Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2012, Page 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2012
Snjólaug G. Jóhannesdóttir:
Sinn er siður í fjölskyldu hverri
Öll heitum við eitthvað því enginn er svofátœk-
ur að honum sé ekki gefið nafn. En hvað ræður
vali á nafni? Eru það hefðir, þörffyrir frumleika,
tíska eða eitthvað allt annað? I œttinni minni má
sjá að það er ríkjandi val á nöjhum úr ættinni
hjá þvífólki sem er á miðjum aldri. Aftur á móti
eru fjölskyldunöfnin hverfandi hjá unga fólkinu
og það velur frekar nöfn út í bláinn.
Hér á landi eru lög um nafngiftir og í 2. gr. laga um
mannanöfn segir m.a.
Eiginnafn skal vera íslenskt og hafa unnið sér
hefð í íslensku máli. Það má ekki brjóta í bág
við íslenskt málkerfi. Eiginnafn má ekki heldur
vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama
(Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson, 1991:81).
Mannanafnanefnd sem starfar á vegum ríkis-
ins hefur meðal annars það hlutverk að úrskurða
um ágreiningsmál, er upp kunna að koma um nöfn.
Nefndin er oft umdeild enda hefur hún úrslitavald
um hvort nafn er samþykkt. Það er auðvitað mjög
persónubundið hvað hverjum og einum finnst fallegt
nafn og útilokað að allir geti verið á eitt sáttir um það.
í úrskurði mannanafnanefndar frá 17. desember 2009
var til dæmis samþykkt karlmannsnafnið Snjóki.
Fyrir mér er þetta algjör afbökun á gælunafni mínu
sem er Snjóka, en að öllum líkindum finnst þeim sem
um sóttu það vera hið besta nafn.
Þegar nöfn Islendinga eru skoðuð, fyrr og nú, má sjá
miklar breytingar. Ný nöfn hafa bæst inn í nafnaforða
okkar, en þó lifa sum eldri nöfn enn góðu lífi. Arið
1703 voru þessi kvenmannsnöfn algengust á landinu
í eftirfarandi röð: Guðrún, Sigríður og Ingibjörg. Arið
Snjólaug Guðrún Jóhannesdóttir fœddist árið
1959. Dóttir Jóhannesar Eiríkssonar nautgripa-
ræktaráðunauts hjá Búnaðarfélagi Islands og
Guðrúnar Björgvinsdóttur skrifstofukonu, sem hœði
eru látin. Hún ólst upp í vesturbœnum í Reykavík,
yngst þriggja systkina. í föðurœtt á hún œttir að
rekja til Laxamýrar í Suður-Þingeyjarsýslu og
til Norður-Þingeyjarsýslu í œtt sem rakin er til
Styrbjarnar sterka. Móðurfólkið er úr Reykjavík
og Borgarftrðimtm af Deildartunguœtt. Snjólaug
er gift Halldóri Sœvari Kjartanssyni fram-
kvæmdastjóra. Hún á þrjú börn ogfjögur barnabörn.
Starfsvettvangur hennar var um langt árabil hönn-
un og sala á eldhúsinnréttingum ásamt öðruin inn-
réttingum fyrir heimili. Árið 2009 hóf hún nám við
Háskólabrú Keilis og fór að því loknu í Háskóla
Islands þar sem hún stundar nú nám íþjóðfrœði.
Hér sitjum við Bergdís Hörn, dóttir mín, f. 1975, og
dóttir hennar Þórunn Snjólaug, f. 2010, þrjár kynslóðir
í kvenlegg, og tvær nöfnur. Þórunn Snjólaug litla er 5.
Snjólaugin í beinan legg í 200 ár!
2006 er Guðrún ennþá í fyrsta sæti, Anna kemur þar
inn á eftir og Sigríður hefur færst í þriðja sæti.
Sambærilegt má sjá í vinsældum karlmannsnafna
þá og nú. því tvö af vinsælustu karlmannsnöfnunum
árið 1703 eru enn á lista yfir þrjú algengustu nöfnin
árið 2006. Nafnatískan hefur þó tekið miklum breyt-
ingum síðustu ár.
Eftirtalin nöfn eru á lista yfir 20 algengustu nöfn
barna 0-4 ára 2007 en ekki á lista yfir 100 algengustu
nöfn allra íslendinga sama ár: Gabríel, ísak, Mikael,
Aníta, Birta, Embla og Emilía (Sölvi Sveinsson,
2007:118).
Það verður því eflaust mjög fróðlegt að skoða lista
yfir algengustu nöfnin eftir um það bil 20 ár og sjá
hvernig nafnavenjur þróast næstu árin.
Miklar hefðir
I föðurætt minni hafa miklar hefðir verið við lýði.
En þó sýnist mér það vera að breytast. Föðurafi
minn og amma voru Eiríkur Jónsson frá Klifshaga, f.
1896 d. 1980 og Snjólaug Guðrún Jóhannesdóttir frá
Laxamýri, f. 1903 d. 1957. Börn þeirra: a) Jóhannes
Þórir, b) Rósa Jóna, c) Sturla, d) Snjólaug Guðrún.
Móðurafi minn og amma voru Björgvin Þórðarson,
f. 1908 d. 1945 úr Reykjavík og Ragnhildur Jónsdóttir
frá Úlfsstöðum í Borgarfirði, f. 1898 d. 1934. Börn
þeirra: a) Svala, b) Guðrún, c) Ragnhildur.
Eg heiti eftir föðurömmu minni, Snjólaugu
Guðrúnu, en nafnið Snjólaug nær þó nokkuð lengra
aftur í ættina. Með aðstoð íslendingabókar gat
ég rakið nafnið til formóður minnar, Snjólaugar
Þorsteinsdóttur, sem var fædd árið 1657. Þetta nafn
var eingöngu til á Norðurlandi á nítjándu öld en hefur
breiðst út með árunum og flutningum fólks um land-
ið.
Ekki eru það allt ættmenni mín sem bera nafnið, en
http://www.ætt.is
9
aett@aett.is