stafrænt form. „Það skapast hins vegar ekki sama „dýnamík“ á raf- rænum fundi eins og þegar fólk hitt- ist augliti til auglitis. Í kjölfar stofn- fundar útibúsins verður settur í loft- ið facebook hópur er nefnist adHd Vesturland en þar verður að finna nýjustu fréttir tengdar adHd. útibúin eru ekki með eigið húsnæði heldur fara fundirnir iðulega fram í skólum eða fundarsölum á viðkom- andi stað.“ Sjálfboðastarf að sögn Elínar er allt starf úti- búa adHd samtakanna unnið í sjálfboðavinnu. „Markmiðið er að breiða út boðskapinn og sem hluta af því hafa samtökin tvisvar á ári boðið upp á stærri fræðslufundi. Þar hefur verið fjallað um adHd á breiðum grunni og leitast er við að hafa sérfræðinga í fremstu röð meðal fyrirlesara. Síðasti fundur var haldinn í sal Íslenskrar Erfðagrein- ingar og nefndist „adHd þjóðin“. Þar var meðal annars fjallað um al- þjóðlega rannsókn sem framkvæmd var í samvinnu við Íslenska Erfða- greiningu og gekk hún út á að kanna tengsl erfða og adHd. Einnig hafa samtökin staðið fyrir fræðslu- fundi sem sneri að nýrri rannsókn á tengslum adHd og mataræð- is, framkvæmda af Bertrand Lauth geðlækni og Bryndísi E. Birgisdótt- ur næringarfræðing. Þessir fund- ir hafa legið niðri á Covidtímum en við höfum fullan hug á að hefja leik að nýju strax í haust.“ Þá segir Elín að á vef samtak- anna, www.adhd.is, sé að finna mik- ið magn upplýsinga og fræðsluefnis um adHd. Á síðastliðnu ári voru framleidd myndbönd sem nefn- ast; „Hvað er adHd“ ásamt hlað- varpsþáttunum „Lífið með adHd“ og hafa þau slegið í gegn og fengið mikið áhorf og hlustun. Einnig er þar að finna alla bæklinga sem sam- tökin hafa gefið út ásamt vefverslun með bækur og ýmsum vörum sem létt geta fólki með adHd lífið. frg Hótel Rjúkandi er á Vegamótum, á krossgötum fyrir miðju Snæfells- ness, og er því stutt í alla helstu áfangastaði á Nesinu; Þjóðgarð- inn, Snæfellsjökul, arnarstapa, kirkjufell og Stykkishólm. Hótel- ið er einnig kaffihús þar sem boð- ið er upp á léttan kaffihúsamatseð- il á daginn, heimabakað bakkelsi og gæða kaffi frá kaffibrugghúsinu við Granda. kaffihúsið er afar vin- sælt meðal gesta sem búa eða eru að ferðast á Snæfellsnesinu. kaffihús- ið er opið á daginn, alla daga vik- unnar. Hótelið er fjölskyldufyrirtæki og hefur rekið veitingastaðinn frá árinu 1998. Árin 2013-2014 var ráðist í framkvæmdir og hótel byggt. Það er með 14 herbergjum, öll herbergin eru með sérinngangi og eru þau búin helstu þægindum eins og sér baðherbergi með sturtu, internettengingu, sjónvarpi, hár- blásara og hraðsuðukatli. Blaðamaður var staddur í Stað- arsveit í síðustu viku og kíkti við á Rjúkanda og hitti á hótelstjórann, Ólöfu Eyjólfsdóttur, og heyrði í henni hljóðið. Ólöf sagði að henni litist vel á sumarið sem væri fram undan og að hún væri spennt að hitta fastagesti sem og nýja. Veitingastaðurinn á Rjúkanda býður upp á a la carte matseðil þar sem boðið er upp á kjöt, fisk og grænmetisrétti og ásamt því er hin vinsæla bláskel úr Breiðafirðinum á boðstólum. Veitingastaðurinn er yfirleitt opinn alla daga frá klukk- an 17-20 en nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á fésbók- arsíðu Rjúkanda. vaks/ Ljósm. Ólöf Eyjólfsdóttir Hluti nemenda Grundaskóla í hreinsunarátakinu. Ljósm. Vefsíða Akraneskaupstaðar Hreinsuðu hluta af strandlengju Akraness Kaffi og kaka er alltaf vinsælt. Rjúkandi heitt kaffi á Rjúkanda Séð inn í matsalinn á Rjúkanda. Elín H. Hinriksdóttir, sérfræðingur ADHD samtakanna. Ljósm. aðsend. Nýtt útibú ADHD samtakanna opnað á Vesturlandi í ágúst

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.