Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 37
75 0 t 75 0 t 1. 56 8 t 3. 15 4 t 3. 54 3 t 3. 81 2 t 498 606 616 438 260 308 0 100 200 300 400 500 600 700 2016 2017 2018 2019 2020 2021* 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 Kr ./ kg To llk vó ta rá ár i, to nn ESB tollkvótar Tollkvóti samtals Meðalútboðsverð kr./kg * Meðalverð fyrstu úthlutunar 2021. Meðalútboðsverð eru á föstu verðlagi. Undanfarnar vikur hefur átt sér stað nokkur umræða um innflutning á grundvelli tollkvóta, í tengslum við nýlegt útboð. Umræðan er á stundum með þeim hætti að það mætti ætla að hér hafi verið reistir miklir tollmúrar eða hindranir við innflutning land- búnaðarvara á undanförnum árum, þegar staðreyndir málsins segja allt aðra sögu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Á undanförnum fjórum árum hefur magn tollkvóta fyrir inn- flutning frá ESB-ríkjum til Íslands rúmlega fimmfaldast. Aukningin er tæplega þreföld sé litið til sam- anlagðra tollkvóta til Ís- lands á þessu tímabili. Á sama tíma hefur með- alútboðsverð ESB- tollkvóta lækkað um næstum helming. Tollasamningur við ESB innleiddur Tollasamningar Ís- lands og ESB voru und- irritaðir árið 2015 og að fullu innleiddir um síð- ustu áramót. Með þeim voru toll- kvótar til Íslands stórauknir. Þannig sjöfölduðust tollkvótar á nautakjöti, úr 100 tonnum í tæp 700 tonn, ríflega fimmfölduðust í alifuglakjöti og juk- ust um 350% í svínakjöti. Saman- dregið hefur magn tollkvóta farið úr 750 tonnum árið 2017 í rúmlega 3.800 tonn í ár og þannig rúmlega fimm- faldast á fjórum árum. Útboðsverð lækkað um helming Á sama tíma og tollkvótar hafa margfaldast hefur meðalútboðsverð lækkað talsvert eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Það fór hæst árið 2018 í 616 kr. pr. kg en lækkaði niður í 260 kr./kg í fyrra, á föstu verðlagi. Alþingi samþykkti í desember sl. að taka tímabundið upp eldra fyrirkomulag við út- hlutun tollkvóta, það sama og var við lýði þegar núverandi rík- isstjórn tók við völd- um. Meðalútboðsverð í fyrstu úthlutun þessa árs var 308 kr. sem er helmingi lægra en það var árið 2018. Þróun í átt til meira frjálsræðis Samandregið ber myndin með sér að það er óumdeilt að á undanförnum árum hefur orðið þróun í átt til meira frjálsræðis í viðskiptum með land- búnaðarafurðir. Þróun sem hefur að mörgu leyti stuðlað að „auknu vöru- úrvali og lægra vöruverði á Íslandi til hagsbóta fyrir neytendur“ líkt og segir í tilkynningu um undirritun samningsins frá 2015. Hin hlið málsins er að á sama tíma hefur dregið úr tollvernd íslensks landbúnaðar líkt og sjá má í nýlegri skýrslu. Verkefni stjórnmálanna er að tryggja að þessi þróun leiði ekki til þess að íslenskur landbúnaður beri skarðan hlut frá borði og að hann geti sem best nýtt þau tækifæri sem blasa við. Samkeppni frá innfluttum mat- vælum er og verður fyrir hendi en ríki vernda og styðja sinn landbúnað um allan heim. Það skiptir þau máli að öflug og fjölbreytt innlend mat- vælaframleiðsla sé fyrir hendi og nú- verandi ríkisstjórn er þar engin und- antekning. Að því verður áfram unnið. Fimmföldun ESB-tollkvóta á fjórum árum Eftir Kristján Þór Júlíusson »… það er óumdeilt að á undanförnum árum hefur orðið þróun í átt til meira frjálsræðis í viðskiptum með land- búnaðarafurðir. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Fyrirsæta Þessi fallegi og svipsterki köttur varð á vegi ljósmyndara í mið- borginni og gæti sá ferfætti sómt sér vel á forsíðum tímarita um gæludýr. Eggert Fyrir fámennt eyríki eins og Ísland eru sam- skiptin við umheiminn sannkölluð lífæð. Súr- efnið í hagkerfinu okk- ar eru þau útflutnings- verðmæti sem íslensk fyrirtæki skapa, öryggi landsins og varnir eru tryggð í samvinnu við aðrar þjóðir og í al- þjóðasamstarfi leggjum við okkar af mörkum við úrlausn stærstu áskorana sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Í þessu ljósi er það sérstakt um- hugsunarefni hve litlar umræður eru um utanríkis- og alþjóðamál í okkar ágæta samfélagi. Rannsóknir benda til að dregið hafi verulega úr erlendri fréttaumfjöllun íslenskra fjölmiðla á undanförnum árum. Fæstir miðlar hafa burði til að kafa djúpt í þessum efnum, hvað þá að hafa fréttaritara erlendis á sínum snærum – það er af sem áður var þegar for- síða þessa dagblaðs var alfarið helguð erlendum fréttum. Utanríkismál á Alþingi Þetta á líka við um stjórnmálin, umræður um alþjóðamál á Al- þingi eru furðulega litl- ar miðað við þá hags- muni sem eru í húfi fyrir Ísland. Alþjóða- stjórnmálafræðing- urinn Vilborg Ása Guð- jónsdóttir hefur ítrekað vakið athygli á þessari staðreynd í skoðanapistlum sínum. Nýverið benti hún réttilega á að þær „áskoranir sem heimurinn stóð frammi fyrir áður en faraldurinn skall á eru enn stærri og erfiðari við- ureignar nú og nýjar áskoranir hafa bæst við. Það á við hvort sem litið er til heilbrigðismála, heimsviðskipta, öryggis- og varnarmála, mannrétt- inda-, þróunar- og umhverfismála, matvælaöryggis eða lýðræðis- þróunar.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Í mínum huga er því fagnaðarefni að í dag eru tveir dagskrárliðir á Al- þingi sérstaklega helgaðir utanríkis- málum: Annars vegar er sérstök um- ræða um samskipti Íslands og Bandaríkjanna eftir valdaskiptin í ný- liðnum mánuði og hins vegar fæ ég tækifæri til að flytja munnlega skýrslu um utanríkisviðskiptastefnu Íslands. Samskiptin við Bandaríkin Bandaríkin eru okkar mikilvæg- asta viðskiptaland og auk þess eru djúp menningartengsl á milli ríkjanna. Þá er varnarsamningur Ís- lands og Bandaríkjanna lykilþáttur í vörnum landsins. Ég hef í ráðherratíð minni lagt höfuðáherslu á að styrkja tengslin vestur um haf, meðal annars með fundum með æðstu ráðamönn- um Bandaríkjanna sem skilað hafa reglubundnu efnahagssamráði á milli landanna svo fátt eitt sé nefnt. Þessi samskipti eru ekki bundin við einn flokk heldur höfum við átt í góðu samstarfi við fulltrúa bæði demó- krata og repúblikana á Bandaríkja- þingi, meðal annars um Íslands- frumvarpið svonefnda. Því er ég ekki í vafa um að samband ríkjanna haldi áfram að vaxa og dafna með nýjum valdhöfum í Washington. Tvær tímamótaskýrslur Hvað utanríkisviðskiptin varðar hlakka ég til að ræða við alþing- ismenn efni skýrslunnar Áfram gakk! Utanríkisviðskiptastefna Íslands sem við gáfum nýverið út. Óhætt er að segja að útkoma hennar marki tíma- mót þar sem í fyrsta skipti er á einum stað fjallað um alla þá samninga sem tengjast utanríkisviðskiptum Íslend- inga, stöðu utanríkisviðskipta, gang mála innan WTO og fríverslunar- samskiptin við ESB og EFTA-ríkin. Fyrr í þessari viku kynnti ég bæði þessa skýrslu og aðra ekki síður merkilega, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum norðurslóðum, á fjarfundi sem hátt í eitt hundrað fulltrúar erlendra ríkja með fyrirsvar gagnvart Íslandi sóttu. Umræðurnar í kjölfar kynningarinnar voru bæði gefandi og gagnlegar og sýndu um leið áhuga erlendra ríkja á samstarfi við Ísland og áherslum okkar í al- þjóðasamstarfi, ekki síst því sem snýr að norðurslóðum. Utanríkismálin varða okkur því öll, ekki aðeins okkur sem sitjum á Al- þingi, og því vona ég að sem flestir fylgist með umræðunum síðar í dag og kynni sér jafnframt nýútkomnar skýrslur sem nefndar eru að ofan. Al- þjóðamálin eiga alltaf að vera á dag- skrá. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Umræður um al- þjóðamál eru of litlar miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi. Því er það fagnaðarefni að þessi málefni verða ofarlega á baugi á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Alþjóðamálin varða okkur öll Í fyrirtækjunum skipta starfsmennirnir öllu. Á vinnustöðunum starfar saman fólk með mismunandi bakgrunn að lausn fjölbreyttra verkefna sem geta ver- ið svipuð frá degi til dags en geta líka verið margs konar og falið í sér erfiðar áskoranir. Þekking, reynsla og menntun fólks er ætíð ólík en þegar hæfileikar og geta margra nýtist verður niðurstaðan gjarnan miklu áhrifameiri en þegar horft er til hvers og eins í hópnum. Þetta líkist einna helst liðs- heild í hópíþróttum. En við þekkjum vel að ís- lensk landslið ná gjarn- an töluvert lengra en höfðatalan ein segir til um. Auk þeirrar reynslu sem hver og ein ber með sér verður hver vinnustaður einnig skóli þar sem hún bæt- ir við sig þekkingu sem fyrirtækin skipuleggja en lærist einnig smám saman eftir því sem starfsreynslan verður meiri. Svo lengi lærir sem lifir er málsháttur sem ætíð á við. Skólarnir gera alla betur í stakk búna til að takast á við lífið. Þar sækir fólk menntun og þekkingu og nýtir samkvæmt gömlum sann- indum en gjarnan einnig á annan og nýjan hátt. Þannig eykst jafnt og þétt þekkingin. Auðlind sem aldrei eyðist heldur hefur þann eiginleika að því meira sem hún er nýtt því meira eykst hún. Þekkingin verður ekki aðeins til í skólum, hún verður til í fyrirtækj- unum, stofnunum og hvarvetna sem fólk beitir skapandi hugsun til fram- fara. Nýsköpun, þróun og framfarir verða til af samstarfi þar sem hver og einn í hópi fólks leggur sitt af mörkum og þá er best að ekki séu allir steyptir í sama mót. Konur, karlar, innfæddir, aðfluttir, tækni- fólk, iðnaðarmenn, háskólaborgarar, allir hafa sitt að segja og sömuleiðis þeir sem ekki hafa sótt formlega menntun utan síns fyrirtækis. Fjöl- breytnin skapar getu til að leysa flókin viðfangsefni sem eru langt umfram getu hvers og eins. Í dag, fimmtudag, fer fram menntadagur atvinnulífsins í sjón- varpi atvinnulífsins. Þar fjalla stjórnendur í atvinnulífinu um hvernig fyrirtæki þeirra nálgast margs konar viðfangsefni og hvernig þeir leita lausna á stórum og smáum áskorunum. Þar má sjá hve misjafn- lega menn bera sig en markmiðið er alltaf það sama. Að auka verðmæta- sköpun, bæta afkomu fólks og fyrir- tækjanna sem það starfar hjá. Þar dugar engin bráðalausn heldur sveigjanleiki, seigla og samheldni. Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Þegar hæfileikar og geta margra nýtist verður niðurstaðan gjarnan miklu áhrifa- meiri en þegar horft er til hvers og eins í hópnum. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjölbreytni og þekking skapar verðmæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.