Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Flokkar hafa ýmisráð við að raða á lista. Stundum raða menn sér sjálfir, enda flokkarnir lítið annað en umgjörð um ein- staklingsframtak. Og listarnir þurfa svo sem ekki að vera verri fyrir það. Önnur aðferð er að flokkurinn velji hóp manna til að velja á lista og þá fæst út listi án þess að átök opin- berist og þegar vel tekst til eru allir nokkuð sáttir og flokkurinn stendur sterkur á eftir. Þá er sú aðferð, sem almennt er heppilegust, að leyfa flokksmönnum að velja á listann, oft- ast með prófkjöri en stundum á stórum flokksfundi. Þetta eru í gróf- um dráttum þær aðferðir sem í boði eru og hafa allar reynst bæði vel og illa, en almennt má þó segja að þær hafi dugað flokkunum nokkuð vel.    Svo er til enn ein leið, „sænskaleið“ Samfylkingarinnar, þar sem flokksmönnum er leyft að kjósa, en þó án þess að úrslit kosningar- innar eigi að gera opinber og án þess að kosningin eigi nokkru að skipta þegar valnefndin, sem á að raða á listann, tekur sína ákvörðun.    Þessi leið var fyrirsjáanlega mjöggölluð enda hefur komið í ljós að andstæðingar þingmannsins Ágústs Ólafs Ágústssonar beittu bolabrögð- um í skjóli leynimakks við að koma honum af þingi. Um þetta hefur val- nefndarmaðurinn Birgir Dýrfjörð fjallað lauslega og sagt sig úr val- nefndinni, en vegna þess að valnefnd- arfólki var gert að undirrita trúnað- aryfirlýsingu má hann ekki upplýsa nánar um hvaða vélar áttu sér stað.    Ætli flokkurinn sér að halda trú-verðugleika fyrir kosningar í haust er nauðsynlegt að hann aflétti trúnaði og upplýsi hvað það var sem þoldi ekki dagsins ljós. Ágúst Ólafur Ágústsson Vélabrögð framin í skjóli trúnaðar STAKSTEINAR Birgir Dýrfjörð Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki er talið útilokað að hægt verði að ganga frá kjarasamningi á sáttafundi í dag á Egilsstöðum í kjaraviðræðum Afls starfsgreinafélags og Rafiðnað- arsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál. Það var þó í gær talið geta ráðist af því hvort tækist að leiða til lykta eitt mál sem út af stóð. „Þetta er komið mjög langt hjá okkur og maður er enn þá mjög bjartsýnn á að það ná- ist að klára þetta,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ. Sáttafundur síðastliðinn þriðju- dag var árangursríkur en hann stóð yfir langt fram eftir kvöldi. Kristján segir fundinn hafa gengið mjög vel og góðar umræður farið fram. Í gær var unnið að úrlausn þessa eina máls sem eftir stendur og ræðst framhaldið af hvort gengur upp að leysa úr því. „Það er verið að vinna textavinnu og eftir er að ljúka einu máli áður en hægt verður að ganga frá þessu. Meginramminn er kom- inn,“ segir Kristján, sem segir að þá sé stefnt að því að viðsemjendur hitt- ist aftur í dag fyrir austan en verið sé að hnýta síðustu lausu endana til að það gangi eftir. RSÍ og Afl eru saman í viðræðunum fyrir hönd tæplega 400 starfsmanna álversins. Góður gangur í álversviðræðum  Langur sáttafundur skilaði góðum árangri  Hnýta síðustu lausu endana Morgunblaðið/ÞÖK Alcoa Fjarðaál Væntanlegur samn- ingur nær til um 400 starfsmanna. Biskup Íslands hefur auglýst eftir presti í aukna prestsþjónustu við innflytjendur á Íslandi. Sr. Toshiki Toma var prestur inn- flytjenda í Háteigssókn frá desem- ber 1993 til maí 1996. Hann hefur verið prestur innflytjenda á vegum þjóðkirkjunnar frá nóvember 1996. Þessi tímabundna staða sem nú er auglýst er hugsuð sem aukaþjónusta með honum, einhvers konar stuðn- ingur, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu biskups. Enda hefur orðið mikil fjölgun innflytjenda hér und- anfarin misseri. Starfið er eitt af störfum sérþjón- ustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjón prófasts Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra. Breiðholts- kirkja er miðstöð þjónustu kirkj- unnar við innflytjendur. Starfsstöð er í Reykjavík en starf- inu geta fylgt ferðalög innanlands. Um er að ræða tímabundið starf til 31. desember 2021 og er miðað við að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til miðnættis 11. febrúar 2021. Í starfslýsingu segir að um sé að ræða mjög fjölbreytt og margþætt verkefni og reyni því mjög á skipu- lagshæfni og samskiptahæfileika. „Sérþjónustuprestur við innflytj- endur mun þjóna stórum hópi út- lendinga á Íslandi, svo sem hælisleit- endum, flóttafólki og innflytjendum í nánu samstarfi við starfandi prest innflytjenda. Undir starfið fellur einnig ýmiss konar tengd kirkjuleg þjónusta við kirkjuna skv. nánari ákvörðun biskups,“ segir í starfslýs- ingunni á vef þjóðkirkjunnar. sisi@mbl.is Þjónusta við inn- flytjendur aukin  Biskup auglýsir eftir presti í tíma- bundið starf Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Breiðholtskirkja Þar er miðstöð þjónustunnar við innflytjendur. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.