Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Qupperneq 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Hér stendur hún amma mín á heimreiðinni að Höfða, bænum sem er henni svo kær. í bakýn er Hvítá þar sem laxinn
var veiddur og Auðsholtið sem var að hluta í eigu forfeðra hennar og fjölskyldu fram á miðja síðustu öld. Vörðufellið
rís hátt í suðrinu.
asti „flakkarinn“ í Tungunum. Hann var víst einbúi
þótt hann væri á sífelldu flakki. Sagt var að hann ætti
tuttugu ketti. Hann var kallaður „Palli í Kotinu“. Hann
var illa til fara, með mikið skegg, og ömmu fannst
hann ógnvekjandi. Hann var alltaf með stóran poka
með sér og amma var hrædd um að hann mundi stinga
henni í pokann og taka hana með sér. Hann flakkaði
á milli bæja og dvaldi stundum næturlangt á Höfða.
Pokinn hans var alltaf fylltur af mat þegar hann fór.
Afanöfnin
Víglundur, móðurafi ömmu Dúddu, var mjög söng-
elskur. Hann varforsöngvari íkirkjunni áTorfastöðum
á yngri árum og síðar alla sína tíð í Skálholtskirkju.
Einar Kri stjánsson stórsöngvari var bróðursonur hans.
Víglundur missti föður sinn ungur og var settur í fóstur
til Magnúsar Helgasonar prófasts á Torfastöðum, síð-
ar skólastjóra Kennaraskólans, og hlaut þar mjög gott
uppeldi og atlæti. Víglundur skírði síðar elsta son
sinn, Magnús Víglundsson, í höfuðið á honum.
Víglundur var búfræðingur og var því vel undir
búskapinn búinn þegar hann giftist Sesselju, fyrri
konu sinni, frá Auðsholti. Með henni fékk hann hálft
Auðsholtið. Hann missti hana mjög fljótlega og
Sesselja langamma mín, sem var fyrsta barnið hans
í seinna hjónabandi, með Jóhönnu, var skírð nafninu
hennar.
Víglundur tók móður sína, Halldóru Snorradóttur,
til sín að Höfða, eftir að þau Jóhanna giftust. Halldóra,
sem lést 1932, var blind árum saman. Þannig dóu
báðar ömmur „ömmu Dúddu“ á Höfða. Halldóra
hafði misst Helga mann sinn, aðeins 42 ára gamlan,
frá fjórum drengjum, níu, sex, fimm og þriggja ára.
Amma var skírð Þórhildur eftir föðurafa sínum, Þórði
í Vötmúla, sem dó ári áður en hún fæddist, og Vigdís
eftir Víglundi, móðurafa sínum. Víglundur náði að sjá
ömmu mína nýfædda, en hann lést þegar hún var á
fyrsta ári.
Bjargaði Skálholti
Amma er mjög stolt þegar hún segir mér að Víglundur
afi hennar hafi farið ásamt tveim öðrum hreppsnefnd-
armönnum, þeim Þorfinni á Spóastöðum og Tómasi í
Auðsholti, suður á fund biskups, til þess að mótmæla
því að Skálholtskirkja var lögð af og sóknin flutt að
Torfastöðum. Það varð til þess að gert var við kirkj-
una og sóknin stofnuð aftur. Um þessa „suðurför“
þeirra hreppsnefndarmannanna vitnar lítið skilti í
anddyri Skálholtskirkju.
En Víglundi, afa „ömmu Dúddu“, sem þótti ein-
staklega vandaður og vammlaus maður, tókst ekki
eins vel til þegar hann skrifaði upp á plagg þar sem
hann afsalaði sér Arnarholtinu, föðurleifð sinni
Þá hafði honum verið gefið einum of mikið í glas,
sögðu þær dætur hans, en annars mátti varla á þessi
hræðilegu mistök minnast.
Amma segir mér að flest leiðin í Skálholtskirkju-
garðinum hafi verið sléttuð út, en leiði Halldóru
Snorradóttur, ömmu hennar, sé þó enn sýnilegt og vel
merkt, og hjá henni hvílir sonardóttir hennar, Helga,
sem dó úr lungnabólgunni tvítug að aldri.
Við þessa löngu frásögn ömmu minnar geri ég mér
ljóst hversu djúpar rætur hennar eru í Biskupstungunum
og minningarnar margar. Þar raða bæirnir sér upp hver
við annan: Höfði, Arnarholt og Auðsholt sem allir voru
í eigu forfeðra hennar og svo Skálholt, Bræðratunga,
Hvítárbakki, Hrosshagi og Spóastaðir, þar sem sam-
skiptin voru mikil, kynslóð fram af kynslóð.
http://www.ætt.is
6
aett@aett.is