Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012 Búrfellskirkja er elsta timburkirkja í Skálholtsstifti, reist 1845, í tíð Jóns Halldórssonar stórbónda á Búrfelli. Hún var fyrsta timburkirkjan á staðnum og þótti hið vandaðasta hús á sinni tíð. Artalið 1845 lét Jón steypa úr kopar og festa á fjöl yfir kirkjudyrum og þar er það enn. Kirkjan var bændakirkja í rúm 100 ár en hefur verið í eigu safnaðarins frá 1947. (Ljósmynd Guðmundur Guðmundsson) Búrfelli, Anna Jónsdóttir, sem þá var 35 ára gömul og nær 20 árum yngri en séra Jón. Hann bað nú Önnu og fékk jáyrði hennar. Það er í sögnum gamalla Grímsnesinga að séra Jón hafi sagt við Bjöm á Búrfelli: „Þú hefðir átt að vera giftur henni Önnu, en nú tek ég hana frá þér fyrir eig- inkonu. Mál er nú fyrir þig að festa þér konu og hana á ég sjálfur handa þér, dóttur mína Ragnhildi.“ Þegar þessir atburðir gerðust var Björn orðinn 42 ára gamall og Ragnhildur, prestsdóttir, 22 ára heimasæta í Klausturhólum. Þessi giftingamál milli Búrfells og Klausturhóla virðast hafa gengið nokk- uð auðveldlega. Ráðskonan á Búrfelli fluttist að Hólum og giftist séra Jóni og um sömu mundir fluttist Ragnhildur prestsdóttir að Búrfelli og giftist Birni. I morgungjöf fékk hún hálft Búrfellið. Þar með voru örlagaþræðirnir hnýttir með þessu hefðarfólki á Búrfelli og Klausturhólum. Dóttirin Margrét Þau Anna og Jón lifðu saman í hjónabandi í sex ár. Þá andaðist séra Jón, aðeins sextugur að aldri. Þau hjón- in eignuðust saman þrjú börn, tvo syni sem báðir hétu Jón og dótturina Margréti. Anna giftist öðru sinni séra Halldóri presti á Mosfelli, bróður Steingríms biskups. Séra Halldór var ekkjumaður, 59 ára gamall, og Anna var þá 43 ára. Ekki áttu þau hjónin börn saman. Anna var oft nefnd Maddama Anna. Hún var talin skörungskona og var víðþekkt fyrir gestrisni og höfð- ingslund, ekki síst við fátæka og bágstadda. Ragnhildur og Björn áttu einnig tvo syni, sem líka hétu Jón. Eldri sonurinn lærði söðlasmíði og varð bóndi á Hömrum, sá yngri varð prestur. Þau eignuðust einnig dótturina Margréti, sem átti eftir að verða mik- ill örlagavaldur í sögunni. Renndu hýru auga Björn bóndi á Búrfelli andaðist aðeins 58 ára gam- all. Hann hafði þá verið einn af mestu virðingarmönn- um sveitarinnar á fyrri hluta 19. aldar. Nú urðu marg- ir til þess að líta hýru auga til ekkjunnar Ragnhildar. Hún var þekkt fyrir handavinnu sína og hýbýlaprýði á Búrfelli. Gamalt fólk í Grímsnesinu, sem Skúli Helgason ræddi við, mundi Ragnhildi vel og sagði að hún hefði haft óvenjumikið, ljósgult hár og verið hin höfðingleg- asta í framkomu en gerst nokkuð feitlagin með aldr- inum. Hún bjó einnig við mannvirðingar og vinsældir. Að ráði Steingríms biskups giftist Ragnhildur Jóni Halldórssyni sem verið hafði ráðsmaður biskups. Jón bjó síðan á Búrfelli í yfir 20 ár og var einn stórbrotn- asti atorkubóndi á Suðurlandi um sína tíð. Allt var þar eins: framkvæmdir, búsæld, snyrtimennska og verkhyggja. Á Búrfelli var mikill auður í garði. Jón byggði fyrstu timburkirkjuna á Búrfelli og byggði upp öll bæjarhúsin. Hann var gestrisinn og óspar á veitingar og hafði auga fyrir fegurð og skrauti. En örlögin áttu eftir að bera hann burt frá Búrfelli, á ókunnar slóðir. Þar hrakaði fljótt hagsæld hans og var þá sem hamingjan sneri við honum bakinu. Eftir meira en aldarfjórðung kom hann aftur í Grímsnesið, ellimóður og örsnauður af fé, og þar lauk hann ævigöngu sinni háaldraður og eflaust saddur lífdaga. Stjúpdóttirin Ástæðu þessa mikla viðsnúnings gæfunnar má rekja til eftirfarandi atburðar: Þeim Jóni og Ragnhildi hafði ekki orðið barna auðið, en hann var stjúpbörnum sínum mjög góð- ur. Sérstaklega var Margrét í miklu eftirlæti og mátti hann ekki af henni sjá. Hún þótti snemma mann- vænleg stúlka og bera af flestum jafnöldrum sínum í sveitinni. Hún var hin álitlegasta útlits og hafði hug- þekka framkomu. En Jón, stjúpfaðir hennar, hafði hana í svo miklum metum og eftirlæti að hann gat naumast hugsað sér að missa hana af heimilinu. Þeim, sem gerðust svo djarfir að koma í biðilserindum að Búrfelli, vísaði Jón tafarlaust frá. Þegar Margrét var orðin 32 ára bað hennar Guðmundur nokkur Guðmundsson frá Landakoti á Vatnsleysuströnd. Hann þótti greindur maður og skemmtilegur, þótti gott í staupinu og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann var einnig dugnaðarmað- http://www.ætt.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.