Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012 Frásögn Agnesar Guðfinnsdóttur Anna Guðrún Finnsdóttir Auminginn sem ekkert á einatt kinn má vœta. Sæll er sá er sjálfur má sína nauðsinn bœta. Eg byrja þetta erindi með vísu sem er gamall hús- gangur, því fyrri partur vísunnar kemur alveg heim við ævi Önnu Guðrúnar Finnsdóttur, er eg ætla að segja hér frá. Eg kynntist Önnu á 3. tug þessarar aldar í Skagafirði. Anna Guðrún Finnsdóttir var komin af bláfátækum foreldrum og var uppeldið eftir því. Ekki tók betra við er hún þurfti að fara að vinna fyrir sér sjálf. Hefði eg ekki trúað að slíkt gæti gerst hjá siðuðu og vel stæðu fólki, ef hún hefði ekki sagt mér það sjálf. Eg er viss um að ekki var um ýkjur að ræða. Þó Anna væri fá- fróð átti hún ekki illgimi til. Ég hafði bara gaman af gömlu konunni, skrifar Agnes Guðfinnsdóttir. Hún var kát og spjallaði mikið, þegar hún gat það fyrir hósta. Hóstinn var eini arfurinn er hún hafði hlotið í lífi sínu fyrir vonda aðbúð og klæðleysi. Hún var fróð og minnug um menn og málefni frá fyrri árum. Eg heyrði hennar fyrst getið á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahrepp. Var hún þá orðin gömul. Vildi hún ekki annars staðar vera; hafði hún tekið svo miklu ástfóstri við sonu hjónanna er þar bjuggu, Jónasar og Maríu. Synir þeirra vom Pálmi, Sigurður og Jóhann. Voru þeir þá fullorðnir en hún hafði kynnst þeim sem smábörnum. Hafa þeir sennilega ekki lagt illt til gömlu konunnar því hún var barngóð að upplagi. En hjá þeim hjónum var hún búin að vera í áratugi. Anna var send á Seyluhrepp á þriðja tug þessarar aldar. Var henni þá komið fyrir um tíma á þeim bæj- um er vildu taka hana meðgjafarlaust, því víða voru barnmörg heimili, lítið húsrúm og margir munnar til að metta. Þaklaus tóft Anna var um tíma hjá okkur hjónunum á Ytra- Skörðugili. Hafði eg bara gaman af gömlu konunni. Hún var kát og spjallaði mikið, þegar hún gat það fyr- ir hósta. Var það eini arfurinn er hún hafði hlotið í lífi sínu fyrir vonda aðbúð og klæðleysi. Hún mundi fyrst eftir sér sem smábarn hjá foreldr- um sínum. Áttu þau þá heima í litlum moldarkofa uppi í Sæmundarhlíð. Ekki vissi hún hvað þau hefðu verið þar lengi. Þaðan var þeim vísað á Seyluhrepp, því þar áttu þau sveitfesti. Fengu þau nú lánaða tóft í Glaumbæ hjá síra Hannesi Jónssyni, er þar var þjónandi prest- ur. Ekkert þak var yfir tóftinni og tjölduðu þau yfir með pokum. Faðir Önnu átti fimm kindur og voru þær króaðar af í tóftinni. Anna lýsti þeim með lit og ýmsum einkenn- um. Þótti henni vænt um kindumar. Sagðist hún oft hafa farið í stíuna þegar kalt var hjá þeim um vet- urinn. Það hefði verið svo gott að liggja upp við volga kindarkroppana, kindurnar voru gæfar og mannvanar, Þegar leið á veturinn fór að vera lítið að borða; sagðist Anna þá oft hafa verið svöng. Fór þá Finnur að hitta síra Hannes í Glaumbæ og spurði hvort hann mætti hirða trippi er farið hafði ofan í Glaumbæjamýrarnar Agnes Guðfinnsdóttir var húsmóðir á Ytra- Skörðugili í Skagafirði. Hún var fædd 1897 og lést 1987. Hún skráði ýmsar minningar sínar bœði í bundnu og óbundnu máli. Hún kallaði skrifsín „Litið um öxl á langri œvi“, og gafþau afkomendum sínum og systkinum til ómetanlegs fróðleiks og ánœgju. Minningabrot Agnesar eru birt með góðfúslegu leyfi barnabarna hennar, Heiðar Agnesar Björnsdóttur og Magnúsar Jóns Björnssonar. http://www.ætt.is 16 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.