Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 37
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 2021 37
Akranes –
11. júní til 9. júlí.
Bland í poka - skúlptúrasýning Tinnu
Royal. Dagana 11. júní til 9. júlí mun
Tinna Royal, bæjarlistamaður Akra-
ness, vera með skúlptúrasýningu í
Bókasafni Akraness. Sýningin er að-
gengileg öllum á opnunartíma bóka-
safnsins.
17. júní -
Allt Vesturland
Hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Ís-
lendinga víða á Vesturlandi sem og
annars staðar á landinu.
Akranes -
17. til 20. júní.
Norðurálsmótið á Akranesi. Mótið
hefst 17. júní með mótsdegi fyrir 8.
flokk drengja og stúlkna. 18.- 20. júní
er mót fyrir 7. flokk drengja, sem hefst
18. júní og er til 20. júní.
Akranes –
miðvikudagur 16. júní.
Skagamenn taka á móti KA á Akra-
nesvelli í Pepsi Max deild karla í fót-
bolta. Leikurinn hefst kl. 18:00.
Borgarbyggð –
laugardagur 19. júní.
Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs.
Gengið til Englands! Gangan hefst á
hlaðinu á Iðunnarstöðum í Lundar-
reykjadal, þar sem Hótel Basalt er í
byggingu. Leiðin er ríflega 10 km löng
og telst vera 2 skór. Áætlaður göngu-
tími er 5 – 6 klst. Göngustjóri verður
Gísli Einarsson. Allir velkomnir.
Hvalfjarðarsveit –
laugardagur 19. júní.
Fly-in dagur Hvalfjarðardaga á
Leirá. Flughátíð á Leirá í tilefni
Hvalfjarðardaga. 19. júní 2021 kl.
13:00-17:00. Félagar í Fisfélagi
Reykjavíkur koma og lenda vél-
um sínum á Leirá. Þyrla frá helo.is
verður með útsýnisflug og stefnt
er að því að Landhelgisgæslan
verði með þyrlu til sýnis á svæð-
inu. Dagurinn er jafnframt fjáröfl-
unardagur í Hvalfjarðarsveit fyrir
Björgunarfélag Akraness. Sjá nán-
ar auglýsingu hér í blaðinu.
Snæfellsnes –
19. til 27. júní.
Afmælisdagskrá Þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls. Dagana 19. júní til
27. júní verður mikil afmælisdag-
skrá til heiðurs afmæli Þjóðgarðs-
ins Snæfellsjökuls en 20 ár eru lið-
in frá stofnun hans. Sjá nánar á
miðopnu.
Akranes –
þriðjudagur 22. júní.
Skagakonur taka á móti Víkingi
R. á Norðurálsvelli í Lengjudeild
kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Ólafsvík –
þriðjudagur 22. júní.
Reynir Hellisandi tekur á móti Ála-
fossi á Ólafsvíkurvelli í 4. deild, C
riðli. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Óska eftir íbúð á Akranesi
Við erum par að leita að tveggja
herbergja íbúð sem leyfir dýrahald
á Skaganum. Við erum reyklaus og
það fylgja okkur engin læti. Upp-
lýsingar í síma: 888-0936.
Íbúð til leigu, Akranesi
Laus strax! Til leigu mjög snyrti-
leg 3ja herb. íbúð, u.þ.b. 80 m2,
að Eyrarflöt 6, Akranesi. Uppl. í s.
864-3000 og á netfanginu gghus@
gghus.is.
Leiga - lítið húsnæði í sveitinni
Góðan dag. Ég er að leita að lít-
illi íbúð eða húsnæði í Borgarfirði,
í sveitinni. Skoða flest. Er í fastri
vinnu og reglulegar tekjur. Uppl.
r1114@protonmail.com.
Óskast keypt
Óska eftir að kaupa gamlan ódýr-
an gemsa. Hafið samband í net-
fang jonsragnh@gmail.com
Til sölu
Tab 320 BASIC Dropi Tab 320, árg
2019, sólarsella. Verð: 3.300.000 kr.
S: 867-0685
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Óskast keypt
Á döfinni
Smáauglýsingar
Nýfæddir Vestlendingar
7. júní. Stúlka. Þyngd: 4.022 gr.
Lengd: 52,5 cm. Foreldrar: Anna
Sigurborg Elísdóttir og Óðinn
Freyr Jóhannsson, Akranesi. Ljós-
móðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir
10. júní. Stúlka. Þyngd: 3.342 gr.
Lengd: 49 cm. Foreldrar: Björg
Hjaltested og Hallur Einarsson,
Vestmannaeyjum. Ljósmóðir: Haf-
dís Rúnarsdóttir.
14. júní. Drengur. Þyngd: 3.646 gr.
Lengd: 49,5 cm. Foreldrar: Birta
Kjærnested Jóhannsdóttir og
Sveinn Þór Þorvaldsson, Akra-
nesi. Ljósmóðir: G. Erna Valent-
ínusdóttir.
Það er hlutverk hins almenna Sjálf-
stæðismanns að setja saman sterk-
asta listann fyrir kjördæmið okk-
ar. Hver er öflugasta uppsetning-
in? Hvernig hefur gengið og hver
er framtíðarsýnin?
Ég hef notið þeirrar gæfu að fylgj-
ast náið með störfum þingmanna
Sjálfstæðisflokksins þeirra Harald-
ar Benediktssonar og Þórdísar kol-
brúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Þau
hafa bæði unnið öflugt og kraft-
mikið starf í þágu okkar kjördæmis
þannig að mikinn skugga hefur fall-
ið á aðra þingmenn kjördæmisins.
Nú er staðan sú að þau gefa bæði
kost á sér í oddvitasætið í kjördæm-
inu svo okkur kjósendum í próf-
kjöri er vandi á höndum enda tveir
frábærir þingmenn í þeim slag.
Sjálfur hef ég tekið þá ákvörðun að
styðja Harald Benediktsson í fyrsta
sætið því að mínu mati tel ég ár-
angursríkast að styðja Harald áfram
sem oddvita. Þannig nýtist hann
kjördæminu best. Þórdísi styð ég
áfram sem ráðherra þar sem áhersla
hennar þarf alltaf að vera meira en
bara okkar kjördæmi. Þannig nýtast
kraftar þeirra beggja best.
Nú líður að kjördegi í próf-
kjöri okkar Sjálfstæðismanna sem
fer fram 16. og 19. júní með kjör-
stöðum á flestum þéttbýlisstöðum.
Hvern svo sem þú kýst þá er lykilat-
riðið að taka þátt. Síðan snúum við
bökum saman og leggjum allt kapp
á að tryggja inn þriðja þingmann-
inn okkar. Áfram X-d.
Carl Jóhann Gräns
Höfundur er formaður Sjálfstæðis-
félags Akraness.
Ágætu lesendur. Frambjóðendur og
stuðningsmenn þeirra fara mikinn
og ætla sér árangur af ljósleiðara-
væðingu landsins. Í því ljósi er mik-
ilvægt að halda til haga þeim skaða
sem varð af sölu Símans upp úr síð-
ustu aldamótum og skiptingu Pósts
og Síma. Hvar eru símapeningarn-
ir sem átti að nota í innviði? Lands-
feðurnir Halldór og davíð lofuðu
66-70 milljörðum í innviði og m.a.
Landsspítalann og ljósleiðaravæð-
ingu. Ætla má að hvarf símapen-
inganna og hrunið hafi tafið ljós-
leiðaravæðingu og margt fleira er
snýr að innviðum um áratugi. Veld-
ur hver á heldur. Míla er það fé-
lag sem tók við innviðum Símans
og hefði átt að byggja upp ljósleið-
arakerfið út um landið. að henda
þessu í sveitarfélög
er ekki markviss
aðgerð né sam-
fella í verkefninu. Farsælast hefði
verið að leggja víða ljósleiðara með
rafstrengjum Rarik og Orkubús
Vestfjarða. Það hefði komið brot-
hættum byggðum best, sem eru nú
mölbrotnar og þurfa að bíða eft-
ir þriggja fasa rafmagni í mörg ár.
Enn berast fréttir af að „kroppa“
eigi í innviði Mílu. allir þekkja
sorgarsöguna um Póstinn sem fór
nánast í gegnum rústabjörgun og
að sjálfsögðu erum við skattgreið-
endur sem borgum brúsann.
Það er mikilvægt að spyrja fyrir
hverjar kosningar: Hvað varð um
símapeninginn?
Stefán Skafti Steinólfsson, kjósandi.
Pennagrein
Símapeningarnir
og ljósleiðarinn
Pennagrein
Tökum þátt -
veljum sigurlið