Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Side 32

Skessuhorn - 16.06.2021, Side 32
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 202132 Nýjasta viðbót í veitingaflóruna í Borgarnesi, Bara Ölstofa Lýð- veldisins, verður opnuð formlega á morgun, á þjóðhátíðardegi Íslend- inga. „Við vorum með allt tilbúið á föstudaginn og vorum í rauninni með smá generalprufu um helgina sem gekk vel,“ segir Hlynur Þór Ragnarsson, einn af fjórum eigend- um ölstofunnar, í samtali við blaða- mann Skessuhorns. „Við vorum í rauninni með opna hurð hérna um helgina og ef einhver vildi kíkja inn þá var hann velkominn,“ bætir Sól- ey Ósk Sigurgeirsdóttir við. Bara Ölstofa Lýðveldisins er til húsa þar sem dússabar var í fleiri ár með rekstur, að Brákarbraut 3, og eftir mikla vinnu síðustu mánuði verða dyrnar nú opnaðar fyrir viðskipta- vini. Unnið um helgar og á kvöldin Það eru fjórmenningarnir Hlyn- ur Þór Ragnarsson, systurnar Sól- ey Ósk og Rakel dögg Sigurgeirs- dætur og Magnús Björn jóhanns- son sem eru eigendur staðarins. Þau fengu lyklavöldin í byrjun árs og strax frá fyrsta degi var hafist handa við að gera staðinn kláran til reksturs. „Þetta er búið að vera upp og niður en mest megnið búið að ganga ótrúlega vel. allt sem þú sérð hérna erum við,“ segir Sóley við blaðamann. „Hlynur og Maggi eru náttúrulega búnir að vera sveittir hérna eftir vinnu að vinna í þessu verkefni og koma staðnum í stand,“ bætir hún við. Öll eru þau fjögur í annarri vinnu svo allar framkvæmd- ir hafa farið fram um helgar eða eft- ir vinnu á kvöldin. „Við fengum í rauninni fyrst „frí“ á föstudaginn, þá var allt tilbúið,“ bætir Hlynur við stoltur. „Þegar ég horfi yfir ferlið í dag, þá tók alveg smá tíma að átta sig á að þetta væri komið hjá okkur. Við ákváðum líka strax frá upphafi að gera þetta rétt,“ segir Sóley og Hlynur bætir við: „Samvinnan við þá sem við þurfum að vera í sam- vinnu við til þess að fá að gera þetta hefur gengið ljómandi vel. Það er alveg hægt að fá fullt af undanþág- um, en að fara í þá baráttu eða gera þetta rétt frá upphafi, eins og ætlast er til, er betra. 25% af staðnum er til dæmis undir salernisaðstöðu.“ Afslöppuð stemning Fjórmenningunum hafi vel tek- ist til við að umturna staðnum og byggja upp að nýju. ummerki um fyrri rekstur í húsinu er hvergi hægt að finna. Staðurinn endurspegl- ar persónuleika eigendanna því um leið og gengið er inn á staðinn tekur við manni hlý, afslöppuð og vinaleg stemning. „Við sjáum ekki fyrir okkur að fólk fari héðan rall- andi út, þess vegna erum við ekki að einblína á að hafa opið til klukkan 3 um nótt. Bara að fólki líði vel hérna hjá okkur og að það líði eins og það hafi verið í heimsókn hjá besta vini eða bestu vinkonu. Það er svoleiðis andrúmsloft sem við erum að reyna að skapa, að þú getur setið hérna, fengið þér góða drykki, slappað af og notið þín,“ segir Sóley Ósk um hvernig þau vilja að fólki líði þegar það frá sér. Bara Ölstofa Lýðveldisins Staðurinn hefur fengið nafnið Bara Ölstofa Lýðveldisins og spyr blaða- maður hvernig það nafn hafi komið til. „Bara kemur svolítið þegar við vorum nýbúin að kaupa staðinn og vorum í hugmyndavinnu. Hvað er þetta? Bara bar. Svo við útbjugg- um á samfélagsmiðlum síðu fyr- ir staðinn undir nafninu Bara bar í Borgarnesi,“ útskýrir Sóley. „Það er nokkurn veginn búið að festast svo það kom eiginlega ekki annað til greina en að hafa bara í nafninu. Svo er Ölstofa Lýðveldisins svolítið fyrir strákana,“ bætir hún við. „Við þurfum að hafa þetta hæfilega há- fleygt,“ bætir Hlynur við kíminn. „af hverju ekki? Þetta er lýðveldi og þetta er ölstofa. Það er enginn annar að gera þetta betur en við, megum við þá ekki bara gera það,“ bætir hann við léttur í lund. Úrvalið verður íslenskt Gott og fjölbreytt úrval af íslensk- um bjór verður í boði á staðnum og vilja fjórmenningarnir bjóða við- skiptavinum sínum upp á „flawless serving“ eins og Hlynur kallar það. Það er í raun að hver og einn bjór verður afgreiddur í glasi frá þeim framleiðanda sem hann kemur frá. „Þú átt ekki að drekka Steðja úr kaldaglasi eða öfugt,“ segir Hlyn- ur um viðmiðið sem þau vilja til- einka sér. „Við erum nú þegar með fjóra á krana, allir eru þeir lager- bjórar, þannig að þeir eru svona keimlíkir í grunninn eða í brugg- unarferlinu en þetta eru mismun- andi bragðtegundir engu að síður. kaldi, Steðji, Ölvusholt og Litla Brugghúsið, allt valið af okkur sem okkur þykja góðir lagerbjórar. Við byrjum með þá á krana. Svo mun- um við aðeins rótera með tíman- um og sjá hvað fólk vill og hver eft- irspurnin verður. En við munum byrja á þessum fjórum. Seinna von- andi komum við með ale, iPa og eitthvað annað. Líka, þegar hátíð- irnar koma, viljum við bjóða upp á jólabjóra, páskabjóra og þar fram eftir götum,“ bætir hann spennt- ur við. Einnig verða þau með gott úr- val á flösku eða upp í 20 mismun- andi tegundir. Margt af því verður það sama en einnig frá mismun- andi framleiðendum. „Við erum til dæmis með ale frá þremur fram- leiðendum og hveitibjór frá fjór- um,“ segir Hlynur. Fyrir utan bjór- inn verður einnig í boði rautt og hvítt ásamt allskonar kokteilum. „Svo verðum við með svona krá- armat; kjúklingavængi, blómkáls- vængi og pulsur og kartöflumús. Við verðum með fjóra til fimm rétti til að byrja með,“ bætir Sóley við. Opna á morgun Formleg opnun á Bara Ölstofu Lýðveldisins í Borgarnesi verður á morgun kl. 16:00 og verður opið til kl. 23:00. Framvegis verður staður- inn opinn frá 14-23:00 og ef það er góð stemning, þá hafa þau opnun- arleyfi til kl. 01 um helgar, föstu- daga og laugardaga. „Við stefnum á að hafa einhverskonar viðburði hérna mánaðarlega. Svo verður hægt að sýna einhverja leiki hérna í sjónvarpinu eða aðra eins sjónvarps viðburði,“ segir Sóley Ósk full til- hlökkunar. „Við viljum veita góða þjónustu. Það er til dæmis ekkert mál að hópar komi, það þarf bara að hafa samband við okkur. Þetta verður svolítil heimastemning þó það séu allir velkomnir að sjálf- sögðu,“ segja þau spennt að lokum. glh Auðvelt er að finna kósí horn á nýja staðnum til að planta sér niður og eiga notalega stund. Bara Ölstofa Lýðveldisins verður opnuð á morgun Rætt við eigendur nýju ölstofunnar í Borgarnesi Eigendurnir: Hlynur Þór, Magnús Björn, Sóley Ósk og Rakel Dögg (lengst til hægri), ásamt fyrsta viðskiptavini Bara Ölstofu, Yvonne frá USA. Ljósm. aðsend. Bara Ölstofa Lýðveldisins er staðsett að Brákarbraut 3, við aðalgötuna í Borgar- nesi. Staðurinn fékk umfangsmikla andlitslyftingu eftir að fjórmenningarnir tóku við lyklavöldunum í janúar á þessu ári. Þau vilja að viðskiptavinir sínir geti slappað af og notið sín þegar þeir koma í heimsókn á ölstofuna. Boðið verður upp á fjóra lagerbjóra af krana frá íslenskum framleiðendum. Að auki verður gott úrval á flöskum, eða yfir 20 tegundir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.