Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 28
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202128 framkvæmdastjóra Kaffi Kyrrðar Dagur í lífi... Nafn: katrín Huld Bjarnadóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ógift og barnlaus. Bý í Borgarnesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Fram- kvæmdastjóri / Blómasetrið - kaffi kyrrð Áhugamál: Ferðalög, ljósmyndun, andleg málefni Dagurinn: Mánudagurinn 14. júní 2021. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vakna yfirleitt snemma en vaknaði kl. 07:00 í dag. Fyrsta sem ég gerði var að segja „Takk“ þegar fæturnir snertu gólfið. Svo var það baðherbergið, sturta og allt sem því fylgir. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Bulletproof kaffi Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór akandi í vinnuna kl. 07:30, byrjaði að hugleiða og fá mér kaffi. Ég mæli hjartanlega með hug- vekjunum hans Guðna Gunn- ars sem er live á Facebook síðu Rope Yoga setursins alla þriðju- daga og fimmtudaga kl. 06:50 og á sunnudögum kl. 09:00. Á meðan ég drekk kaffibollann horfi ég oft á einhvern þátt. Núna er ég föst í RuPaul drag Race sem eru algjörir snilldar þættir því þeir eru stútfull- ir af kærleika, litum og gleði. Ég byrjaði svo að vinna kl. 09:00. Fyrstu verk í vinnunni? Skúra yfir staðinn okkar, sinna álf- unum, fara yfir pósta og huga að verkefnum dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Við tókum starfsmannafund fyr- ir opnun í dag. Eftir hann fór ég í göngutúr með hundinn okkar Álf sem er einstaklega góður hluti af deginum. Veðrið var gott og Borg- arnes skartaði sínu fegursta. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég var að gefa öðrum hádegismat í góðum gír. Hvað varstu að gera klukkan 14? Vinna, kannski hef ég akkúrat ver- ið að gera góðan cappuccino fyr- ir gest. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti kl. 18:00 í dag því ég fór suður til Reykjavíkur. Það síðasta sem ég geri er að ganga frá öllu og athuga stöðuna með gestina sem eru hjá okkur í gistingu. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór til Reykjavíkur þar sem ég fór í göngutúr og í dýrindis veislu. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Bleikja með salati og grjónum, allt- af nóg af ólífuolíu á besta veitinga- stað bæjarins. Hvernig var kvöldið? allskonar Hvenær fórstu að sofa? um klukkan 23:00 Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Borðaði yndislegan eftirrétt og fór í sturtu. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? að finna sumarstemningu og glað- lyndi hjá gestunum okkar. Eitthvað að lokum? Ég ætla að ljúka þessu á einkunn- arorðum Blómasetursins - kaffi kyrrðar sem er: „Lifið - Elskið – Njótið,“ og býð alla hjartanlega velkomna. Guðmundur Grétar Bjarnason er verktaki í Hlíðarholti í Staðarsveit. Hann býr þar ásamt unnustu sinni, Veru Sól Bjarnadóttur, og nýfæddri dóttur þeirra, Bjarneyju dögg. Hann rekur jarðvinnuverktakafyr- irtækið B. Vigfússon ásamt föður sínum, Bjarna Vigfússyni, og bróð- ur, Vigfúsi Þráni Bjarnasyni. Nóg hefur verið að gera hjá þeim síð- ustu ár. Þeir hafa til dæmis verið að vinna í nokkur ár fyrir umhverfis- stofnun í Þjóðgarðinum á Snæfells- nesi, unnið í jarðvinnu ásamt því að búa til göngustíga og bílastæði. Þá hafa þeir einnig séð um snjómokst- ur fyrir Snæfellsbæ frá árinu 2018. Þeir eru með gröfur sem spanna frá 1.800 kílóum upp í 45 tonn en einnig aðrar vélar og þar má með- al annars nefna vörubíla, kranabíla, sanddreifara, snjóblásara og trak- tora. Guðmundur byrjaði að vinna á bænum Bláfeldi á ellefta ári og síðar á Lýsuhóli en er alinn upp á kálfár- völlum. Hann byrjaði að vinna hjá föður sínum þegar hann var 16 ára og hefur að mestu verið þar nema fjögur ár þegar hann var að vinna hjá Ragnari og Ásgeiri í Grundar- firði sem bílstjóri í kringum hrunið. Guðmundur er alinn upp við hey- skap og sá alltaf eftir honum þeg- ar hann fór í jarðvinnuna. Því sá hann tækifæri á þessu ári, stofnaði fyrirtækið Steinahlíð ehf. og ákvað að fjárfesta í rúllusamstæðu sem er heyvinnuvél sem bindur heyið í rúllur og pakkar þeim líka í plast. Er kominn með sex aðila í þjónustu En hvað kom til að hann fékk þessa hugmynd? „Í vetur var ég að vinna hjá einum í sveitinni sem ég var að vinna hjá í gamla daga þegar ég var unglingur í heyskap og byrj- aði í smá fíflagangi að spyrja hann hvort ég ætti ekki að þjónusta hann í rúlluverktöku. Svo kom meiri al- vara í málið sem endaði með því að ég er að kaupa nýja rúllusamstæðu og ég er kominn með sex aðila með misstór bú sem ætla að kaupa af mér þjónustu hér í sveitinni. Það á bara eftir að koma í ljós hvað þetta verður í rúllufjölda. Menn eru að hætta að nota gamlar rúlluvélar sem þjappa illa þannig að tölurnar sem bændurnir gefa upp hvað þeir eru með margar rúllur eiga eftir að breytast. Það verða færri rúllur út úr nýju rúlluvélinni og þetta kem- ur í ljós eftir sumarið hvernig raun- talan verður. Eins og þetta lítur út núna ætti þetta allt að sleppa til.“ Guðmundur segir að þekkt sé er- lendis svona leiga og þjónusta en að þetta hafi verið að færast í aukana hér heima: „allir sem ég talaði við þegar ég var að fá tilboð í vélar og annað sögðu að þetta landslag væri að breytast mikið. Það er hagstæð- ara fyrir bændur að kaupa þessa vinnu að og þá getur einn átt vélina og farið víðar með hana. Þetta eru dýr tæki og flestir sjá hag í þessu.“ Tækin farin að eldast En er markaðurinn á svæðinu nógu stór? „Ég hélt ekki en ég var mjög hissa þegar ég fór að ræða við menn hvað þeir voru áhugasamir um þetta og þá sérstaklega þegar búið var að taka ákvörðun um að kaupa tækin. Flestir hafa verið með þetta sjálfir en svo eru tækin farin að eld- ast og orðin verðlaus þannig og þá sjá menn ekki mikinn hag í því að vera að endurnýja. Ég var með ákveðið margar rúllur í huga sem þurfti til að prófa og þá ætlaði ég að kaupa notaða vél og sjá hvern- ig þetta kæmi út. En svo kom í ljós að það væri grundvöllur fyrir því að kaupa nýja vél og var ákveðið að kaupa vél með plastbindingu til að losna við netið á rúllunum Þetta er tilraun hjá okkur og við ætlum að sjá hvernig þetta kemur út í sumar og erum bara nokkuð bjartsýnir,“ segir Guðmundur að lokum. vaks Alinn upp við heyskap og hyggst gera út með rúllusamstæðu Guðmundur við John Deer traktorinn sinn í Hlíðarholti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.