Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012 kveðið. Jörðin var allt frá því á miðöldum og fram til 1801 í sókn kirkjunnar á Snæfuglsstöðum og var þjónað þaðan. Var Klausturhólakirkja þá annexía frá Snæfuglsstöðum og stundum einnig frá Búrfelli. Kirkjan í Hólum og síðar í Klausturhólum mun hafa verið helguð Maríu guðsmóður á kaþólskum tíma - var Maríukirkja. Omögulegt er hins vegar að fullyrða nokkuð urn hvenær prestur settist fyrst að í Hólum. í Prestatali og prófasta nefnir séra Sveinn Níelsson Arna nokkurn sem fyrsta prest á staðnum og segir hann hafa komið þangað „fyr. 1356“. Um Arna þennan er annars ekkert vitað og ekki heldur um aðra þá klerka, sem séra Sveinn segir hafa þjón- að Klausturhólum í fornum sið. Við þekkjum nöfn að minnsta kosti sumra þeirra, en langflestir þeirra munu hafa setið á Snæfuglsstöðum og aðeins einn, Kálfur prestur. hefur líklega setið í Klausturhólum um skeið á ofanverðri 14du öld. Enginn veit nú með vissu, hvenær kirkja var fyrst reist í Klausturhólum. Kirkju þar er ekki get- ið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, sem talin er vera frá árinu 1201. Kirknaskráin tekur hins veg- ar einungis til prestskyldra kirkna og er þá ekki með öllu útilokað, að einhverskonar guðshús, kirkja, hálf- kirkja eða bænhús hafi verið í Hólum á þessum tíma og ekki heldur að bændur á jörðinni hafi að minnsta kosti stundum haldið heimilisprest. Um þetta vitum við ekkert og vangaveltur eru þarflitlar. Máldagi frá 1397 Elsta örugga heimild um kirkju í Hólum í Grímsnesi er máldagi hennar frá árinu 1397. Þá átti kirkjan tuttugu hundruð í heimalandi og auk þess ýmislega kirkjugripi, messuklæði og fleira er þurfti til guðs- þjónustugjörðar. Ekki kemur fram í máldaganum, hvenær kirkjan var byggð, en vel má geta sér þess til, að hún hafi risið af grunni eftir að Vigfús ívarsson hólmur eignaðist jörðina, þ.e. einhverntíma á síðustu tveimur áratugum 14du aldar. Eftir það stóð kirkja óslitið í Hólum og síðar Klausturhólum fram til árs- ins 1932. Eftir siðaskipti var Klausturhólum þjónað frá Snæfuglsstöðum allt til ársins 1801. Þá var kirkjan þar orðin ónýt og sóknarpresturinn, séra Eggert Bjarnason, fór þess á leit við stjórnvöld að losna undan þeirri kvöð að endurbyggja hana. Þess í stað mælti hann með því, að sóknarkirkjan og prestsetrið yrði flutt að Klausturhólum, enda ættu ekki nema nítján eða tutt- ugu manns kirkjusókn að Snæfuglsstöðum. Þetta var samþykkt og með konungsbréfi, útgefnu 31. júlí 1801, var ákveðið að leggja kirkjuna á Snæfuglsstöðum nið- ur og að Klausturhólakirkja yrði sóknarkirkja. Klausturhólaprestakall var við lýði í 86 ár, frá 1801 til 1887, er það var lagt til Mosfells í Grímsnesi, og frá 1872 var Úlfljótsvatnssókn hluti af brauðinu. A þessu tímabili þjónuðu alls sjö prestar kallinu og sátu sex þeirra í Klausturhólum. Þeir voru: séra Eggert Síðasta kirkjan í Klausturhóluni. Hún var lögð niður 1932. (Teikning eftir Jón Örn Bergsson) Bjarnason (1801-1806), séra Jón Jónsson (1806- 1832), séra Jón Hallgrímsson Bachmann (1833-1845), séra Þórður Arnason (1845-1855), séra Jón Pálsson Melsteð (1855-1872) og séra Eggert Sigfússon (1872- 1884). Síðastur í röðinni var séra Stefán Stephensen, en hann þjónaði kallinu frá Mosfelli í Grímsnesi. Eftir þetta þjónuðu Mosfellsklerkar Klausturhólum svo lengi sem kirkja var þar, en hún var lögð niður 1932. Þeir voru, eftir séra Stefán Stephensen, séra Gísli Jónsson (1900-1918), séra Þorsteinn Briem (1918-1922), séra Ingimar Jónsson (1922-1928), séra Guðmundur Einarsson (1928-). Helstu heimildir: Alþingisbækur Islands Diplomatarium Islandicum. íslenzkt fornbréfasafn Islenzk fornrit Islenzkar æviskrár Islenzkar þjóðsögur og ævintýri Jarðabók Arna Magnússonar Lovsamling for Island Manntal áíslandi 1703 Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á íslandi Sendið netföng ykkar til Ættfræðifélagsins! Félagar eru hvattir til að senda netföng sín til Ættfræðifélagsins svo auðveldara sé að senda fundarboð og tilkynningar frá félaginu. Netföngin má senda á aett@aett.is og gudfragn@mr.is og annakk@simnet.is http://www.ætt.is 15 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.