Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 27
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 2021 27 S K E S S U H O R N 2 02 1 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagsþjónustu sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á því sviði, er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn og nefndir og vinnur skv. samþykktum þeirra. Félagsmálastjóri vinnur að faglegri uppbyggingu og stefnumótun í málaflokkum sem heyra undir starfssviðið. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar: Félagsleg þjónusta, ráðgjöf, greining og aðstoð• Málefni fatlaðra• Málefni aldraðra og félagsleg heimaþjónusta• Barnavernd• Málefni barna og ungmenna• Húsnæðismál• Forvarnar- og jafnréttismál• Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæði sveitarfélagsins. Félagsmálastjóri er starfsmaður fjölskyldu- og frístundanefndar. Almennt stjórnunarsvið: Félagsmálastjóri starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um félagsþjónustu sveitarfélaga, eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf í félagsráðgjöf er skilyrði• Þekking og reynsla í félagsráðgjöf, barnavernd og málefnum fatlaðra • er skilyrði Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi er æskileg• Þekking á svæði félagsþjónustunnar er mikill kostur• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika• Sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulund• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.• Reynsla af notkun kerfanna One System og Navision er kostur• Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is Félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 650 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. BAKKAHVAMMUR 8D 370 - Búðardal Til leigu 3ja herbergja, 74,9 m² íbúð í raðhúsi við Bakkahvamm 8d í Búðardal. Eignin skiptist í forstofu með fataskáp, 2 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og tengi fyrir þvottavél, stofu, eldhús og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél eru í eign, en þau tæki verða ekki endurnýjuð eða gert við þegar þau bila. Gengið verður frá lóð vor/sumar 2021. Hægt er að sækja um íbúð á www.briet.is þetta litla land sem er að reyna að berjast til baka en hefur engan her. Þau hafa ekki marga valkosti. auðvitað eigum við aldrei að sam- þykkja sjálfsmorðssprengjur en ég allavega skil að þetta er neyðarúr- ræði fyrir Palestínumenn sem eru að berjast fyrir lífi sínu,“ útskýrir Elín. Íslendingar mest á hlið Palestínu „Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér málum Ísraels og Palestínu vil ég bara segja að það eru margar hlið- ar sem þarf að skoða. Við sjáum bara smá brot af stóru myndinni í fjölmiðlum. Það er erfitt að taka afstöðu frá þeim upplýsingum sem við fáum. Það er því mikilvægt að lesa fleira en fréttamiðla til að skilja stöðuna þarna. Fólk ætti að lesa fræðigreinar og skoða tíma- línuna,“ segir Elín og bætir við að hafi fólk spurningar megi hafa samband við hana. „Ég hef stund- um fengið spurningar frá fólki í kringum mig og mér þykir gam- an að fólk vilji fræðslu og ég reyni að svara eftir bestu getu. Það er nefnilega svo margt sem við verð- um að taka til greina í þessari um- ræðu. Pólitíkin í Bandaríkjunum, Rússlandi og fleiri ríkjum um all- an heim hefur líka áhrif á ástand- ið þarna. Því meira sem ég kynni mér stöðuna þarna því betur skil ég báðar hliðar og sé að við fáum ekki alla söguna í fjölmiðlum. Flestir Íslendingar eru á hlið Pal- estínu og ég spái oft í af hverju það sé. kannski er það vegna þess að Palestína er lítið land með engan her og lítil völd eins og við. Ætli við sjáum okkur ekki aðeins í litla manninum,“ segir Elín Huld að endingu. arg Heimili í Ísrael eftir sprengingu frá Gaza. Ljósm. bbc.com

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.