Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Jón Þ. Þór:
Klausturhólar í Grímsnesi
s
Agrip sögu
Grímur landnámsmaður, Grímsleiði, hof í
heiðnum sið, Hólar, Hallkelshólar, holds-
veikraspítali, Viðeyjarklaustur, ábótahell-
ur, konungseign, Klausturhólakirkja, Maríu-
kirkja, Snœfuglsstaðir, annexíur og máldagar.
Um þetta allt, sem á einn eða annan hátt teng-
ist sögu Klausturhóla í Grímsnesi,fjallarJón
Þ. Þór sagnfræðingur í eftirfarandi grein.
Elstu heimildir um Klausturhóla er að finna í forn-
ritum. í Landnámu segir frá Grími landnámsmanni,
sem Grímsnesið dregur nafn af. Þar er föðurnafns hans
ekki getið, en í Droplaugarsona sögu er hann sagð-
ur Rögnvaldsson af Jamtalandi. Grímur var víkingur
og herjaði fyrir vestan haf ásamt bræðrum sínum og
frændum. Þeir komu í Suðureyjar þar sem þeir drápu
Ásbjörn jarl, sem kallaður var Skerjablesi. Guttormur,
bróðir Gríms, varð þá „formaður eyjanna", en Grímur
fékk Álöfu, dóttur Þórðar vaggagða, sem verið hafði
kona jarlsins.
Þegar þeir frændur sneru aftur úr vesturför-
inni hélt Grímur til Islands ásamt Álöfu og föru-
neyti. Þegar þangað kom nam hann „Grímsnes allt
upp til Svínavatns“. Hann bjó fyrstu fjögur árin í
Öndverðarnesi, en reisti síðan bæ á Búrfelli og bjó
þar til æviloka.
Klausturhólar voru í landnámi Gríms og þar end-
aði hann ævi sína. Hann lenti í deilum vegna landa og
gekk á hólm við Hallkel, bróður Ketilbjarnar gamla,
„undir Hallkelshólum". Þar féll Grímur, en Hallkell
reisti sér bú „at Hólum“ og bjó þar síðan. Talið er að
Hallkelshólar séu hólarnir, sem nú heita Seyðishólar
og jörðin, sem í gömlum heimildum var nefnd Hólar,
hin sama og síðar nefndist Klausturhólar.
Samkvæmt þjóðsögunni var Grímur landnámsmað-
Fróðleik þennan um Klausturhóla flutti Jón Þ.
Þór sagnfrœðingur, síðastliðið sitmar, í tengslum
við Grímsneshátíðina Brú til Borgar, en þá var
minnst genginna kynslóða á Klausturhólum, hin-
um forna kirkjustað. Gamli kirkjugarðurinn var
þá til sýnis, endurbœttur og fagur, og afhjúp-
aður var minningarskjöldur um kirkjuna og
kirkjugarðinn og upplýsingakort með sögu stað-
arins.
Klausturhólaprestakall var við lýði í 86 ár, frá 1801
til 1887 er það var Iagt til Mosfells í Grímsnesi. Séra
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, af-
hjúpar hér minnisvarða um kirkjurnar í Klausturhólum
og þá sem hvfla í kirkjugarðinum þar. (Ljósmynd
Guðmundur Guðmundsson)
ur heygður undir Hallkelshólum, á eða nærri staðnum
þar sem hann féll. Þar heitir síðan Grímsleiði og er í
túninu á Klausturhólum. Það var að sögn vestan undir
hól einum, sem nefndur var Goðhóll eða Goðahóll.
Þar átti að hafa staðið hof í heiðnum sið og sá lengi
til tóttar þess. Hún var um þrjátíu fet á lengd og tíu
á breidd. Um miðbik 19du aldar hafði hóllinn verið
sléttaður og þá var tóttin horfin.
Eignarhald og ábúð fyrir 1800
Af Landnámu má ráða, að Hallkell hafi sest að og
búið í Hólum í Grímsnesi eftir að hann felldi Grím
landnámsmann, og synir hans búið þar eftir hans dag.
Annars er fátt vitað um ábúendur og eignarhald á
jörðinni fyrr en kemur fram á 14du öld. Þá eignaðist
Vigfús Ivarsson hólmur, hirðstjóri um 1390-1415,
jörðina en mun aldrei hafa búið á henni sjálfur.
Vigfús er talinn hafa látist um 1419 og þá komst
jörðin í eigu erfingja hans. Þeir áttu hana til ársins 1433
er Guðríður Ingimundardóttir, ekkja Vigfúsar, gaf
Viðeyjarklaustri hana fyrir sálu Vigfúsar og Erlends
sonar þeirra. Gjafabréfið var gert í Brautarholti 16da
apríl 1433 og var svohljóðandi:
Þad giore ec gvdridur ingemvndzdotter oll-
vum godvum monnvm kvnnigt med þesso mino
http://www.ætt.is
13
aett@aett.is