Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Qupperneq 30

Skessuhorn - 16.06.2021, Qupperneq 30
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202130 Sigurvin Haraldsson er fæddur árið 1986 og ólst upp á akranesi. Hann flutti til akureyrar árið 2010. Hann kom aftur á Skagann fjórum árum síðar áður en hann fluttist til Reykja- víkur árið 2017 og býr þar með konu sinni og fósturbarni. Foreldrar hans heita Haraldur Ásgeir Ásmunds- son og María Gunnarsdóttir. Simmi, eins og Sigurvin er oftast kallaður, á þrjú systkini. Simmi er búinn að vera í skemmtanabransanum í rúm 20 ár bæði sem plötusnúður og skemmti- kraftur. Hann hefur síðustu ár ver- ið að vinna hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ á akranesi en í hjáverkum hefur hann síðustu tvö til þrjú ár verið að reyna fyrir sér í raftónlistinni undir nafn- inu Luminate. Simmi kíkti í spjall á ritstjórn Skessuhorns í síðustu viku og var fyrst spurður hvernig það hafi komið til að hann fór að gefa út tón- list. „Luminate er verkefni sem ég hef verið að gæla við í þónokkuð mörg ár. Fyrsta lagið sem ég samdi und- ir nafninu Luminate heitir king Of Light og er á smáskífunni War Of The kingdome. upphaflega ætl- aði ég að senda það í íslensku Euro- vision keppnina. Ég var búinn að fá söngvara sem gerði textann og fékk Haffa Haff til að aðstoða mig með lagið. En einhvern veginn fór þetta að spinna út frá sér og svo varð ekk- ert úr Eurovision laginu og ég hélt áfram með þetta.“ Var með fjögur lög í Vonarstræti Árið 2019 komu út fjórar plötur á sama árinu með Luminate. Plöturn- ar heita kelia, My dreams, Reborn og Otherworld. Þetta eru ansi mik- il afköst á sama árinu, hver er skýr- ingin? „Þetta er allt saman uppsafn- að frá einhverjum tíma og ég gróf djúpt í hugmyndabankann. Svo er þetta mörg lög af smáskífum sem innihalda 2-3 lög. Ég reyni alltaf að fara inn í öðruvísi heim með lögun- um mínum. Fólk getur túlkað þetta hvernig sem það vill. Það er ekki mikið sungið í lögunum því þetta er eins og þegar maður horfir á kvik- myndir, þá er tónlistin svona að ýta undir hvernig fólk hugsar. Ein platan er með lögum úr kvikmyndinni Von- arstræti frá árinu 2014 og ég gaf hana aftur út undir þessu nafni. Ég á fjög- ur lög í stærstu senu myndarinnar sem er partísenan á snekkjunni. Það kom til að ég var að læra hljóðtækni í stúdíó Sýrlandi fyrir norðan og í út- skriftinni kom Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, og hann bauð mér að taka þátt í myndinni.“ Villi Vill, Toto og Van Halen En hvenær byrjaði þú að hafa áhuga á tónlist? „Bara þegar ég var smágutti, en ég byrjaði ekki að grúska í tónlist fyrr en í grunnskóla. Svo kynnist ég forritun sem sérhæfir sig í tónlistar- hljóðum og þá snerist þetta í að vera að semja á hljóðfæri og fara alfarið í raftónlist. Ég get bjargað mér á gít- ar og á píanó en nota aðallega píanó í minni tónlist. Maður getur samið nánast hvað sem er í gegnum tölvur og upptökur. Maður kannski tekur eitthvað upp, setur það í tölvuna og klippir það og breytir hljóðinu. Þetta byrjaði allt fyrir um tíu árum síðan þegar ég gaf út þrjú lög og komst á samning hjá bandarísku útgáfufyr- irtæki í smá tíma. Svo gaf ég út eitt lag í gegnum breskt útgáfufyrirtæki og síðan lagðist maður í smá dvala. Ég var ekki alveg að finna mig í því sem ég var að gera þá þegar ég var um tvítugt.“ Simmi segir að hann hafi hlust- að mikið á Vilhjálm Vilhjálmsson í gegnum tíðina og þá hlustaði hann mikið á hljómsveitirnar Toto og Van Halen þegar hann var yngri. En í dag er hann aðdáandi raftónlistarmanna eins og The Prodigy og deadmouse og þá sérstaklega Skrillex sem hann segir að hafi breytt stefnunni ansi mikið í raftónlistinni. Er einfari í tónlist Hefurðu aldrei verið í hljómsveit? „Ég fúnkera einhvern veginn ekki með öðrum og er hálfgerður ein- fari í tónlistinni. Mér finnst ekk- ert skemmtilegt að koma með ein- hverjar hugmyndir og þær eru svo bara kæfðar í fæðingu af öðrum. Þess vegna byrjaði ég með Luminate því það er eitthvað sem mig dettur í hug að gera og þar fæ ég að ráða öllu.“ En hvað merkir þetta Luminate? „Það merkir ljós. Ég rakst á þetta orð einhvers staðar og mér leist vel á það og ákvað að nota það. Þó tón- listin mín sé þung og í dekkri kant- inum þá er þetta mismunandi hvern- ig fólk túlkar þetta. Ég gef bara út það sem mér dettur í hug, mér get- ur dottið í hug einn daginn að semja ballöðu og svo hinn daginn eitthvað allt annað.“ Breiðin tilvalið tónleikasvæði En hefur Simmi haldið tónleika und- ir nafninu Luminate? „Ekki síð- ustu fimm ár eða svo. Það var ætl- unin með Luminate í fyrra en svo kom Covid og ég setti það á ís. Ég er svona aðeins að hugsa það hvern- ig ég myndi vilja hafa þessa tónleika, það er fullt af góðum tónleikastöðum eins og til dæmis á Breiðinni á akra- nesi. Mér datt í hug að fara efst í Vit- ann, hengja hátalarana utan á hann og vera efst í honum. Svo er líka komið flott hellulagt svæði rétt hjá Vitanum sem væri tilvalið því þetta er svæði þar sem enginn verður fyrir ónæði sama hversu hátt tónlistin er spiluð.“ Leitarljós Hvernig myndir þú lýsa tónlist- inni þinni? „Hún er mjög fjölbreytt, svona ævintýraleg fjölbreytni. Ég hef aðeins verið að vinna með goðafræð- ina; valkyrjur, Óðinn, Fenrir og veg- vísirinn. Ég reyni að túlka íslensku goðafræðina með mínum lögum. Ég gaf út þessar fjórar plötur undir Luminate allar með enskum heitum og textum. Núna nýlega gaf ég út lag á íslensku með texta sem ég samdi fyrir nokkrum árum síðan, ég fann það í tölvunni og fór að vinna í því. Ég fékk nokkrar hugmyndir hvern- ig ég vildi hafa hljóminn í söngnum sem er eins og einhver karakter í æv- intýramynd og þetta er svona ástar- lag milli tveggja veralda. Mig vant- aði nafn á það og vitnaði í nafnið á Luminate, Leitarljós og hef fengið ágætis viðtökur við því, hér heima og erlendis. Lagið kemur í endur- bættri útgáfu 17. júní næstkomandi og er endurhljóðblandað af mér.“ Þess má að endingu geta að Lum- inate er á Spotify, iTunes og öllum helstu streymisveitum. vaks Simmi að störfum sem plötusnúður fyrir nokkrum árum. Ljósm/einkasafn Maður getur nánast samið hvað sem er í gegnum tölvur Kemur sér fyrir í raftónlistinni með listamannsnafnið Luminate Simmi í vinnunni hjá ÞÞÞ. Ljósm/vaks Luminate að störfum í stúdíóinu. Ljósm/einkasafn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.