Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 ✝ SigurðurÁrnason fædd- ist 18. október 1945 í Litla- Hvammi í Mýrdal. Hann lést 11. jan- úar 2021 á Skóg- arbæ í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Árni Jónasson og Helga Sigurð- ardóttir. Móðurfor- eldrar hans voru Sigurður Gunnarsson og Ást- ríður Stefánsdóttir, ólst hann upp hjá þeim í Litla-Hvammi. Sigurður gekk í barnaskól- ann í Litla-Hvammi en þaðan fór hann í Skógaskóla og lauk gagnfræðaprófi, eftir það lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann lauk stúdentsprófi. Eftir stúdents- próf fór hann í Háskóla Íslands og lauk námi sem viðskipta- fræðingur. og fimm langafabörn, þau Sönnu Ingrid, Anton Elvis, Orra Nader, Erni Nabíl og Hrafn Amír. Sigurður var með gott tón- eyra og var söngvari og trommuleikari í hljómsveitinni Tónabræðrum úr Mýrdal sem var starfandi samfleytt frá 1962-1970 og hefur hún komið reglulega saman eftir það. Að viðskiptanámi loknu starfaði Sigurður um skeið við Seðlabanka Íslands. Þar á eftir á skólaskrifstofu Reykjavíkur í 36 ár. Sigurður starfaði einnig lengi hjá strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) sem vagn- stjóri, vaktstjóri og síðustu ár- in sem aðalbókari strætó. Eftir að Sigurður hætti störfum greindist hann með Lewi-body-sjúkdóminn. Var hann búinn að vera hálft ann- að ár á Skógarbæ þegar hann lést. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. jan- úar 2021 kl. 13. Steymt verður frá jarðarförinni á: https://tinyurl.com/y6nox7v9 Virkan hlekk á slóð má finna á https://www.mbl.is/andlat Með fyrri konu sinni Unu Bryn- geirsdóttur eign- aðist Sigurður tvo drengi, Gunnar, f. 1973, og Bryngeir, f. 1976. Gunnar er kvæntur Rósu Hrönn Árnadóttur. Bryngeir er kvænt- ur Jóhönnu Arn- þórsdóttur og eiga þau tvær dætur, Lovísu Unu og Arneyju Stellu. Seinni kona Sigurðar var Guð- laug Ragnarsdóttir. Börn henn- ar eru Ragnar Steinar Bents- son, kvæntur Fjólu Jenssen, Anný Elín Bentsdóttir, gift Jó- hannesi Kr. Haukssyni, og Ró- bert Michael O’Neill. Þegar Sigurður og Guðlaug fóru að búa saman eignaðist hann fimm afabörn, þau Andra Hrafn, Ragnar Andra, Daníel Hans, Árnýju Guðlaugu og Töru Lind, Elsku afi, hjörtu okkar eru í molum og erfitt að trúa að þú sért farinn frá okkur. Allar minningarnar eru okkur afar dýrmætar. Við munum aldrei gleyma þolinmæðinni og vænt- umþykjunni sem þú sýndir okk- ur. Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa okkur og ekki sakaði hversu klár þú varst sem kom sér oft vel í gegnum skólagöng- una okkar. Þín er sárt saknað og mun minning þín lifa í hjört- um okkar. Bros þitt hlýjar, þinn hlátur kítlar. Hvert andartak með þér sem gullið ljós geymt í hjartastað. Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. Þín barnabörn Árný Guðlaug, Ragnar Andri og Tara Lind. Engan hef ég þekkt ljúfari mann en Sigurð Árnason, frænda minn. Mér fannst alla tíð eins og ég gengi inn í hlýju- hjúp þegar ég hitti Sigga. En hann var ekki bara hlýr. Siggi var talnaglöggur með afbrigð- um, minnugur og músíkalskur. Öllum þessum hæfileikum fann hann farveg á lífsleiðinni. Smám saman var þó flest af þessu frá honum tekið af sjúk- dómi sem skerti bæði líkamlegt atgervi hans og og andlegt. Siggi ólst upp í Litla- Hvammi í Mýrdal. Fyrstu ævi- ár mín vorum við nágrannar í tvíbýli Litla-Hvamms, hann í austurbænum hjá móðurfor- eldrum sínum, Ástríði og Sig- urði, en ég hjá mínum, Stein- unni Helgu og Stefáni í vesturbænum. Ég var of ung til að eiga skýrar minningar af þessum tíma okkar saman en ég man hvað hann var mér æv- inlega góður og hvað hann var baldinn sem lítill drengur. Þetta kemur vafalaust þeim sem aðeins þekktu hann sem uppkominn mann á óvart. Enda fór það svo að strax sem ungur maður var Siggi orðinn ímynd rólyndis og stóískur í allri framgöngu. Siggi var menntaður við- skiptafræðingur og nýtti þá menntun á margvíslegan hátt svo sem við störf í Seðlabank- anum og á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, nú Skóla- og frí- stundasviði. Áratugum saman gerði hann einnig skattskýrslur fyrir fjöldann allan af fólki. En hann var líka bílaáhugamaður og vann árum saman sem bíl- stjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Í samtölum okkar Sigga síðustu árin skemmtum við okkur við að rifja upp minn- ingar úr Mýrdal. Ef bílar komu við sögðu urðu þeir að sérstöku umfjöllunarefni. Löngu eftir að minninu fór að hraka verulega mundi Siggi bílnúmer flestra sveitunga okkar í Mýrdal, ég mundi þrjú Z- númer en hann öll hin. Sem ungur maður lék Siggi í Tónabræðrum, vinsælli danshljómsveit í sinni sveit, var söngvari og trommuleikari. Heilsu Sigga hrakaði hratt síðustu árin. Hann var mjög meðvitaður um hvert stefndi en gerði sér far um að vera já- kvæður. Fyrir þrem árum ræddum við heilsufar hans og horfur og þá sagði hann alveg ljóst að heilsunni hrakaði en bætti við „maður verður að vera bjartsýnn og vona að allt fari á besta veg“. Þótt sú yrði ekki raunin var alltaf grunnt á húmornum hjá Sigga. Hann hafði gaman af að segja sögur og lengi vel gat hann kallað fram skemmtilegar minningar af mönnum og málefnum. Þá brosti hann svo augun geisluðu og þá fór ekki framhjá neinum hversu fallegur maður hann Siggi var. Og þótt málið væri á end- anum frá honum tekið var samt ævinlega jafn gott að hitta Sigga, sitja hjá honum, finna gamalkunna hlýjuna og haldast í hendur eins og við gerðum sem börn. Ég sendi fjölskyldu Sigga mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Steinunn Helga. Vænn og góður frændi Sig- urður Árnason er látinn. Siggi frændi ólst upp í Litla-Hvammi í Mýrdal hjá móðurforeldrum sínum Ástríði Stefánsdóttur og Sigurði Bjarna Gunnarssyni. Í Litla-Hvammi ólst ég líka upp. Við Siggi og Steini frændi, sem líka átti heima í Litla-Hvammi vorum á svipuðum aldri og lék- um okkur mikið saman. Steini flutti seinna að Vatnsskarðshól- um með foreldrum sínum og systkinum. Flutningur Steina fékk mikið á okkur frændsystk- inin öll, en gott var að stutt var á milli bæjanna og auðvelt að hittast. Siggi hafði mikinn áhuga á bílum og bílaleik. Hann átti alltaf stóra og sterklega bíla sem afi hans, stóri Siggi smíðaði handa honum. Ég man eftir bílvegum með bröttum brekkum og skörpum beygjum sem Siggi bjó til í moldar- flaginu fyrir ofan bæinn heima og það hvein og söng í bílnum hans þegar hann spólaði í brekkunni. Siggi eignaðist svo alvöru ferðabíl eða húsbíl seinna á ævinni og það kom ekki á óvart að hann lét hann heita Litli-Hvammur. En stóri Siggi smíðaði ekki bara bíla handa afastráknum sínum, hann smíðaði bæði sleða og skíði og við krakkarnir nutum góðs af. Oft snjóaði allt í kaf í Litla-Hvammi og þá var farið með sleðann upp á Klif og Haus og saman brunað niður á ógnarhraða og endað úti í móa. Þessar vísur samdi Stefán afi okkar um okkur þrjú: Ekki þýðir um að rabba unglinganna spor, Siggi, Jóna og Steini stökkva stundum út í for. Samt þó farið sé að rökkva sem ei gerir til, Siggi, Jóna og Steini stökkva stundum út í byl. Bráðum það á búkinn reynir beislin verða laus. Þessir krakkar álpast einir upp á Klif og Haus. (Stefán Hannesson) Það kom fyrir að okkur krakkana langaði mjög mikið að eignast ýmislegt. Eitt sinn datt okkur Sigga snjallræði í hug. Það var að biðja Guð um að gefa okkur þetta. Við skrif- uðum langan lista yfir það sem okkur langaði mest í og þar sem kirkjan var ekki langt und- an töldum við að best væri að fara þangað og leggjast á bæn við altarið. Við vissum auðvitað að við máttum alls ekki fara í kirkjuna, en löngunin í dótið yf- irskyggði boð og bönn og við læddumst þangað án þess að nokkur yrði þess var. Síðan báðum við Guð heitt og innilega að gefa okkur dúkkur, bíla, stígvél og margt fleira sem var á óskalistanum. Við komumst heim án þess að upp um okkur kæmist en innst inni skömm- uðumst við okkar svolítið. Við þorðum varla að tala um þetta okkar í milli og engum sögðum við frá þessu. Ekki komu bílar og dúkkur samstundis til okk- ar, en með árunum eignuðumst við eitt og annað af því sem við báðum Guð um að gefa okkur þarna í kirkjunni heima í Litla- Hvammi. Það var gott að eiga frænda að. Hann var einstaklega bón- góður og átti alltaf tíma aflögu þrátt fyrir að vera störfum hlaðinn. Hann hjálpaði strákun- um mínum við sín fyrstu bíla- kaup og svo var það skatt- skýrslan sem hann sá um fyrir mig og okkur í mörg ár. Fyrir það og alla hans góðvild og hlýju erum við fjölskyldan hon- um mjög þakklát. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til allra ástvina Sigga frænda, Guð blessi minningu hans. Jóna Sigríður Jónsdóttir. Sigurður Árnason Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Okkar ástkæra HELGA SVALA SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjubraut 6, Seltjarnarnesi, andaðist miðvikudaginn 13. janúar á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 27. janúar klukkan 13 að viðstöddum fjölskyldu og nánustu vinum. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Þuríður Þorbjarnardóttir Hálfdan Ómar Hálfdanarson Bergþóra S. Þorbjarnardóttir Sigurður J. Grétarsson Helga Þorbjarnardóttir James E. Skjelbreia barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI JÓHANNESSON skólabílstjóri, Víghólastíg 10, Kópavogi, lést á Landspítalanum 16. janúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 28. janúar klukkan 13. Hlekk á streymi frá útförinni verður hægt að nálgast á vef Digraneskirkju, digraneskirkja.is. Edda Rósa Helgadóttir Heiðveig Helgadóttir Tómas Ragnarsson Helgi Viðar Helgason Marion Walser Sigurður Helgason Heidi Greenfield Smári Helgason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁGÚSTA ANNA VALDIMARSDÓTTIR, lést á Seljahlíð 8. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug til okkar allra. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki Seljahlíðar fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun. Þórður Grétar Árnason Vigdís Hjartardóttir Hinrik Ingi Árnason Oddný Steingrímsdóttir Sigurður Þórarinn Árnason Hafdís Jónsdóttir Þórir Steindórsson Anneli Hemmingsson Anna Brynhildur Steindórsd. Guðmundur Geir Sigurðsson Steingerður Steindórsdóttir Vífill Sigurjónsson og fjölskyldur Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð vegna fráfalls KRISTINS ÓLAFS KRISTINSSONAR líffræðings, Fellabrekku 19, Grundarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa áhöfn og útgerð Runólfs SH 135 og þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Skúli Jón Árdís Sveinsdóttir Kjartan Gunnarsson Sigrún Kristinsdóttir Bjarki Sveinbjörnsson Valdís Kjartansdóttir Bragi Karlsson Gunnhildur Kjartansdóttir Ólafur Erlendsson Okkar ástkæri eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, HAUKUR GUÐMANN GUNNARSSON endurskoðandi, sem lést á Landspítala þriðjudaginn 19. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 29. janúar klukkan 13. Aðeins nánustu aðstandendur og vinir verða viðstaddir, en athöfninni verður streymt. Hlekk á streymi má finna á vefslóðinni www.mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Framtíðarsjóð KR. Elín J. G. Hafsteinsdóttir Anna S. Guðmundsdóttir Ingunn Hafdís Hauksdóttir Þórlindur Kjartansson Hafsteinn Gunnar Hauksson Daði Már Sigurðsson Anton Haukur Þórlindsson Elín Katrín Þórlindsdóttir og systkini hins látna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.