Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Qupperneq 25

Skessuhorn - 16.06.2021, Qupperneq 25
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 2021 25 SIRKUSNÁMSKEIÐ HRINGLEIKS 12.–13. júlí í Frystiklefanum á Rifi (8–16 ára) Miðasala, skráning og allar frekari upplýsingar á tix.is Fylgist með Hringleik á Facebook og Instagram 10. JÚLÍ 11. JÚLÍ 18. JÚNÍ 19. JÚNÍ Akranes Varmaland Stykkishólmur Náttúrusýning á Snæfellsnesi ALLRA VEÐRA VON NÝSIRKUSSÝNING UNDIR BERUM HIMNI Safnahús Borgarfjarðar Laugardaginn 26. júní er fyrsti dagur sýningarinnar Borgarfjarðarblóma í Hallsteinssal. Á sýningunni má sjá verk sem myndlistarmaðurinn Viktor Pétur Hannesson hefur unnið á ferðum sínum um héraðið, m.a. frá miðnæturflakki um Kaldadal og fjörugöngu í Borgarnesi. Verkin eru unnin með jurtum sem hann safnar á svæðinu, allt frá njólarótum og hundasúrufræjum yfir í dimmblá krækiberin. Ekki verður um formlega opnun að ræða vegna aðstæðna en stefnt er að því að auglýsa viðveru listamannsins síðar. - Verið velkomin ! Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er 13.00-18.00 virka daga og 13.00 til 17.00 um helgar. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum. 433 7200 - www.safnahus.is Sýning á verkum Viktors Péturs Hannessonar 26.06. - 29.07. 2021 Borgarfjarðarblómi Í lokakaffi starfsfólks Grunn- skóla Snæfellsbæjar í síðustu viku voru kvaddir þeir starfsmenn sem nú láta af störfum hjá skólanum. Einn þeirra sem kvaddur var að þessu sinni er atli alexandersson sem lætur nú af störfum við skól- ann eftir 49 ár en hann hefur starf- að við skólann nánast alla starfsævi sína. Voru atla færð blóm og gjaf- ir frá samstarfsfólki sínu og honum þakkað fyrir sitt góða starf sem ein- kennst hefur af fagmennsku, sam- viskusemi og metnaði í gegnum tíðina. Á myndinni er atli ásamt Hilmari Má arasyni skólastjóra og kristni jónassyni bæjarstjóra. Við sama tækifæri var Theódóra Friðbjörns- dóttir kvödd en hún hefur starfað við skólann í sex ár en hverfur nú til starfa í Hafnarfirði. Einnig fara í ársleyfi þau Eygló Bára jónsdóttir og Fadel a Fadel og munu þau bæði starfa í Reykjavík næsta skólaár. þa dæluskipið dísa kom við í Grund- arfirði um síðustu helgi til að dýpka höfnina. dísa stoppaði þó stutt við enda aðeins um smávægilegar lag- færingar að ræða á botninum. Þá var sléttað úr nokkrum hryggjum á botni hafnarinnar en dísa var farin um það bil sólarhring eftir að hún kom. tfk Hjónin Bjartmar Hannesson og kolbrún Sveinsdóttir, bændur á Norður-Reykjum í Hálsasveit, hófu slátt á mánudaginn. Spáð var að hangið gæti þurrt næstu tvo daga og heimatúnið sprottið þokka- lega og því sagði Bjartmar í sam- tali við Skessuhorn að ekki hefði verið eftir neinu að bíða með að at- huga hvort tækin væru í lagi. Slógu þau hjón því fjóra hektara sem þau þurrka og binda í rúllur í tæka tíð fyrir sautjánda júní, því eins og seg- ir í lok þjóðhátíðartexta Bjartmars sjálfs, Hæ, hó, jibbí, jei; er vissara að vera við öllu búinn: „En rign- ingin bindur enda á þetta gleði- geim, því gáttir opnast himins og allir halda heim.“ mm Bjartmar og Kolla hafa áður verið fyrst bænda til að hefja slátt. Ljósm. úr safni frá 11. júní 2012. Sláttur er hafinn á Norður-Reykjum Ilmandi nýslegin taðan á heimatúninu. Ljósm. ks. Atli kvaddur eftir 49 ára starf við skólann Dæluskipið við vinnu alveg við hafnarkantinn. Dæluskipið Dísa dýpkar höfnina í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.