Morgunblaðið - 26.01.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021
SÉRBLAÐ
SMARTLANDS
BLAÐIÐ
Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Fjallað verður
um tískuna 2021
í förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði auk
umhirðu húðarinnar,
heilsu, dekur o.fl.
Allt frá árinu 1969
var aðskilnaður milli
almannatrygginga og
lífeyriskerfisins. Þetta
breyttist með hruninu
og við tóku allsherjar
skerðingar frá 2009 til
2013. Eftir það var létt
nokkuð á skerðingum,
en þær síðan teknar
upp að nýju 1. mars
2017. Reglurnar 2009
voru þær að aðeins mátti vinna fyrir
kr. 25.000 á mánuði án skerðinga.
Sem sagt nánast bannað að vinna.
Þessi mörk voru hækkuð 2017 í kr.
100.000 og þótti mikil bót eða hvað?
Ef fólk reyndi að vinna sér til bjarg-
ar umfram þessa upphæð myndu
greiðslur almannatrygginga skerða
umframgreiðslu um 45%, og með
frádregnum tekjuskatti væri eftir
um kr. 20.000 af hverjum kr.
100.000. Hvað myndu menn segja ef
lagður væri allt að 81,9% skattur á
launatekjur yfir eina milljón á mán-
uði?
Skerðingarnar hafa staðið
óbreyttar síðan, þótt allar aðrar
greiðslur í samfélaginu, nema
greiðslur almannatrygginga, hafi ár-
lega tekið mið af verðlagi og
launaþróun.
Neyðarúrræði hjóna eða
sambúðarfólks
Hjón eða sambúðarfólk, sem býr
við þær aðstæður að hafa aðeins um
380 til 420 þúsund á mánuði sam-
anlagt, eru líklega um fjögur þúsund
talsins. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa
þau greitt í lífeyrissjóð, bæði eða
annað, meirihluta starfsævi sinnar.
Hvaða neyðarúrræði geta þau átt, til
að lifa af með fjárhagslegri reisn?
Líklega aðeins það að skilja og leigja
síðan öðrum aðilanum með leynd að-
stöðu í íbúð sinni, sem þau eiga eða
leigja í dag. Þannig bættu þau fjár-
hag sinn fyrir utan skatt um 134.450
krónur á mánuði. Þetta hlyti að telj-
ast neyðarréttur þessa fólks, sem
býr við ofurskerðingar á greiðslum
almannatrygginga gagnvart vinnu-
og lífeyrissjóðstekjum. Giftast síðan
á ný þegar leiðrétting hefur náðst
fram.
Neyðarúræði þess einstaklings
sem býr einn
Þessi einstaklingur nýtur greiðslu
frá TR að upphæð kr. 333.258 á
mánuði. Vilji hann hjálpa afkom-
anda, frænda eða frænku með því að
fá að búa á heimilinu
eða að fá hjálp sjálfur
með því að fá afkom-
anda til að búa hjá sér
er hann skertur um kr.
67.225 á mánuði, og ef
TR kemst ekki að því
strax, þá er skerðingin
afturvirk til greiðslu.
Neyðarrétturinn felst í
því að skrá ekki þenn-
an einstakling á heim-
ilinu og reyna að láta
sem minnst á honum
bera.
Neyðarúræði fólks sem flytur á
dvalar- eða hjúkrunarheimili
Aðra nauðvörn getur eldra fólk
átt, sem flyst á dvalarheimili eða
hjúkrunarheimili. Grunngreiðsla TR
fellur niður, en viðkomandi fær kr.
79.859 á mánuði til nauðsynlegra út-
gjalda s.s. fyrir bifreiðakostnaði,
fatnaði, ólyfseðilsskyldum lyfjum,
heilsuvörum, hársnyrtingu, fót-
snyrtingu, ferðalögum, snyrtivörum,
gleraugum, heyrnartækjum, inn-
bústryggingu, efni í föndurvörur,
sælgæti, tóbaksvörum, tækifær-
isgjöfum, jólagjöfum o.fl. - þar með
endanlega að hætta að reka eða
leigja húsnæði. Allar aðrar tekjur
viðkomandi einstaklings, s.s. lífeyr-
issjóðsgreiðslur og fjármagnstekjur,
eru þá teknar upp í þennan dval-
arkostnað, allt að kr. 454.542 á mán-
uði. Við þessar aðstæður væri eðli-
legt neyðarúrræði, til að geta átt
fyrir eðlilegum útgjöldum, að taka
út úr banka sparnað sinn og geyma
annars staðar.
Breytum skerðingarlöggjöf
og fjármálaeftirliti TR
Löggjöf, sem neyðir fólk vegna fá-
tæktar til skilnaðar eða til að fara
fram hjá lögum við þær eða aðrar
aðstæður, verður að breyta. Lög og
reglugerðir, sem heimila TR að hafa
eftirlit með öllum fjármálahreyf-
ingum viðkomandi og hvar viðkom-
andi býr og með hverjum, jaðra við
njósnir, sem verður að breyta.
Neyðarúrræði
eldra fólks í fátækt
Eftir Halldór
Gunnarsson
»Löggjöf, sem neyðir
fólk vegna fátæktar
til skilnaðar eða til að
fara fram hjá lögum við
þær eða aðrar aðstæður,
verður að breyta.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er form. kjararáðs Félags
eldri borgara í Rangárvallasýslu.
Starfshópur á vegum
heilbrigðisráðherra hef-
ur komist að þeirri nið-
urstöðu, að draga megi
úr neyslu sætinda með
álagningu 20% vöru-
gjalds. Varlega trúi ég
því að sú aðgerð reynist
árangursrík, enda
minnist ég ekki frétta
um, að dregið hafi úr
sölu tóbaks og áfengis á
árum áður, þrátt fyrir umtalsverðar
árvissar hækkanir á þeim varningi.
Fíklar láta yfirleitt ekki verð vímuefna
stoppa sig, og hvað þá þegar um smá-
aura er að ræða, því hver sælgætisein-
ing kostar sjaldnast margar krónur.
Ekki fór að draga úr tóbaksnotkun
svo neinu næmi, fyrr en fræðslan og
áróðurinn gegn tóbakinu fór fram í
framhaldsskólunum. Og punkturinn
yfir i-ið var settur þegar verslanir
settu tóbaksvörur á bak við lás og slá,
ef svo má að orði komast.
Sem betur fer er áfengi enn þá að-
eins selt á vegum ÁTVR og er það að
mínu mati besta lausnin, ekki síst
vegna þess, að vöruframboð þar er
bæði mikið og fjölbreytt. Vafasamt er
að einkafyrirtæki hefðu fjárhagslegt
bolmagn til þess að standa eins vel að
verki. Ekki má heldur gleyma því, að
kostnaðurinn við að bæta það heilsu-
farslega tjón, sem neysla áfengis veld-
ur, lendir á ríkinu og því sanngjarnt að
það fái arðinn af sölunni.
Ef menn ætla í alvöru að ganga á
hólm við sætindin er smá verðhækkun
ekki lausnin. Áhrifamest væri án efa,
að meðhöndla þau eins og tóbakið og
loka þau inni. En það er að sjálfsögðu
ekki raunhæft. Betra en ekkert væri
að hafa sælgætið í sérverslunum, því
þá lægi ekki eins vel við að grípa
nammibita með matarkaupunum, en
það er vart raunhæft heldur.
Vandamálið í hnotskurm er, að
neysla sælgætis og annarra sætinda er
orðin allt of stór hluti af daglegri fæðu
þorra almennings. Aukið framboð
hvetur til aukinnar neyslu og aukin
kaup leiða til aukins framboðs o.s.frv.
Við þurfum ekki nema að ganga inn í
næsta stórmarkað. Það fyrsta sem
blasir við okkur eru fjallháir staflar af
ótalmörgum girnilegum drykkjum,
mishollum að vísu, og jafnframt fullir
kassar af litskrúðugu sælgæti, algjör
veisla fyrir augun, en þau
eru oftar en ekki sæt-
indasjúkari en maginn.
Ef skoðuð er staðsetn-
ing þessara stafla má
glöggt skynja að um er að
ræða vöru, sem skiptir
verulegu máli fyrir af-
komu verslunarinnar og
nægir að benda á ört
fjölgandi og stækkandi
sætindastafla fyrir jólin.
Við erum trúlega flest
sammála um nauðsyn
þess að minnka sælgætisát af heilsu-
farsástæðum. Stjórnvöld leysa ekki
vandann ein og sér, við verðum öll að
hjálpast að og til þess þarf hugarfars-
breytingu og margir verða að færa
fórnir. Laugardagur var gerður að
nammidegi og hann átti bara að vera
einu sinni í viku, en svo fóru nammipok-
arnir að stækka og birgðir dugðu fram
á sunnudag jafnvel mánudag. Hug-
mydin var góð, verndun tanna barna,
en voru það foreldrarnir eða afar og
ömmur sem gerðust Júdasar gagnvart
tönnunum?
Ekki má gleyma bakaríunum, þar er
lítið framboð á öðru bakkelsi en því,
sem varla sést í fyrir súkkulaðihjúp,
glassúr, skrautsykri og öðru slíku.
Meira að segja eru kleinur og tebollur
hjúpaðar súkkulaði að ég nefni nú ekki
kleinuhringina.
Spurningin hlýtur að vera hvening á
að koma á samvinnu á milli sælgætis-
framleiðenda annars vegar og holl-
ustuverndar hins vegar. Ljóst er að um
mikla fjármuni er að ræða, ekki bara
fyrir framleiðendur og seljendur, held-
ur og fyrir samfélagið í heild. Fyrir-
tækin skapa störf, bæði beint og óbeint,
framleiða verðmæta söluvöru og greiða
skatta og auka hagvöxtinn.
Það verður ekki auðvelt verkefni að
draga úr sætindaáti landans, síður en
svo. Ég óttast að brotthvarf frá sætind-
unum verði mörgum mikil þraut-
arganga, en heilsuspillandi áhrif þeirra
eru svo mikil, að ekki er lengur unnt að
líta fram hjá þeirri staðreynd og grípa
til varna.
Eftir Werner Ívan
Rasmusson
Werner Ívan Rasmusson
»Ef menn ætla í alvöru
að ganga á hólm við
sætindin er smá verð-
hækkun ekki lausnin.
Höfundur er eldri borgari.
Vörugjöld á sætindi
Það verður sífellt
erfiðara fyrir ungt fólk
að velja sér starfsvett-
vang. Sumir hafa
ástríðu fyrir einhverju
frá unga aldri eins og
sjá má í áratuga göml-
um klippum í auglýs-
ingu sem flestir hafa
séð. Þar er Hermann
Gunnarsson heitinn að
spyrja börn hvað þau
ætli að verða þegar
þau eru orðin stór. Þessi börn eru í
dag fullorðið fólk sem er landsþekkt
fyrir afrek sín, en það eru ekki allir
svo gæfusamir að sjá fyrir sér að
keppa fyrir hönd Íslands á stórmót-
um og framkvæma það síðan með af-
burðaárangri.
Það er úr ákaflega mörgum leið-
um að velja í lífinu í dag, þeir sem
ætluðu að ganga menntaveginn fyrir
hundrað árum gátu ekki valið um
mikið meira en iðngreinar, guðfræði,
lögfræði, læknisfræði og hjúkrun.
Fyrstu verkfræðingarnir eins og
Sigurður Thoroddsen voru að ljúka
námi á þriðja áratug síðustu aldar.
Síðan þá hefur ótrúlega margt
breyst í samfélaginu okkar og við
stukkum úr bændasamfélagi inn í
tækniöldina á ógnarhraða.
Samfélagið okkar er orðið mjög
flókið og hver tæknibyltingin tekur
við af annarri. Fyrir hundrað árum
voru bílar, flugvélar og útvarp nýj-
ung. Nú hlustum við á útvarp í
snjalltækjum, flugleiðsögumenn eru
löngu orðnir óþarfir og flugstjór-
arnir fylgjast mikið með flugvél-
unum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og
snjallar lausnir verða sífellt meira
áberandi. Bílarnir okkar eru óðum
að verða sjálfkeyrandi og svona
mætti lengi telja. Allar þessar nýj-
ungar byggjast á rafboðum og stýr-
ingum, sem byggjast á rafmagni.
Þekking á þessu víðtæka sviði raf-
magnsfræða er verðmæt og gæti
orðið útflutningsvara og tekjulind í
margumræddri nauðsynlegri við-
spyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við er-
um nánast öll með snjalltæki í hönd-
unum, bæði ungir og aldnir. Þessi
tæki ganga fyrir rafmagni, eiga sam-
skipti sem byggjast á merkjafræði
sem er fag innan rafmagnsverkfræð-
innar. Við þurfum ljós, það þarf að
framleiða rafmagn,
flytja það dreifa því.
Leggja raflagnir í hús,
endurnýja fjarskipta-
kerfi. Forrita stýribún-
að og hugbúnað marg-
víslegan sem tengist
rafdrifnum tækjum.
Rafvirkjun, rafeinda-
virkjun, rafmagns-
tæknifræði og raf-
magnsverkfræði eru
allt saman fög sem fjalla
um rafmagn.
Innan rafmagnsfræð-
innar er úr margvís-
legum störfum að velja, það er líka
hægt að byrja á því að verða rafvirki
og bæta síðan við sig tæknifræði og
svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýj-
asta tæknibyltingin sem við erum enn
að átta okkur á hvernig við munum
nýta. Við sjáum að hægt er að lág-
marka kostnað við sorphirðu með
snjöllum sorptunnum, sem láta vita
þegar þær eru að fyllast. Við getum
fengið stýringar fyrir ljós og hita á
heimilin okkar þannig að við séum
með lægri hita á nóttunni þegar við
sofum eða þegar við erum ekki
heima. Þessar stýringar geta svo
hækkað hitann aftur áður en við kom-
um heim úr vinnu eða vöknum.
Rafmagnstækni er sívaxandi þátt-
ur í heilbrigðisþjónustu og má þar
nefna segulómtæki, aðgerðaþjarka
og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreyti-
leiki starfa innan rafmagnsgeirans er
mikill og verkefnin verða sífellt fleiri
og margvíslegri með aukinni sjálf-
virkni og margvíslegum snjöllum
lausnum.
Það er vel þess virði fyrir uppal-
endur og alla þá sem eru að velta því
fyrir sér í dag hvaða menntun þeir
eiga að velja að skoða námsleiðir í
rafmagnsfræðum. Það er úr mjög
mörgu spennandi að velja á þessu
sviði og því má með sanni segja að
það sé stuð í rafmagninu og þá sér-
staklega í háspennunni.
Eftir Erlu Björk
Þorgeirsdóttur » Það er vel þess virði
að kynna sér náms-
og starfsmöguleika á
rafmagnssviði.
Erla Björk
Þorgeirsdóttir
Höfundur er rafmagnsverkfræðingur
og framkvæmdastjóri verkfræðistof-
unnar Afls og orku.
erlabj@vao.is
Það er stuð í rafmagninu