Morgunblaðið - 26.01.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE HOLLYWOOD REPORTER
CHICAGO SUN-TIMES
LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
ROGEREBERT.COM
Það er sannkallað fagnaðar-efni að nú loksins rúmumsjötíu árum eftir útgáfuþessarar merkilegu og
hrífandi skáldsögu, Leiðin í
Klukknaríki, eins af lykilverkum
sænskra bókmennta á tuttugustu
öld, geti íslenskir lesendur lesið hana
á móðurmálinu. Í lipurri og sérdeilis
fallegri þýðingu Heimis Pálssonar.
Árið 1974 hlaut höfundurinn, Sví-
inn Harry Martinson (1904-1978),
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyr-
ir hrífandi skrif sem í senn „fanga
daggardropann og endurspegla al-
heiminn“ eins og sagði í umsögn
Sænsku akademíunar sem velur
verðlaunahafana. Martinson deildi
verðlaununum með vini sínum Ey-
vind Johnson. Og Martinson var svo
sannarlega vel að
verðlaununum
kominn, enda í
senn einstakur
prósahöfundur og
næmt og snjallt
ljóðskáld. Ástæð-
an fyrir vali aka-
demíunnar voru
ekki síst lykilverk
hans tvö, þessi
skáldsaga, Leiðin í Klukknaríki
(1948), og ljóðaflokkurinn Aniara
(1956). En afhending Nóbelsverð-
launanna til höfundanna tveggja
vakti hörð viðbrögð og deilur, og
skiljanlega, enda sátu báðir í aka-
demíunni sem veitti verðlaunin.
Martinson tók sæti í akademíunni
árið 1949 og var því einn þeirra sem
ákváðu að veita Halldóri Laxness
verðlaunin árið 1955. Eins og Heimir
skrifar í eftirmála upplifði fólk árið
1974 þegar Martinson og Johnson
voru verðlaunaðir, rétt eins og á síð-
ustu árum þegar meðlimir akademí-
unnar eiga í hlut, að „að þar innan
veggja er ekki alltaf verið að hugsa
um hæfi eða vanhæfi“, enda sættu
verðlaunin harkalegri gagnrýni. Og
þau urðu Martinson til bölvunar en
hann „þoldi ekki árásir ungra skálda
og bókmenntafólks og svipti sig lífi á
sjúkrahúsi 73 ára gamall 1978,
framdi harakírí með skærum“. (398)
Í Leiðinni í Klukknaríki segir af
lífshlaupi förumannsins Bolles, sem
áratugum saman, á fyrri helmingi
tuttugustu aldar, flakkar milli hér-
aða Svíþjóðar heimilislaus og alls-
laus. Hann ræður sig stundum í
tímabundna vinnu, er stundum í
slagtogi með öðrum misgæfulegum
flökkurum, en nægjusamt líf hans er
samt merkt einsemdinni og tregann
vantar ekki.
Bókin skiptist í fjóra hluta. Í þeim
fyrsta, sem er stuttur og byrjar rétt
fyrir aldamótin 1900, kynnast les-
endur Bolle ungum þar sem hann
leggur stund á iðn sem faðir hans
vann líka við og beindi syninum í þótt
vélar væru að taka hana yfir; þeir
voru vindlagerðarmenn.
Þetta eru tímar þjóðflutninga og
mikilla samfélagslegra breytinga.
Rétt eins og á Íslandi leitaði fólk
nýrra tækifæra vestan Atlantshafs
og í lokatilraun til að láta vindlagerð-
ina fleyta sér til nýs lífs, áður en
störfin hverfa, vefja Bolle og félagi
hans vindla vitandi að afraksturinn
muni aðeins duga öðrum þeirra fyrir
fargjaldinu vestur um haf. Þeir spila
upp á hvor fari og þarf Bolle að
fylgja félaganum til skips, þar sem
hann sér líka á eftir stúlkunni sem
hann hefur hrifist af – og draum-
unum sem hann átti um betra líf.
Eftir það tekur ævilangt flakkið við.
Þriðju persónu frásögnin er skrifuð
að mikilli hlýju og skilningi á lífi og
hugarheimi flakkarans; manns sem
er góður og hjálpsamur en nær aldr-
ei að blómstra í samfélagi sem er oft
grimmt og miskunnarlaust og flakk-
arinn þarf sífellt að vera á flótta und-
an yfirvöldum til að lenda ekki í
steininum fyrir tilgangslasan þvæl-
ing. Og það er ekki skrýtið að höf-
undurinn lýsi Bolle og lífi hans þetta
vel. Martinson varð snemma flakkari
sjálfur; 16 ára gamall hafði hann
munstrað sig á fraktskip, sigldi um
höfin í sjö ár og eftir það flakkaði
hann um Svíþjóð í nokkur ár til, rétt
eins og Bolle, sem samtímamönnum
þótti bera svipmót höfundar síns.
En meðan Martinson sneri við
blaðinu innan við þrítugt, varð vin-
sælt skáld og gagnrýnandi, þá flakk-
aði Bolle áfram um sveitir landsins
og dreyndi um að komast í Klukkna-
ríki, fyrirheitna héraðið sem óvægið
lögreglulið varði og sendi þá föru-
menn sem birtust óhikað í steininn.
Í frásögninni má finna fyrir anda
Hamsuns hins norska, í gullfallegum
lýsingum á landi og sveitum, jafnt
sem fjölbreytilegum manngerðum og
heitum tilfinningum, og kemur ekk-
ert á óvart, svo áhrifamikill höfundur
sem hann var á Norðurlöndum á
þessum tíma. En Martinson hefur
líka fundið sinn eigin tón, ljúfan og
sannan, og ekki síður einstakan frá-
sagnartakt. Frásögnin er lengst af
hæg og seiðandi, og heltekur auð-
veldlega þá sem leyfa sér að sökkva í
hana. Hún er byggð upp á fjölda upp-
lifana förumannsins, af góðu fólki
sem slæmu. Hann lendir til að
mynda í ástarævintýri með selja-
stúlku, verður vitni að sviðsetningu
morðingja, og kemur á heimili þar
sem er fatlaður drengur með vatns-
höfuð. Og hann fjallar svo fallega og
viðkvæmnislega um þetta erfiða líf:
„Þúsund voru ástæðurnar fyrir að
feta þjóðvegina ár eftir ár.
Ein allra fallegasta ástæðan var
skógarnir, skógurinn.“ (54)
Í seinni hluta bókarinnar kynnast
lesendur nokkrum kúnstugum sam-
ferðamönnum Bolles og eru heim-
spekilegar útlistanir á tilverunni og
upplifunum þeirra æði skondnar og
skemmtilegar. Og þeir skemmta sér
líka yfir þeim og hlógu til að mynda
eftir eitt samtalið „hátt og innilega
og ekta og óekta og bóklegum og
rómantískum og raunsæislegum og
klassískum og kínverskum og
eskimóskum hlátri og eins og hýenur
og fáráðlingar og guðir og seinast
hlógu þeir eins og þeir sjálfir meðan
máninn hækkaði á himni“. (227)
Í eitt skipti þegar Bolle kveður
segist hann hreint ekkert hyggjast
fyrir, honum líði ekki vel ef hann
heldur kyrru fyrir. „Ég vil ekki þann
veruleik sem flestir aðhyllast.“ (145)
Að baki þessum orðum er djúpur
tregi, mótaður af lífsins vonbrigðum
og óviðráðanlegum heimi. Við sem
lesum getum ekki annað en þakkað
fyrir þessa mannlegu og hrífandi frá-
sögn af lífi sem höfundurinn lætur
þó, sem betur fer, enda í paradís.
Ljósmynd/Petrus Pramm
Höfundurinn Gagnrýnandi segir það fagnaðarefni að íslenskir lesendur
geti loksins lesið meistaraverk Harrys Martinsons, Leiðin í Klukknaríki,
sem er eitt af lykilverkum sænskra bókmennta, í lipurri og fallegri þýðingu.
Skáldsaga
Leiðin í Klukknaríki bbbbb
Eftir Harry Martinson.
Heimir Pálsson þýddi og ritaði
eftirmála.
Ugla, 2020. Innbundin, 399 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Þúsund ástæður fyrir flakkinu
Bandaríski spjallþáttastjórnandinn
Larry King er látinn, 87 ára að
aldri. Covid-19 varð honum að
aldurtila.
Samkvæmt The New York Times
er talið að á þeim fimm áratugum
sem King ræddi við fólk í útvarpi
og sjónvarpi hafi hann átt samtöl
við um 50 þúsund manns í ljós-
vakamiðlunum, allt frá forsetum til
svikahrappa. Þekktastur varð hann
sem stjórnandi þáttanna „Larry
King Live“ á CNN-sjónvarpsstöð-
inni, langlífustu og vinsælustu
þáttaraðar stöðvarinnar, en viðtals-
þættina mátti sjá út um alla heims-
byggðina. Síðasta þætti Larrys
Kings var sjónvarpað árið 2010.
AFP
Spyrillinn Larry King ræddi við marga.
Þáttastjórnandinn
Larry King allur
Sænska leik-
konan og leik-
stjórinn Gunnel
Lindblom er látin
89 ára að aldri.
Hún fæddist í
Gautaborg þar
sem hún hlaut
sína leiklistar-
menntun. Frum-
raun sína á hvíta
tjaldinu þreytti hún 1952 og í fram-
haldinu starfaði hún náið með Ing-
mar Bergman sem leikstýrði henni
í sex kvikmyndum, þeirra á meðal
Smultronstället (1957), Det sjunde
inseglet (1957) og Tystnaden
(1963). Lindblom starfaði hjá
Dramaten frá 1968 til 2018 sem
leikari og leikstjóri, en hún leik-
stýrði tæplega 30 uppfærslum.
Gunnel Lindblom
andaðist 89 ára
Gunnel Lindblom