Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 2
Húsið við Kaldasel í Breiðholti sem
kviknaði tvisvar í á einum sólarhring
var nýlega selt, að sögn Gunnars
Hilmarssonar, aðalvarðstjóra hjá
lögreglustöðinni á Dalvegi. Ekki er
vitað hversu margir bjuggu í húsinu.
Þá eru eldsupptök enn ókunn.
Fyrst barst slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins útkall vegna elds í hús-
inu á sjöunda tímanum í gærmorg-
un. Klukkan tíu mínútur yfir átta í
gærkvöldi barst slökkviliðinu aftur
útkall vegna elds í húsinu. Þá voru
allar stöðvar slökkviliðsins farnar af
vettvangi nema ein.
Því var allt tiltækt lið slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins sent að hús-
inu í tvígang á einum sólarhring.
Slökkvistarfi lauk í annað sinn á
ellefta tímanum í gærkvöldi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá slökkvilið-
inu varð gríðarlegt tjón á húsinu.
Mögulega þarf að rífa þak þess af til
þess að opna það betur.
Húsið var selt fyrir skömmu
Allt tiltækt slökkvilið kallað út tvisvar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldur Frá aðgerðum slökkviliðs um kvöldið þegar eldur hafði aftur kviknað.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slökkvilið Mikill eldur kviknaði í húsinu í gærmorgun. Hér má sjá hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021
Sameyki stéttarfélag
í almannaþjónustu óskar eftir íbúðum
og/eða sumarhúsum til leigu
Sameyki Stéttarfélag í almannaþjónustu, óskar eftir sumarhúsum
og/eða íbúðum á leigu fyrir félagsmenn sína sumarið 2021.
Einungs húsnæði í góðu ásigkomulagi
og í frágengnu umhverfi kemur til greina.
Upplýsingar um staðsetningu, stærð, aldur eignar, verð, ástand,
fjölda gistirýma og aðra aðstöðu s.s. heita potta skulu koma fram,
ásamt myndum.
Áhugasamir sendi upplýsingar til Ásu á netfangið
asaclausen@sameyki.is fyrir 5. febrúar nk.
Öllum tilboðum verður svarar.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Undirbúningi friðlýsingar háhitasvæð-
is Geysis fyrir orkunýtingu er lokið hjá
Umhverfisstofnun. Málið er nú á borði
ráðherra.
Unnið hefur verið að málinu í eitt ár.
Vegna villu í tillögu að auglýsingu hef-
ur málið þurft að fara einn hring til við-
bótar meðal umsagnaraðila, meðal ann-
ars sveitarfélagsins Bláskógabyggðar.
Verndarflokkur friðaður
Grundvöllur friðlýsingar svæðisins
fyrir orkunýtingu er að því var skipað í
verndarflokk hjá verkefnisstjórn
rammaáætlunar á sínum tíma. Sex at-
hugasemdir bárust þegar tillögurnar
voru auglýstar, meðal annars frá land-
eigendum í nágrenninu. Snerust þær
mikið um afmörkun svæðisins, máls-
meðferð og tillögu að friðlýsingarskil-
málum. Umhverfisstofnun svaraði at-
hugasemdum og sendi málið til
ráðherra.
Náttúruvættið þegar friðað
Friðun Geysis er tvíþætt. Á síðasta
ári var Geysir friðlýstur sem náttúru-
vætti, í kjölfar þess að ríkið eignaðist
hverinn og næsta nágrenni hans. Frið-
lýsing orkunýtingar sem nú er unnið að
er mun víðtækari.
Nú er verið að undirbúa gerð stjórn-
unar- og verndaráætlunar fyrir nátt-
úruvættið og hefur Umhverfisstofnun
umsjón með því. Sveitarstjórn Blá-
skógabyggðar hefur tilnefnt tvo full-
trúa í starfshóp um gerð áætlunarinn-
ar. Þeir eru Helgi Kjartansson oddviti
og Agnes Geirdal, formaður umhverf-
isnefndar. helgi@mbl.is
Friðlýsing háhitasvæðis
Geysis á borði ráðherra
Verndaráætlun fyrir náttúruvættið
Morgunblaðið/Ómar
Strokkur Geysissvæðið hefur lengi
dregið að fjölda ferðafólks.
Guðmundur Felix Grétarsson er
kominn á fætur eftir handleggja-
ágræðslu og tók léttan dans til þess
að fagna afrekinu. Guðmundur Fel-
ix birti myndskeið af áfanganum á
Facebook-síðu sinni í gær. Í mynd-
skeiðinu má sjá hann hæstánægðan
með að komast fram úr rúminu með
góðri hjálp heilbrigðisstarfsmanna,
og með nýju handleggina kirfilega
reyrða upp við líkamann.
Áður en Guðmundur Felix stóð
upp í gær hafði hann verið rúm-
liggjandi síðan hann undirgekkst
aðgerðina 14. janúar síðastliðinn.
Guðmundur Felix
kominn á fætur
Vísindamenn við Háskólann í Árós-
um og við rannsóknarsjúkrahúsið í
Árósum hafa greint erfðaafbrigði
sem getur haft áhrif á hvort börn
eigi erfitt með að hætta að væta
rúmið þegar þau eldast.
Flest börn hætta að væta rúmið
við fimm eða sex ára aldur en það á
ekki við um öll börn. Noctural en-
uresis (leggst út sem næturvæta á
íslensku) er þegar börn væta rúmið
sitt ítrekað eftir fimm ára aldur. Tal-
ið er að nætuvæta hrjái um 16% sjö
ára barna en lítinn hluta eldri barna.
Næturvæta hefur áhrif á geð-
heilsu barns og sjálfstraust þess.
Erfðamengi um 3.900 danskra
barna, sem greinst höfðu með NE,
voru greind og borin saman við
erfðamengi viðmiðunarhóps.
Greindir voru tveir erfðaþættir
sem tengdir voru við NE, annar á
litningi sex og hinn á litningi þrett-
án. Sérstaklega var genið PRDM13
á sjötta litningi skoðað en það er tal-
ið hafa áhrif á svefnmynstur. Tvö
önnur gen voru sérstaklega skoðuð.
Niðurstöður vísindamannanna
voru svo staðfestar með því að bera
þær saman við erfðagögn úrtaks frá
Íslenskri erfðagreiningu. Úrtak ÍE
náði til 5.475 NE-tilfella og var borið
saman við rúmlega 300.000 erfða-
mengi viðmiðunarhóps. Niðurstöður
samanburðarins skutu styrkari stoð-
um undir niðurstöður dönsku rann-
sóknarinnar. Niðurstöðurnar gefa til
kynna að ákveðin gen auki líkurnar
á næturvætu en ekkert eitt gen veld-
ur henni.
Eykur lík-
ur á næt-
urvætu
Ný rannsókn bygg-
ist á niðurstöðum ÍE
„Það er dálítið mikill snjór,“ sagði
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
á Akureyri, í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. Hún sagði íbúa
Akureyrar vera vana miklu magni
af snjó á þessum tíma og þeir hefðu
séð það svartara – eða jafnvel
hvítara. Mikið snjóaði um helgina
og í gær.
„Það eru allir að gera sitt besta
að ryðja, það er gríðarlegt magn af
snjó og þetta tekur allt tíma,“ sagði
Ásthildur.
Þá sagði hún að allir ættu að
komast til vinnu þrátt fyrir að fennt
hefði yfir suma bíla. „Við höfum
verið svo heppin að það er ekki búið
að snjóa mikið það sem af er þess-
um vetri. Veður er eitthvað sem við
ráðum ekki við og erfitt er að
áætla. Það er ómögulegt að segja til
um kostnað eins og er, reikning-
arnir koma bara um mánaða-
mótin,“ sagði Ásthildur. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Hafa séð
það hvítara