Morgunblaðið - 04.02.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.02.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Bankastræti 6 | 551 8588Bankastræti 12 | Sími 551 4007 skartgripirogur.is afsláttur af Vera Design 20% -30% afsláttur af skartgripaskíni 10% -20% afsláttur af öllum úrum 10% -60% afsláttur af Sign 20% SKOÐIÐ ÚTSALA í verslun & netverslun ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR afsláttur af silfurskartgripum 10% -60% Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn janúar var kaldur á landinu öllu og var hiti alls staðar undir nýja 30 ára viðmiðunarmeðaltalinu, þ.e. árin 1991 til 2020. Enda norðlægar áttir ríkjandi í mánuðinum. Að til- tölu var kaldast á miðhálendinu en hlýjast við strendur suðvestanlands. Þetta kemur fram í tíðarfarsyfirliti Veðurstofu Íslands. Trausti Jónsson veðurfræðingur hefur bent á það á Moggablogginu að þetta hafi verið kaldasti janúar á landinu á þessari öld, á landsvísu. „Við sitjum hins vegar uppi með ákveðinn viðmiðunarvafa – jan- úarmánuðir þessarar aldar hafa nefnilega verið óvenjuhlýir,“ bætir Trausti við. Númer 80 í röð 151 mælingar Meðalhiti í Reykjavík í janúar var -0,4 stig og er það -1,0 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Er mánuðurinn nr. 80 í röð 151 mælingar hvað hita varðar. Á Akureyri var meðalhitinn -2,4 stig, -1,9 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -2,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Er hann nr. 84 af 141 mælingu. Í Stykkis- hólmi var meðalhitinn -1,1 stig og -0,6 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey 2,5 stig en lægstur -8,6 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhit- inn lægstur -6,2 stig í Möðrudal. Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,3 stig á Sauðanesvita þann 3. Mest frost í mánuðinum mældist -25,3 stig í Svartárkoti þann 28. Mjög þurrt var á Suðvesturlandi á meðan úrkomusamt var á Norðaust- urlandi í janúar. Úrkoma í Reykja- vík mældist 44,6 millimetrar sem er 51% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoman 97,1 mm sem er 61% umfram með- allag áranna 1991 til 2020. Í Stykk- ishólmi mældist úrkoman 39,6 mm. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 9, sex færri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga mánaðarins, sem eru jafn- margir og í meðalári. Mjög snjóþungt var á Norður- landi seinni hluta mánaðar. Mikið snjóaði á norðurhluta landsins og féllu óvenjumörg snjóflóð á norð- anverðum Vestfjörðum, Norður- landi og Austfjörðum. Snjóflóð féll m.a. á skíðasvæðið á Siglufirði og olli þar talsverðum skemmdum. Mán- uðurinn var óvenjusnjóléttur á suð- vesturhluta landsins. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 33,9 sem er 11,4 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstund- irnar 8,6 sem er 2,1 stund fleiri en í meðalári. Hár loftþrýstingur Vindur á landsvísu var rétt undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mjög hvasst var á Austfjörðum þann 9. (norðvestanátt). Stíf norðanátt var ríkjandi á landinu dagana 18. til 24. (hvössust þann 23.) . Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1.012,2 hPa og er það 14,9 hPa yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Loftþrýstingurinn hefur ekki verið eins hár í janúarmánuði í Reykjavík síðan 1987. Kaldasti janúar á þessari öld  Snjóþungt nyrðra en snjólétt syðra  Norðlægar áttir voru ríkjandi Morgunblaðið/Eggert Hofsós Mjög snjóþungt var á Norðurlandi seinni hluta janúarmánaðar og um tíma skapaðist hættuástand á Hofsósi. Umsagnir við frumvarpið um stofn- un hálendisþjóðgarðs streyma inn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Höfðu í gær borist yfir 150 umsagnir, frá samtökum, sveitarfélögum, fyrirtækjum, stofn- unum og einstaklingum. Skoðanir eru mjög skiptar á fyr- irhugaðri stofnun hálendisþjóð- garðsins og á einstökum ákvæðum frumvarpsins. Sumir lýsa heilshug- ar stuðningi við stofnun þjóðgarðs- ins en aðrar umsagnir sem koma úr ólíkum áttum eru neikvæðar og þar má finna alvarlega gagnrýni. Horfið frá evrópskri hefð Minjastofnun er í hópi þeirra sem gagnrýna frumvarpið og segist í umsögn gera miklar og alvarlegar athugasemdir við efni þess, sem stofnunin segir flækja verulega stjórnsýslu minjaverndar. Umhverf- is- og auðlindaráðuneytið taki sér með því vald frá öðru ráðuneyti og ríkisstofnun sem hafi með höndum framkvæmdavald í minjavernd á Ís- landi. „Verði frumvarpið að lögum eins og það er nú er verið að hverfa frá evrópskri hefð í minjavörslu, sem á sér 200 ára sögu á Íslandi og þess í stað verið að taka upp bandarískt kerfi sem tíðkast innan þjóðgarða þess lands. Þetta er verið að gera án aðkomu þeirra sem best þekkja til minjavörslu á Íslandi,“ segir í umsögn Minjaverndar. Skv. frumvarpinu fari ný stofnun, Hálendisþjóðgarður, ekki aðeins með vernd náttúru, heldur einnig menningarminja. Ekki sé gert ráð fyrir fulltrúa Minjastofnunar í stjórn þjóðgarðsins. Garðurinn eigi að taka yfir um 30% landsins og spyr Minjastofnun hvort það sé vilji löggjafans að færa málaflokk minja- vörslu yfir til þjóðgarðsins „hægt og hljótt og umræðulaust og yfir til umhverfis- og auðlindaráðherra?“ Fullyrt er að með frumvarpinu verði uppi mikil óvissa um leyfis- veitingar vegna fornleifarannsókna innan garðsins. „Er það vilji lög- gjafans að náttúrufræðistofnanir, náttúrufræðingar og félagasamtök sem hafa enga þekkingu á forn- leifum og fornleifarannsóknum fari að veita fornleifafræðingum heimild til fornleifarannsókna og hafi með þeim eftirlit?“ spyr Minjastofnun. Hamlandi áhrif á skógrækt Skógræktarfélag Íslands minnir á að upptök uppblásturs og jarð- vegseyðingar sé fyrst og fremst að finna á hálendi og hálendisbrún landsins. Hnignun gróðurfars og jarðvegs megi fyrst og fremst rekja til áníðslunnar allt frá landnámi. Á meðan ekki sé tekið af alvöru á mikilvægum málum hvað varði beit og uppgræðslu „verði Hálendis- þjóðgarður hvorki fugl né fiskur“. Skógræktarfélagið segir draum- inn um hinn risastóra þjóðgarð með margvíslegum hætti óraunhæfan og hafi jafnvel hamlandi áhrif á skóg- rækt og önnur atvinnutækifæri og geri þjóðinni erfiðara fyrir að ná markmiðum í loftslagsmálum. Rallkeppnir verði heimilar Akstursíþróttamenn taka einnig þátt í umræðunni og segist Akst- ursíþróttasamband Íslands (AKÍS) leggjast alfarið gegn stofnun há- lendisþjóðgarðs. „Ef frumvarpið verður hins vegar samþykkt er nauðsynlegt að tryggja að hefð- bundnar rallkeppnir verði áfram heimilar án þess að leita þurfi sam- þykkis þjóðgarðsvarða,“ segir í um- sögn AKÍS. Margar af mest notuðu keppnis- leiðum í rallkeppnum lendi innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Akstursíþróttir fylgi ströngum reglum um öryggi og framkvæmd og akstursíþróttafélög þurfi leyfi landeigenda og lögregluyfirvalda til keppnishalds. Það samstarf hafi gengið vel en keppnishaldarar hafi mætt neikvæðu viðmóti þjóðgarðs- varða þegar óskað hafi verið eftir tímabundnum afnotum af leiðum innan þjóðgarða. Þeim óskum hafi í flestum tilvikum verið hafnað. „Það er því óhætt að segja að þegar setja á stóran hluta mið- hálendisins undir stjórnvald sem hefur reynst svo neikvætt í garð akstursíþrótta lofar það ekki góðu og eðlilegt að menn hræðist spor- in,“ segir í umsögninni. Rifjar AKÍS upp samskipti vegna leyfamála og greinir frá því þegar fram fór rallkeppni á Snæ- fellsnesi 2018 og synjað var um leyfi til að aka um Eysteindal inn- an þjóðgarðs Snæfellsjökuls. „Við- horf þeirra sem afgreiddu leyfið fyrir þessa keppni var því nei- kvætt. Akstur keppenda um Ey- steinsdal var eingöngu sem ferju- leið, þar sem ávallt er fylgt umferðarlögum. Þegar keppendur keyrðu framhjá þjóðgarðsverði gaf hann þeim illt auga og steytti hnefa. Þetta er dæmi um hvernig stjórnskipun þjóðgarðs eykur kostnað og flækjustig ásamt því að leyfi til íþróttaiðkunar er hafn- að,“ segir í umsögn AKÍS. omfr@mbl.is Gagnrýnar umsagnir koma úr ólíkum áttum  Yfir 150 umsagnir um frumvarpið um hálendisþjóðgarð Morgunblaðið/Árni Sæberg Kerlingarfjöll Þjóðgarðurinn mun ná yfir 30% af flatarmáli landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.