Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.01.2021, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021 Í kringum kjörið á íþrótta- manni ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna skapast iðulega líflegar umræður. Eru það ekki ný tíðindi og þrátt fyr- ir að samfélagsmiðlar séu áberandi fyrirbæri er þessi um- ræða ekki endilega meiri nú en á árum áður. Jafnvel þótt nú sé hægt að rífast um fleiri atriði eins og lið og þjálfara. Sjálfur geri ég ekki at- hugasemdir við að fólk kunni að vera ósammála um hverjir eigi að verða fyrir valinu. Það er ósköp eðlilegt enda er ekki um vísindi að ræða. En ég geri athugasemd við hugmyndir um að „taka“ kjörið af Samtökum íþróttafréttamanna. Hef ég rekist á þetta áður en nú síðast hjá tveimur hand- boltaþjálfurum. Samtök íþróttafréttamanna komu kjör- inu á árið 1956 og hafa staðið fyrir því síðan. Var það önnur ástæða þess að brautryðjend- urnir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson stofn- uðu samtökin. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að standa fyrir sambæri- legu kjöri og handboltaþjálf- ararnir tveir telja til dæmis að aðrir séu betur til þess fallnir. En hver á að „taka kjörið af SÍ“? Ríkisstjórnin? Mennta- málaráðuneytið? Lögreglan? Kjörið er einkaframtak en stundum virðist fólk halda að þetta sé einhvers konar op- inber framkvæmd sem aðrir en félagar í samtökunum geti hlutast til um. Best finnst mér þegar menn telja að sérsamböndum ÍSÍ gæti tekist vel upp við þetta. Ég hef kynnst mörgum sem starfað hafa hjá sérsambönd- unum. Ekki hef ég hitt marga þar sem hafa áhuga á fleiri íþróttum en þeirri sem þeir sjálfir sinna. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höll: Valur – KA/Þór.................. 18.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ísafjörður: Hörður – HK ..................... 19.30 Dalhús: Vængir J. – Fjölnir...................... 20 Hertz-höll: Kría – Selfoss U ................ 20.30 Framhús: Fram U – Víkingur.................. 21 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – Grótta ........................ 19.30 Austurberg: ÍR – Afturelding ............. 20.15 Origo-höll: Valur U – Fram U.................. 21 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Víkingsvöllur: Víkingur R. – Leiknir R... 19 Würth-völlur: Fylkir – KR ....................... 19 Hertz-völlur: ÍR – Valur ........................... 20 Egilshöll: Fram – Fjölnir ......................... 20 Í KVÖLD! England Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Wycombe – Tottenham............................ 1:4 Í 16-liða úrslitum mætast: Burnley – Bournemouth/Crawley Manchester United – West Ham Sheffield United – Bristol City Wolves – Southampton Barnsley – Chelsea Everton – Tottenham Swansea – Manchester City Leicester – Brighton Ítalía B-deild: Brescia – Monza....................................... 0:1  Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Brescia á 88. mínútu en Birkir Bjarna- son var ekki í hópnum.  Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta staðfesti hún í samtali við fótbolta.net í gær. Það virtist allt stefna í að Elísabet yrði næsti þjálfari liðsins en hún er sam- ingsbundin Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni út tímabilið 2021. Forráðamenn KSÍ gerðu þá kröfu að Elíasbet myndi láta af störfum í Svíþjóð til að taka við landsliðinu. „Ég ber virðingu fyrir því að þau vilji ekki vera með þjálfara í tvö- földu starfi,“ sagði Elísabet meðal annars í samtali við fótbolta.net. Tekur ekki við landsliðinu Ljósmynd/KDFF Svíþjóð Elísabet var ekki tilbúin að láta af störfum hjá Kristianstad. Kristján Andrésson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handknatt- leik og síðan þjálfari sænska karla- landsliðsins og þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen, er kominn til starfa á ný hjá sínu gamla félagi í Svíþjóð. Eskilstuna Guif tilkynnti í gær að Kristján hefði verið ráðinn íþróttastjóri félagsins en hann var í röðum þess sem leikmaður frá 18 ára aldri og þar til hann hætti að spila vegna alvarlegra meiðsla árið 2006. Þá tók hann við sem þjálfari liðsins og stjórnaði því með góðum árangri í níu ár. Ráðinn til Eskilstuna Guif AFP Heimaslóðir Kristján verður yfir- maður íþróttamála í Eskilstuna. VIÐHORF Kristján Jónsson kris@mbl.is Þátttöku Íslands er lokið á HM karla í handknattleik í Egyptalandi og sitt sýnist hverjum. Ekki eru það ný tíð- indi að árangur liðsins hreyfi við land- anum. Niðurstaðan í þetta skiptið var 20. sæti á HM sem er sú versta af þeim skiptum þegar Ísland hefur náð inn í lokakeppni HM. Í því ljósi er svolítið undarlegt að manni finnst sóknarfærin vera fyrir hendi. Greinarhöfundur upplifir sig alla vega ekki svartsýnan fyrir hönd liðsins eftir að hafa horft á leikina. Tveir sigrar og fjögur töp er ekkert til að monta sig af en liðið sem hafnaði í 20. sæti á mótinu tapaði þó aldrei með meira en tveggja marka mun. Sökum fámennis náum við Íslend- ingar okkar besta árangri í hóp- íþróttum þegar óvenjusterkar kyn- slóðir koma fram. Þá þurfa margir leikmenn af sömu kynslóð að skila sér í háan gæðaflokk. Það á ekki einungis við um handknattleikinn. Við höfum einnig séð þetta í knattspyrnunni og körfuknattleiknum. Þegar knatt- spyrnulandsliðin komust í fyrsta skipti í lokakeppni 2009 og 2016 voru margir leikmenn af sömu kynslóð. Sama gerðist í körfunni 2015 þar sem nokkrir lykilmenn voru fæddir sama ár. Menn sem ná árangri snemma Við höfum séð þetta hjá handbolta- landsliðinu í gegnum tíðina. Afar sterk kynslóð skipaði landsliðið hjá Bogdan Kowalczyk en Jóhann Ingi Gunnarsson hafði gefið mörgum þeirra tækifæri með A-landsliðinu þegar þeir voru ungir. Ólafur Stef- ánsson, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson, Aron Kristjánsson, Sigfús Sigurðsson og Róbert Sig- hvatsson voru í landsliði sem fékk brons á HM U21 árs. Nú vill svo til að sú keppni var einmitt í Egyptalandi. Þegar Ísland vann til verðlauna á ÓL 2008 og var hársbreidd frá því að spila um verðlaun á HM 2007 voru í liðinu margir leikmenn á svipuðu reki. Róbert Gunnarsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ingimundur Ingi- mundarson, Sturla Ásgeirsson, Bjarni Fritzson og Hreiðar Levý Guðmundsson. Bæta má við þeim Markúsi Mána Michaelssyni sem hætti eftir HM 2007 og Einari Hólm- geirssyni sem var seinheppinn með meiðsli. Þessi kynslóð varð Norð- urlandameistari í U19 ára ef ég man rétt en fékk líklega ekki tækifæri til að taka þátt á HM eða EM. Alexand- er Petersson er jafnaldri nokkurra þeirra en var ekki löglegur með Ís- landi í yngri landsliðum. Arnór Atla- son, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björg- vin Páll Gústavsson og Kári Kristján Kristjánsson urðu Evrópumeistarar U19 ára. Aron Pálmarsson og Ólafur Guð- mundsson voru lykilmenn þegar Ís- land lék til úrslita á HM U19 ára árið 2009. Fleiri úr því liði hafa leikið á stórmóti eins og Oddur Gretarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Sterk kynslóð Fimm úr U19 ára liðinu sem fékk brons á HM í Rússlandi sumarið 2015 voru í liðinu á HM í Egyptalandi. Arnar Freyr Arnarsson, Ýmir Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Kristján Örn Kristjánsson. Þeir hafa nú reyndar sumir fært sig til á vellinum en það er önnur saga. Þar er gott dæmi um sterka kynslóð þar sem margir fram- bærilegir leikmenn koma fram. Í lið- inu voru fleiri sem hafa leikið A- landsleiki eins og Óðinn Þór Rík- harðsson og Hákon Daði Styrmisson. Þeir Egill Magnússon, Aron Dagur Pálsson, Birkir Benediktsson og Grétar Ari Guðjónsson voru einnig mjög sterkir leikmenn í þessu lands- liði. Þáverandi landsliðsþjálfari Geir Sveinsson fór með Arnar Frey og Ómar Inga á HM 2017 og bætti Ými Erni Gíslasyni við á EM 2018. Guð- mundur Þ. Guðmundsson fór svo með Elvar Örn á HM 2019 og nú Kristján Örn á HM 2021. Haukur Þrastarson og Viktor Gísli Hallgrímsson léku til úrslita á EM U19 ára sumarið 2018. Haukur var kallaður inn á HM 2019 og Viktor Gísli fór á sitt fyrsta stór- mót á EM í Svíþjóð í fyrra. Þegar við eignumst marga unga leikmenn sem skara snemma fram úr þá er ég hlynntur því að þeir fái snemma tækifæri í A-landsliðinu. Það hefur nú gengið eftir og fyrir vikið gæti landsliðið átt eftir að ná mjög langt á næstu árum. Hversu langt lið- ið getur náð er ekki auðvelt að spá fyrir um en sú uppskrift að treysta mönnum sem náð hafa árangri í yngri landsliðum hefur virkað nokkuð vel eins og sést á upptalningunni hér að ofan. Ekki er hlaupið að því að vinna til verðlauna á stórmótum þótt Íslandi hafi tekist það tvívegis. Gleymum því ekki að þá áttum við sérstakt eintak eins og Ólaf Stefánsson. Eftir að hann lagði landsliðsskóna á hilluna hefur Ísland einu sinni náð 5. sæti á stórmóti en árangurinn hefur að öðru leyti verið nokkuð lakari. Við getum samt alveg leyft okkur að gera okkur væntingar um að Ís- land geti barist um verðlaun á stór- mótum eftir nokkur ár. Annars væri lítið gaman að þessu. En þá gefur maður sér ákeðnar forsendur til að sú staða geti komið upp. Hið augljósa er að þessir leikmenn lendi ekki illa í meiðslum. Þá getur margt farið öðrvísi en ætlað er. Meiðsli munu alltaf taka einhvern toll eins og leikjaálagið er hjá atvinnu- mönnum í íþróttinni en við höfum ekki efni á að þau verði í stórum skömmtum. Forsendurnar Maður bindur vonir við að Haukur og Viktor Gísli geti orðið heimsklassa leikmenn. Þangað er löng leið frá því að vera toppmenn í yngri landsliði. En mér finnst þeir báðir vera líklegir til að komast í hæsta gæðaflokk. Al- mennt séð gefur maður sér þær for- sendur að þessir fjölmörgu leikmenn í kringum 23 ára aldurinn muni bæta sig sem leikmenn. Allir spila þeir er- lendis og eru í aðstöðu til að leggja allt undir. Þeir sem eru í lykilhlutverki í vörn- inni þurfa að styrkja sig frekar lík- amlega til að glíma við bestu landslið í heimi. Það kemur með tímanum ef menn eru metnaðarfullir. Landsliðið þarf að geta ógnað meira með skotum af lengra færi heldur en liðið gat gert í Egyptalandi. Slíkt gerir einfaldlega lífið aðeins auðveldara en þá geta andstæðingarnir ekki leyft sér að verjast aftarlega og þurfa að koma út á móti mönnum. Til að standast liðum eins og Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð snúning þarf að fækka skiptum á milli sóknar og varnar eins mikið og mögulegt er. Þessi lið og fleiri keyra hratt allan leiktímann og lítið svigrúm gefst til að nota menn sem eru góðir í 50% íþróttarinnar. Guðmundur Þ. Guðmundsson hafði orð á því í viðtali að íslenska liðið þyrfti að læra að vinna betur úr því þegar það nær forskoti í leikjum og verða ofan á í jöfnum leikjum. Sjálf- sagt munu leikmennirnir læra af þessum jöfnu leikjum á HM og klára dæmið þegar þeir verða ögn eldri. Patrekur, Dagur og Ólafur virtust ekki vera tilbúnir til að slá í gegn með þjóðina á herðunum á HM á Íslandi árið 1995. En heilagur Isakovic* hvað þeir voru góðir á HM tveimur árum síðar þegar þeir höfðu unnið úr bit- urri reynslu. *Handboltaséní frá gömlu Júgó- slavíu. Uppskrift sem virkað hefur ágætlega  Vegna fámennis þarf að nýta mjög vel sterkar kynslóðir í hópíþróttunum AFP Vörn Ýmir Örn Gíslason heillaði marga með framgöngu sinni í vörninni á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.