Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bardaginnum bólu-efnið
stendur enn og
stóru spjótin eru á
lofti. Nú seinast
hóf Keir Starmer,
leiðtogi breska
Verkamannaflokksins, atlögu
að Johnson forsætisráðherra í
neðri málstofu þingsins um
efnið.
Starmer leiðtogi hefur um
margt breytt ímynd flokksins
til hins betra eftir að hann
náði að ýta Corbyn til hliðar.
Hann lét sér reyndar ekki
nægja að ýta Corbyn úr for-
mannsstólnum heldur skákaði
honum einnig tímabundið út
úr flokknum vegna meintrar
gyðingaandúðar hans og ann-
arra ráðamanna flokksins í
hans tíð, sem ekki hafði verið
beðist afsökunar á.
Nýi flokksformaðurinn
þótti í öðrum málum hafa farið
vel af stað og þessarar breyt-
ingar mátti sjá stað í fylgis-
könnunum.
En Starmer missteig sig illa
núna í slagnum við Johnson
um bóluefnin. Þegar leiðtog-
inn reyndi að koma höggi á
andstæðinginn minnti Boris
hann á að Starmer hefði talið
bölvað fyrir Breta að hafa
ekki tryggt sér stöðu innan
European Medicines Agency.
Og hvernig hefði það farið?
Þessi þáttur skylminganna
endaði með því að Starmer
varð að biðjast afsökunar á
þeim málatilbúnaði sínum.
En það eru ekki allir upp-
lagðir í að biðjast afsökunar á
afglöpum sínum. Við eigum
fræg dæmi hér heima um þá
sem setja sífellt glæsilegri
met þegar þeir í hvert sinn
hlaupa frá allri sinni ábyrgð.
Það er reyndar sláandi að lesa
nýjustu alþjóðlegu útgáfuna í
Der Spiegel í þessu sambandi.
Þar segir að forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB remb-
ist nú við að „koma sér úr
skotlínunni eftir að fram-
kvæmdastjórnin klúðraði
bóluefnamálinu svo herfilega.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á
ferlinum sem núverandi for-
seti framkvæmdastjórnar-
innar leitast við að koma
ábyrgð af ógöngum sínum yfir
á aðra.
Nær undantekningarlaust
einkenna hástig og upphafinn
mikilfengleiki málatilbúnað
og alla umfjöllun Ursulu von
der Leyen, forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar. Og í
þetta sinn einkenndi það einn-
ig allt hennar tal um það,
hvernig ESB hefði haldið á út-
vegun og umsjón bólusetninga
gegn veirunni, þar til núna.“
Í greininni segir að síðari
hluta nóvembermánaðar hefði
von der Leyen
bunað út úr sér
eins og í hrifning-
arvímu runum um
samningafjöldann
sem ESB hefði
skrifað undir við
fjölda framleið-
enda bóluefna. Hún sagði að
þær aðgerðir þýddu „að Evr-
ópubúar hefðu þar með tryggt
sér aðgang að öllu því besta
sem framtíðin hefði upp á að
bjóða í þróun bóluefna gegn
kórónuveirunni!“
Þegar ljóst þótti í desember
sl. að fyrstu einstaklingarnir í
Evrópu yrðu bólusettir
skömmu eftir jól tísti Ursula
um upprunna „stund Evr-
ópu“. Og þegar fyrstu nál-
arnar hittu handleggina skrif-
aði hún um „hjartnæmt
augnablik samstöðunnar“ og
„táknmynd hins evrópska sig-
urs“.
Upp á síðkastið fer þó ekki
á milli mála að von der Leyen
er fjarri því að vera jafn há-
stemmd og áður. „Enda virtist
„saga sigursins“ vera að
breytast á endapunktinum í
hrikalegasta pólitíska klúður
á öllum hennar ferli.“
Og Spiegel segir: „Evrópa
horfir fram á stórbrotnar
ógöngur í öllu bólusetning-
armálinu. Til samanburðar
voru lönd eins og Bandaríkin,
Bretland og Ísrael að leysa
sín mál af styrk og öryggi á
meðan myndirnar af ESB
sýndu röð mistaka og áfalla.“
Og enn segir: „Frá þeirri
stundu hefur vanmáttarkennd
og reiði farið hratt vaxandi
um Evrópu þvera og endi-
langa. Evrópa, það svæði
heimsins sem er hvað best
efnum búið, reyndist ófær um
að tryggja íbúum sínum vörn
gegn lífshættulegum faraldri,
en horfir hins vegar upp á
önnur ríki sýna af öryggi
hvernig slíkt er gert. Og þá
glittir hvergi í þann sem alla
ábyrgð ber! Og eftir því sem
gagnrýnisröddunum fjölgar
og verða sífellt háværari
heyrist ekki muldur eða tíst
frá forseta framkvæmda-
stjórnar ESB, sem áður varð
aldrei orða vant. Nú minnir
hún mest á vofuna í Brussel.
Öllum beiðnum um svör og
skýringar er skipulega ýtt út
og forsetinn sjálfur er í felum!
Í liðinni viku átti hún þó
ekki hægt um vik vegna
heimsráðstefnunnar um efna-
hagsmál. Hún neyddist til að
segja eitthvað: „Nú verða
fyrirtækin að standa við sitt,“
sagði hún. Með öðrum orðum:
„Sökin liggur hjá fyrirtækj-
unum en ekki hjá mér!“ Satt
best að segja er það afstaða
sem hefur fylgt henni allan
hennar feril.“
Það er ekki algengt
að horfa á svo vægð-
arlausa flengingu
þýsks valdamanns á
þessum stað}
Spurt er um ábyrgð
Í
áratugi hefur kvikmyndarisinn Disn-
ey skemmt heimsbyggðinni með
ævintýrum og sögum. Söguþráðurinn
er oft svipaður í grunninn – aðal-
söguhetjan lendir í ógöngum, berst
við ill öfl, en hefur betur að lokum. Flest eig-
um við minningar af kvikmyndaupplifun með
fjölskyldum okkar, þar sem við hlæjum eða
grátum yfir dramatíkinni á hvíta tjaldinu.
Lykillinn að þeirri upplifun er sameiginlegur
skilningur þeirra sem horfa – barna og full-
orðinna.
Íslendingar áttuðu sig á þessu fyrir löngu
og hafa lagt ótrúlegan metnað í talsetningar
og þýðingar. Okkar frábæra fagfólk, bæði
tækni- og listamenn, hefur skilað vinnu á
heimsmælikvarða frá því fyrsta Disney-
myndin í fullri lengd var hljóðsett árið 1993.
Felix í hlutverki Aladdíns, Laddi í hlutverki andans og
Edda Heiðrún sem prinsessan Jasmín eru ógleymanleg
og gáfu tóninn fyrir það sem skyldi koma. Allar götur
síðan hafa Disney-myndir verið talsettar og þannig hafa
textar og hljóðrásir orðið til. Þess vegna er einkennilegt
að fyrirtækið skuli ekki bjóða upp á íslenska texta og tal
á streymisveitunni Disney+.
Í vikunni sendi ég forstjóra Disney bréf og hvatti
fyrirtækið til að nota það frábæra efni sem þegar er til.
Það er bæði sanngjörn og eðlileg krafa, enda er fátt þjóð-
inni kærara en íslenskan, og það er skylda stjórnvalda að
styðja við og efla þennan hluta fjölmiðlunar. Raunar hvíl-
ir sú lagaskylda á íslenskum sjónvarpsstöðvum að texta
erlent efni, en lögin ná ekki yfir streymisveit-
urnar sem falla milli skips og bryggju.
Brýnt er að bregðast við þeirri stöðu, svo
skarðið í varnarvegg íslenskunnar stækki
ekki á komandi árum. Íslenskan á að vera
hluti af allri streymisþjónustu hérlendis, auk
þess sem samkeppnisstaða íslenskra fjöl-
miðla skekkist ef þeir erlendu komast fram
hjá lögum. Hana geta stjórnvöld rétt með
texta- og talsetningarsjóði, sem ég vil að verði
að veruleika, auk þess sem tækniframfarir
gefa góð fyrirheit um að sjálfvirk textun á
sjónvarpsefni verði að veruleika áður en langt
um líður.
Í því samhengi er gaman að nefna fram-
gang máltækniáætlunar stjórnvalda, sem
miðar að því að gera íslenskuna gjaldgenga í
tæknivæddum heimi. Nú hafa rúmlega 1,1
milljón setningar á íslensku safnast inn í raddgagnasafn-
ið Samróm, sem verður notað til að þjálfa máltækni-
hugbúnað og radd-smáforritið Embla er þegar komið út í
prufuútgáfu. Með því getum við talað íslensku við snjall-
tækin okkar, spurt þau í töluðu máli um fréttir dagsins,
áætlunartíma strætó, afgreiðslutíma sundlauga og fleira.
Enn er margt óunnið í baráttu okkar fyrir viðgangi og
vexti íslenskunnar. Það er mikilvægt að vera stöðugt á
verði og taka aðalsöguhetjur teiknimyndanna til fyrir-
myndar. Þegar á móti blæs tökum við vindinn í fangið og
sigrum!
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Í fótspor Ladda, Felix og Eddu Heiðrúnar
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Könnunarveiðar upp á 143 tonn er
það sem blasir við útgerðum hum-
arbáta á þessu ári, sem er aðeins
6-7% af því sem veitt var fyrir ára-
tug. Nýliðun hefur verið léleg í
meira en áratug og er í sögulegu
lágmarki. Batamerki eru ekki sjá-
anleg.
Tilgangurinn með veiðunum er
ekki síst að afla upplýsinga um
stærðarsamsetn-
ingu og dreifingu
stofnsins. Auk
þess sem ráð-
gjöfin hefur
lækkað ár frá ári
hafa reglur verið
í gildi um tak-
mörkun veiði-
svæða og veið-
arfæra til
verndar uppvax-
andi humri. Vegna ástandsins er
sérstök varúðarnálgun í gildi, sem
lækkar ráðgjöfina aðeins.
Jónas P. Jónasson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, segir
að stofninn sé kominn á það stig að
vera undir líklegum varúðarmörk-
um. Stofnstærð humars hefur
minnkað um 27% á tímabilinu 2016-
2020. Á sama tíma hefur veiðihlut-
fall minnkað úr 1,9% í 0,4% og afli á
sóknareiningu var 15 kíló á klukku-
stund í fyrra, en 23 kíló árið á und-
an. Af 214 tonna aflamarki 2020
veiddust 194 tonn.
Þéttleiki humarholna með
því lægsta sem þekkist
Í tækniskýrslu með ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar segir að
stofnmatið í ár sé byggt á stofnmæl-
ingu þar sem humarholur voru tald-
ar með neðansjávarmyndavélum og
var það í fimmta sinn sem slík
stofnmæling var framkvæmd. Yf-
irleitt er humarinn bundinn við eina
holu og sitt heimasvæði í kringum
hana. Þéttleiki humarholna við Ís-
land var á síðasta ári með því
lægsta sem þekkist meðal þeirra
humarstofna sem Alþjóðahafrann-
sóknaráðið (ICES) veitir ráðgjöf
fyrir.
„Þegar við byrjuðum talningar
árið 2016 var fjöldi humarholna
áætlaður nálægt 600 milljónum,“
segir Jónas. „Þessi vísitala hefur
haldið áfram að lækka og var metin
um 434 milljónir í fyrra. Við teljum
óhætt að stunda könnunarveiðar
meðan þessi vísitala er yfir helmingi
þess sem var í upphafi, en við erum
á mörkum þess að loka alveg á
humarveiðar.“
Jónas segir að humarinn sé
hægvaxta, komi fyrst inn í veiðar
sem smáhumar 4-5 ára, en þeir allra
elstu geti orðið 20-25 ára. Sérstakar
aðferðir hafa verið þróaðar til að
meta aldur humra þar sem ekki er
hægt að lesa kvarnir eins og í fisk-
um, en humarinn skiptir um ham og
losar sig við alla ytri stoðgrind.
Hægfara fækkun
Spurður um hvort engin bata-
merki sjáist í nýliðun í ljósi aðgerða
síðustu tvö árin og einnig með það í
huga að lítið var af makríl undan
suðurströndinni í fyrrasumar og
hitastig sjávar hafi aðeins lækkað
síðustu tvö ár, segir Jónas að svo sé
ekki.
„Við erum enn að bíða eftir ný-
liðun,“ segir Jónas. „Auðvitað sjáum
við einn og einn minni humar, en
ekkert sem gefur okkur sérstakar
vonir. Þegar kemur góður árgangur
munum við sjá eitthvert magn af
humrum með 25-30 millimetra í
skjaldarlengd. Við höfum vaktað
humarlirfur síðustu þrjú ár og
vissulega höfum við séð humarlirfur
í svifi fyrir ofan veiðislóðir. Þannig
sáum við til dæmis jákvæða punkta
í Háfadýpi austur af Vestmanna-
eyjum 2018, en ef eitthvað verður úr
því verður þess ekki vart í veiðinni
fyrr en 2022 og þá sem smávaxin
dýr, sem einhverjir myndu kalla
rækju miðað við þá stóru humra
sem hafa veiðst undanfarin misseri.
Ef við leyfum okkur að vona að
það verði einhver nýliðun á næstu
árum þá tekur það stofninn nokkur
ár að ná sér á ný svo veiðar verði
eitthvað í líkingu við það sem áður
var. Þó svo að humarholum fjölgi þá
þarf humarinn að fá að vaxa og því
þarf að fara varlega. Við erum þó
engan veginn komin þangað, því
enn erum við að sjá hægfara þróun
um að humri fækki á milli ára,“ seg-
ir Jónas.
Rætt við hagsmunaaðila
Á fundi í gær kynnti Hafrann-
sóknastofnun humarráðgjöf þessa
árs fyrir hagsmunaaðilum í grein-
inni og farið var yfir stöðuna. Jónas
segir að síðustu ár hafi stofnunin átt
samtal við fyrirtækin og samstarf
um miðlun upplýsinga og gagna.
Á mörkum þess að loka
alveg á humarveiðar
Humarafli og tillögur um hámarksafla
Tillögur um hámarksafla og humarafli 2010-2021, þúsundir tonna
Humarafli 1980-2020, þúsundir tonna
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Hámarksafli (aflamark) Heildarafli
'80 '84 '88 '92 '96 '00 '04 '08 '12 '16 '20
'10/'11 '11/'12 '12/'13 '13/'14 '14/'15 '15/'16 '16/'17 '17/'18 '19* '20 '21
Heimild: Hafrannsóknastofnun
2,1
1,15
0,14
0,21
0,19
2,26
0,87
*Ekkert aflamark var útgefið 2019, en leyft að
veiða fluttan afla frá fyrra ári
Jónas P.
Jónasson