Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012 Grímsnafnið kom frá móðurafa Þorleifs sem var fæddur í Öndverðarnesi og dáinn í Norðurkoti, og langalangafa hans sem fæddur var um 1610. Grímsnafnið er enn við lýði víða í ættinni, m.a. á Grími Fannari Karlssyni, ungum dóttursyni Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. Sá litli, fæddur 2012, 400 árum og ellefu kynslóðum á eftir forföður sínum, Grími, sem fæddur var um 1610. Sá litli fær nafnið eftir langafa sínum sem fær nafnið eftir lang- afa sínum sem fær nafnið eftir langafa sínum sem fær það eftir afa sínum, fæddum um 1610!! Drukknaði Þeim Þorleifi og Guðrúnu búnaðist vel, en Guðrún, konaÞorleifs.drukknaði 30. mars 1819, aðeins 54 ára gömul. Hún féll niður um ís á Þingvallavatni þegar hún var að vitja um net. Sagt var að Þorleifur hefði ekki þolað við á Nesjum eftir lát hennar, þoldi ekki að sjá vatnið þar sem hún drukknaði. Hann stofnaði þá nýbýlið Nesjavelli, 1820, við selstöðuna Vallasel, suðvestanvert við Nesjahraun. Aðeins þrem mánuðum eftir dauða fyrri konu sinn- ar giftist Þorleifur aftur, Guðnýju „eldri“ Bjarnadóttur frá Hæðarenda. Þau eignuðust tíu börn, níu komust upp. A Nesjavöllum bjó Þorleifur til dauðadags 8. janúar 1836. Við lát hans voru fjögur yngstu börnin sjö ára, fimm ára, fjögurra ára og tveggja ára. Þorleifur Guðmundsson er talinn forfaðir Nesja- vallaættarinnar. í sumum heimildum er hann talinn hafa átt 32 börn, en samkvæmt íslendingabók átti hann 18 böm með sínum tveim konum, þar á meðal er Nesjavalla-Grímur. Þorleifur og Nesjavalla-Grímur eru forfeð- ur margra Grímsnesinga og Grafningsmanna, m.a. þriggja kynslóða í Gröf og Lækjarhvammi, sem eru: Grímur Eiríksson í Gröf (1859-1938) og synir hans Einar í Gröf og Eyjólfur og Björgólfur sonur hans, f. 1934, bændur í Lækjarhvammi. (Gröf tilheyrði Margrét dóttir Odds biskups Einarssonar bjó í Öndverðarnesi á 17. öld. Þar var háljkirkja. Hún var mjög ráðrík, átti ísvo miklum deilum við prestana á Snœfoksstöðum að prestssetrið þar var í auðn um tíma. Margrét var lýtt í andliti, sagt var að annar vanginn vœri fölur sem liljublóm en hinn rauð- ur sem rós. „Hafði valbrá á annari kinn, giftist ekki“, segir Espólín. Hún var trúlofuð sr. Þórði Jónssyni íHítardal, „dróst þó sundur, þvíað leyf- isbréfi frá konungi seinkaði “ Kona Odds, og móðir Margrétar, var Helga Jónsdóttir. Hún þótti nokkuð aðsjál og var sagt að hún hefði látið brytann í Skálholti höggva af náttúrulegan steinboga sem var á Brúará til þess að losna við ágang förufólks. Greinarhöfundur segir frá Fiminmannaleiðinu í kirkju- garðinum á Snæfoksstöðum, á vegum Grímsneshátíðar- innar Brú til Borgar, síðastliðið sumar. (Ljósmynd Magnús Grímsson) Grímsneshreppi hinum forna, en tilheyrir nú, ásamt nýbýlinu Lækjarhvammi, Bláskógabyggð). Genabankinn drjúgur Nesjavalla-Grímurereinnig afi AsmundarEiríkssonar b. á Neðra-Apavatni, (1858-1949), en ein dóttir hans og fimm synir urðu bændur í Grímsnesinu. Það voru Guðrún, húsfreyja á Seli, Grímur (faðir Guðrúnar Ásu Grímsdóttur sagnfræðings) og Guðlaugur á Neðra-Apavatni, Eiríkur í Búrfellskoti, Kristjón í Útey (afi Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanns og far- arstjóra) og Guðmundur á Efra- Apavatni. Önnur dótt- ir Ásmundar og langafabarn Nesjavalla-Gríms var Svanborg, eiginkona Ólafs Ketilssonar, hins lands- fræga bflstjóra. Nesjavalla-Grímur er einnig afi Kolbeins bónda á Úlfljótsvatni og langafi bræðranna og bændanna Hannesar á Kringlu, Ársæls á Stóra-Hálsi, Sigurðar á Villingavatni, Dagbjarts á Úlfljótsvatni og systur þeirra Valgerðar húsfreyju á Torfastöðum og Jóhanns Hannessonar trúboða og prests á Þingvöllum. Hann er því einnig langalangafi Sigríðar Hannesdóttur bónda á Kringlu, Ásdísar Ársælsdóttur bónda á Stóra Hálsi, Magnúsar Grímssonar bónda á Neðra-Apavatni, Ásmundar Eiríkssonar bónda í Ásgarði og Elínar Eiríksdóttur húsfreyju á Þóroddsstöðum. Þetta sýnir að Þorleifur Guðmundsson og Nesja- valla-Grímur hafi lagt drjúgt í genabanka Gríms- nesinga og Grafningsmanna og er þó sjálfsagt ekki allt upp talið. Það má því með sanni segja að það væri öðru vísi um að litast í mannlífinu í þessum tveim gömlu sveitum ef Þorleifur hefði ekki sloppið jafn oft farsællega úr lífsháska! Heimildir: Árbók Ferðafélags íslands, 1961 Grímsnes Búendur og Saga, Mál og Mynd, 2002 Apavatn í Gnmsnesi, saga jarðar og ábúenda, Guðni Jónsson, 1953 Magnús Grímsson, munnleg heimild Islendingabók http://www.ætt.is 12 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.