Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvenrber 2012
og gaman, segir amma, og verður ung í annað sinn.
Hún lærði líka á píanó hjá Aage Lorange í nokkur ár
og spilaði á jólatrésskemmtunum í skólanum. Það var
mikil upphefð.
Mig langaði til þess að forvitnast nánar um ásta-
málin í þá daga. Amma verður hugsi og segir svo:
„Strákarnir heilluðu auðvitað þegar við fórum að eld-
ast, en það versta var að við stelpumar vorum yfirleitt
skotnar í sömu strákunum - þessum sætu! Samböndin
entust þó oftast stutt eins og oft vill verða á unglings-
árunum.
Þegar hér var komið sögu var tímabært að ljúka
okkar skemmtilega og fróðlega spjalli enda vöfflurn-
ar búnar og kaffið orðið kalt. Ég hafði sérlega gam-
an af því að ræða við ömmu um ungdómsárin og líf-
ið í sveitinni. Við áttum góða og einstaklega fróðlega
stund saman og nutum hennar báðar.
Víglundur Helgason og Jóhanna Þorsteinsdóttir voru
afi og amma Dúddu, ömmu minnar. Þau bjuggu á Höfða
alla sína tíð og þar fæddist og dó Jóhanna. Það var
Guðrún, móðir Jóhönnu, sem fékk Höfðann í heiman-
fylgju þegar hún gifti sig.
Hjörtur Amórsson:
Best er að falli bragurinn
Eftir að hafa lesið nokkrar grein-
ar og viðbætur um Framhjáhald
bœndanna í síðustu Fréttabréfum
Ættfræðifélagsins, sendi Hjörtur
Arnórsson á Akureyri eftirfar-
andi grein þar sem hann spinnur
við framhjáhaldið og vísurnar
og segir frá fleiri bændavísum,
nokkrum þingeyskum skáldum
og ýmsum samskiptum þeirra.
Baldvin Jónatansson var þing-
eyskt alþýðuskáld, elstur þeirra er
fengu birt ljóð sín í bókinn Þingeysk
Ijóð sem kom út 1940. Hann var þá
áttræður. Þar segir hann:
Þótt ég beri þráfallt hér
þröngan skó áfœti,
enginn taka mái frá mér
mína eðliskœti.
Baldvin kom í Sand á þorra-
þrælinn 1920 og sat þar hríðteppt-
ur á konudaginn. Þá um kvöldið
settust þeir við yrkingar gesturinn
og Guðmundur bóndi og byrjuðu
á að kveða um bændur i Nessókn.
Þóroddur segir frá þessu í bók-
inni um föður sinn, Guðmundur
Friðjónsson -œvi og störf-. Bauðst
hann til að færa afraksturinn á
blöð. Næst voru það húsfreyjurnar,
síðan unga fólkið og ógifta. Þegar
ég fór, um 1980, að spyrja eldra
fólk hvort það myndi eftir þessurn
vísum varð Heiðrekur á Sandi mér
drýgstur heimildarmaður. Þennan
dag, þegar kveðskapurinn fór
fram, var hann tæplega hálfnaður
með tíunda árið, en á næstu miss-
erum lærði hann nær allar vísurnar,
en mundi best það sem ort var um
það fólk sem hann þekkti þá þeg-
ar. Kver með vísunum var lengi
til á Sandi og var lánað til upp-
skriftar, en Þóroddi tókst hvorki að
finna það, né afrit af því, er hann
undirbjó bók sína sem kom út
1950. Heiðrekur sagði föður sinn
hafa ort upp sumar vísurnar næstu
dagana á eftir og minnkaði hlut-
ur Baldvins við það, en Baldvini
fannst að hann ætti þar jafnan hlut
að í upphafi. Baldvin átti þá heima
á Húsavík, ferðaðist um og seldi
bækur og þekkti því marga.
Guðmundur þar situr Sand,
syngur á hörpustrengi.
Sá hefur orða beittan brand
brýndan vel og lengi.
Yfir mannlífs sollinn sjó
sér úr fordyrinu.
Alltaf stendur hann eitthvað þó
upp úr votenginu.
Slæmar heimtur urðu á vísunum
um húsfreyjurnar þarna sem víðar.
Mælt er að á Sandi sé
seggur lítið hreykinn.
Bjartmar nœði brúði á hné
brygði hann sér í leikinn.
Nýbýlið Austurhagi var um
aldamótin 1900 byggt á þriðj-
ungi gömlu jarðarinnar og var
Hagi því stundum nefndur Vestur-
Hagi næstu árin á eftir. Vísan um
Jakob (sú sem birtist á bls. 2 í 1. tbl
Ættfræðifélagsins 2012) er svona
eins og Heiðrekur hafði hana:
Jakob Hagann Vestur- ver
veiðir á dorg með snilli.
Oft á skörum afla ber
ála tveggja milli.
Vísnabálkur þessi var eitthvað
fluttur á mannfundum næstu miss-
erin en honum lýkur svona:
Best er aðfalli bragurinn.
Bjóða skal ei meira.
Nú er komið nóg um sinn.
Njóti þeir sem heyra.
http://www.ætt.is
8
aett@aett.is