Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Amma mín og nafna,
Snjólaug Guðrún
Jóhannesdóttir
1903-1957, húsfreyja
Reykjavík.
fáarþekki ég utan fjölskyldunn-
ar sem heita þessu ágæta nafni.
Ef ættleggur minn er skoðaður,
rakinn frá föðurömmu og afa,
má sjá að við erum fimm sem
höfum hlotið þetta nafn, þar
af þrjár með bæði nöfn ömmu
minnar, Snjólaug Guðrún. Eina
unga frænku á ég sem heitir
Snjólaug Asta en sú yngsta í
fjölskyldunni, sem ber nafnið,
er Þórunn Snjólaug dótturdótt-
ir mín.
Systkini mín og ég heitum
öll eftir öðru fólki. Systir mín
var nefnd eftir Björgu lang-
ömmu okkar úr móðurætt sem
lést daginn áður en hún fæddist. Bróðir minn var síðan
skírður Eiríkur Sturla í höfuðið á föðurafa okkar og föð-
urbróður. Þar kemur annað nafn sem er mjög algengt í
fjölskyldunni. Afi minn Eiríkur Jónsson, sem nú er lát-
inn, á fimm nafna sem allir eru nefndir eftir honum.
Vitjaði nafns
Til gamans vil ég geta þess að yngri sonur minn fékk
nafnið Eiríkur, því afi gamli kom til mín í draumi þeg-
ar ég gekk með drenginn. í draumnum óskaði afi eftir
að ég flytti til hans í húsið sem hann bjó í alla mína
æsku. Þetta túlkaði ég sem ósk um nafn, og það var
með mikilli gleði sem ég gaf syni mínum nafnið, því
mér þótti afskaplega vænt um gamla manninn.
Drengurinn fékk nafnið Eiríkur Búi, en okkur
hjónin langaði til að hafa tvö nöfn á honum. Merking
þessara tveggja nafna saman verðurmjög skemmtileg,
það er voldugur/ávallt ríkur bóndi.
Það er eiginlega engin sérstök regla í nafngiftum
barna minna. Elst er dóttir mín Bergdís Hörn, og það
nafn valdi ég mjög gaumgæfilega með því að lesa
bækur um íslensk mannanöfn og réð smekkur minn
og fegurðarskyn nafninu. Eins skipti mig miklu máli
að nafnið væri rammíslenskt.
Eldri sonur minn heitir síðan Jóhannes Birgir eft-
ir báðum öfum sínum. Mig langaði til að hann fengi
nafn föður míns, sem var látinn þegar hann fæddist,
og nafn föðurafa síns fékk hann líka sem sá sjöundi í
röðinni af barnabörnum hans og fyrsti drengurinn. Öll
Snjólaugarnafnið
Þórunn Snjólaug Einarsdóttir f. 2010, Reykjavík
Bergdís Hörn Guðvarðardóttir f. 1975, Reykjavík
Snjólaug Guðrún Jóhannesdóttir f. 1959, Reykjavík
Jóhannes Þórir Eiríksson 1930-1973 ráðunautur Rvk
Snjólaug Guðrún Jóhannesd. 1903-1957 húsfreyja Rvk
Jóhannes Baldvin Sigurjónsson 1862-1933
bóndi Laxamýri Þing.
Snjólaug Guðrún Þorvaldsdóttir 1839-1912
húsfreyja Laxamýri Þing.
Snjólaug Baldvinsdóttir 1809-1890
húsfreyja Krossum Eyjafirði
Formóðir var einnig Snjólaug Þorsteinsdóttir f. 1657
Langalangamma mín og
nafna Snjólaug Guðrún
Þorvaldsdóttir (1839-1912)
húsfreyja á Laxamýri í
Þingeyjarsýslu. Hún var
gift Sigurjóni Jóhannessyni
stórbónda á Laxamýri og átti
með honum 11 börn. Elstur
var langafi minn Jóhannes
Baldvin og yngstur var Jóhann
Sigurjónsson skáld.
börn okkar hjóna heita nafni sem byrjar á bókstafn-
um B, einnig Birgir Rúnar stjúpsonur minn. Það var
reyndar algjör tilviljun, þar til kom að þeim yngsta,
og við sáum þetta skemmtilega mynstur í nöfnum
eldri barnanna.
Út í bláinn
Það er fróðlegt að skoða hvernig fólk velur nöfn á
börnin sín. Við systurnar eigum báðar syni sem bera
nafn föður okkar, eins höfum við báðar leitað í nöfn-
in í fjölskyldunni til að gefa okkar börnum. Tvær af
dætrum bróður míns heita aftur á móti út í bláinn
en sú þriðja, sem er í miðið, fékk nafnið Gyða eftir
fósturmóður móður okkar.
Þegar ég skoða síðan næstu kynslóð á eftir okk-
ur, þá eru þessi fjölskyldunöfn hverfandi. Bömin mín,
og systkinabörn, velja nöfn á börnin sín út í bláinn
en þó með tveim undantekningum. Systir mín fékk
eina nöfnu og heitir sú Lóa Björg. Einnig fékk ég
nöfnu, eins og áður hefur komið fram, þegar dótt-
urdóttur minni var gefið nafn. Hún er nefnd Þórunn
eftir föðurömmu sinni og Snjólaug í höfuðið á mér.
Gælunafnið hennar er síðan það sama og mitt, og er
hún alltaf kölluð Snjóka.
Sjálf verð ég hlynntari því að viðhalda gömlum
og góðum fjölskyldunöfnum eftir því sem aldurinn
færist yfir. Einnig tel ég að þá skipti það mann meira
máli að viðhalda nafni þeirra ástvina sem horfnir eru.
Yngri kynslóðin er greinilega ekki eins viðkvæm fyr-
ir því, og lætur ekki binda sig í hefðir og siði, eins og
fyrri kynslóðir, og velur nöfn á börn sín á sínum eig-
in forsendum.
Heimildir:
Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson ,(1991). Nöfn íslendinga.
Reykjavík: Heimskringla/Háskólaforlag Máls og menningar.
Sölvi Sveinsson, (2007). Islensk málsaga. Reykjavík: Mál og
menning.
Karl Sigurbjörnsson, (1991). Hvað á barnið að heita. (2.
útgáfa). Reykjavík: Setberg.
Mannanafnanefnd (2009, 17. 12.). Úrskurðir 9. mál nr.
98/2009. Sótt 24. febrúar 2010 af http://www.rettarheimild.
is/DomsOgKirkjiimala/Mannanafnanefnd/nr/3204
Björn Pétursson. (1998). Krossaœtt. (Fyrra bindi. bls. 336-
340). Reykjavík: Mál og mynd.
Indriði Indriðason. (1978). Ættir Þingeyinga. (3. bindi.
bls. 277-278). Reykjavík: Helgafell. íslendingabók á ver-
aldarvefnum. Sótt 18. og 24. febrúar 2010 af http://islend-
ingahok.is
http://www.ætt.is
10
aett@aett.is