Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
sagðist hún eiga sitt heimili. Eftir þessu var þó ekki
farið og þegar hróflað var við svæðinu hrundi klettur
ofan á Þorstein, langafa ömmu, og það leiddi hann til
dauða, aðeins 42 ára gamlan.
„Sóló“eldavél
Amma átti sér bú í brekkunni niður við Hvítá. Þar
hafði hún gamla aflagða „sóló“eldavél og sótti sér
sand niður að Hvítárbökkunum til þess að búa til
drullukökur. Svo fór hún, skjálfandi á beinunum, upp
í álagalautina, að tínablágresi, til þess að skreyta kök-
urnar með. Allt var síðan bakað í sólóeldavélinni! Svo
var boðið til veislu, en einu gestirnir voru heimilis-
hundarnir Lappi og Lubbi.
Það var lítið um leikföng hjá ömmu, þó átti hún
eina dúkku, í peysufötum, sem hét Soffía, en hún var
allt of fín til þess að fara með út í móa.
Annað sem amma minnist með mikilli ánægju er
þegar hún fór með Rúnu, móðursystur sinni, bæði
kvölds og morgna, að leggja og vitja unr silungalagn-
ir í Dráttarvíkinni í Tungufljóti. Að vísu fannst ömmu
skelfilegt þegar Rúna kippti silungunum úr hálsliðn-
um, einum af öðrum, en það sem lokkaði voru allar
spennandi sögurnar sem hún sagði henni í hverri ein-
ustu veiðiferð.
Það var svo ótrúlegt ævintýri þegar heyjað var
í Tungueyjunni í Hvítá, ásamt Bræðratungu og
Hvítárbakka. Þá var farið á bát frá Ferjuklauf, kvölds
og morgna. 10-12 hestar voru sundreknir út í eyjuna
og svo var hestasláttuvél dregin yfir á pramma sem
bundinn var aftan í bát. Svo var heyið bundið í sát-
ur og sett upp á hestana, þeir taglhnýttir hver í annan,
og svo reið amma fremst í þessari heybandslest út að
ánni, þegar hún hafði aldur og getu til. Heyið var svo
flutt yfir ána á prammanum.
Húsakostur
Ég spurði ömmu hvernig húsakynnin í sveitinni hefðu
verið á þessum tíma. Hún sagði þau hafa verið frem-
ur góð og búið stórt. Amma lýsir því fyrir mér hvern-
ig maður kom að útidyrunum og opnaði með klinku.
Dyrnar voru svo lágar að hávaxnir karlar þurftu að
beygja sig til þess að komst inn. Fremst í ganginum
var moldargólf með steinhellum ofan á, þaðan var
gengið til vinstri, upp tvær trétröppur, inn í kamesið,
en til hægri inn í betristofuna. en síðan tók við trégólf
innar í göngunum.
Þessi göng voru mjög dimm og amma var alltaf
myrkfælin þar. Innan við kamesið voru tveir tréhlerar
sem leiddu niður í göng sem lágu niður í litla geymslu.
Þar var geymdur súr matur, slátur og hrossakjöt í
tunnum. Eldhúsið var innst í ganginum, það var stórt
og búr inn af því. í eldhúsinu var koxeldavél sem not-
uð var við matargerðina.
Ef nágrannar krktu inn var oftast drukkið í eldhús-
inu og þar sat amma upp við skilvinduna og hlust-
aði á sveitungana spjalla saman. „Betri“ gestum, frá
Dúdda, amma mín, hefur alltaf verið glæsileg kona. Hér
er hún á íslenskum búningi, 16 ára gömul.
Skálholti og Bræðratungu og að sunnan, var bor-
ið kaffi í betristofunni. Brauðin voru bökuð heima,
nema hverabrauðin, sem voru sett í stórar fötur, seydd
í hver í Laugarási, og sótt daginn eftir.
„Stulli“
Bærinn Höfði stendur við Hvítá og þar var mjög mik-
il laxveiði. Laxinn var ýmist soðinn eða þá reykt-
ur í reykkofanum. Þar var líka kjötið reykt og bjúg-
un, ásamt öðru góðgæti. Mat skorti aldrei. „Það var
stundum grínast með að þegar mamma mín snrurði
brauðsneiðarnar þá hafi allt verið jafnþykkt: brauðið,
smjörið og laxinn!“
„A efri hæðinni var baðstofa og þar geymdu
amma og Rúna frænka kistlana sína og koffortin með
sparifötunum og öðrum verðnrætum sem aldrei mátti
skoða. Auðvitað var ég með hausinn ofan í þessu öllu,
því forvitnin var svo mikil“, sagði amma og krmdi.
Undir hverju rúmi var koppur og voru þeir kallaðir
„stullar“. „Réttu mér stullann!“ sagði amma ömmu
alltaf við hana.
Sveitasíminn fannst ömmu ótrúlega spennandi.
Það urðu þáttaskil í sveitinni þegar hann kom. Þaðan
komu allar fréttirnar og allir í sveitinni lágu á línunni
ef eitthvað var fréttnæmt. A Höfða var hringingin „ein
löng og þrjár stuttar“. Allir þekktu allar hringingarnar,
en þær voru misspennandi, segir amma og kímir.
Ömmu er minnisstæður maður sem trúlega var síð-
http://www.ætt.is
5
aett@aett.is