Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 50

Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 ✝ Jón BreiðfjörðHöskuldsson fæddist í Elliðaey á Breiðafirði þann 22. ágúst 1938. Hann Jón lést á Víf- ilsstaðaspítala þann 23. janúar 2021. Hann var son- ur hjónanna Krist- ínar Guðrúnar Níelsdóttur Breið- fjörð, f. 16.3. 1910, d. 25.5. 1986, og Höskuldar Pálssonar, f. 15.8. 1911, d. 28.4. 1982. Systkini Jóns voru Brimr- ún, f. 26.4. 1936, d. 27.11. 1936, Sigrún Breiðfjörð, f. 21.7. 1939, d. 20.4. 2020, Höskuldur Eyþór, f. 30.8. 1942, d. 12.5. 2016, og Dagbjört Sigríður, f. 10.2. 1948. Jón kvæntist Elínu Jóhanns- dóttur, f. 8.7. 1943, þann 27.10. 1962. Börn þeirra eru Jóhann, f. 14.9. 1963, Kristinn Guðmund- ur, f. 16.3. 1967, og Margrét, f. 12.7. 1974. Elín er dóttir Jó- hanns Jónassonar frá Öxney, f. 2.3. 1912, d. 30.12. 2005, og Mar- grétar Sigurðadóttur frá Gvendareyjum, f. 3.3. 1916, d. 9.1. 2011. 1. Jóhann Jónsson kvæntur Jónu Konráðsdóttur, f.1964, börn þeirra eru Elín, f. 1986, og Ari Leifur, f. 1990. Barnabörn þeirra eru Jökull Ívar, Arney Jón við starfi sem yfirkennari við Kársnesskóla sem hann sinnti til ársins 1986. Jón sinnti ýmsum störfum eftir að hann hætti kennslu en síðustu 15 starfsárin vann hann sem að- stoðardeildarstjóri í sölu-og markaðsdeild Orkuveitu Reykjavíkur. Hann var alla tíð mikill íþróttamaður og stundaði bad- minton í 47 ár og var Íslands- meistari í tvenndar- og tvíliða- leik sem ungur maður. Jón starfaði talsvert í félags- málum í gegnum árin ásamt kórastarfi og tók að sér ýmis ábyrgðarstörf tengd því. Hann var félagi í Rotary frá árinu 1965 og stofnaði ásamt öðrum Rotaryklúbb Ólafsvíkur. Hann stofnaði ýmsa kóra, meðal ann- ars Kór Orkuveitu Reykjavíkur, og söng hann í Álftaneskórnum til dauðadags. Hann var mikill félagsmála- maður, gegndi meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn og nefndarstörf- um í Bessastaðahreppi á Álfta- nesi, honum var sjómennska hugleikin alla tíð, átti trillur og sat í stjórn Landssambands smá- bátaeigenda. Jón verður jarðsunginn 4. febrúar 2021 klukkan 13 frá Bessastaðakirkju að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfn- inni á https://youtu.be/6q3B2_LA_xw Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/andlat Una, Alex Rúnar og Anný Rut. 2. Kristinn Guð- mundur Jónsson er kvæntur Teresitu Jónsson, f.13.3. 1986, börn þeirra eru Kristian, f. 2012, og Krista, f. 2017. Börn Kristins úr fyrri sambönd- um eru Jón Þór, f. 1987, Ásta, f. 1990, Leonhard Ingi, f. 2001, Hösk- uldur Páll, f. 2002. Barnabörn Kristins eru Jódís Halla, Draupnir Þór, Gabríel Þór, Andri Hrafn og Hrafnhildur Ylfa. 3. Margrét Jónsdóttir er gift Einari Sigurgeir Helgasyni, f. 19.3. 1974, börn þeirra eru Sæ- björg, f. 1996, og Jón Hafsteinn, f. 2002. Jón fæddist í Elliðaey og ólst upp í Sellátri á Breiðafirði og Stykkishólmi. Hann lauk kenn- araprófi frá Kennaraháskól- anum árið 1961. Jón kenndi fyrst við Lækjarskóla í Hafn- arfirði. Hann flutti í Stykk- ishólm 1965 og kenndi þar til 1972 en þá tók hann við sem skólastjóri Barna- og gagn- fræðaskóla Hellissands þar sem hann starfaði til 1981. Þá fluttist fjölskyldan í Kópavog en þar tók Hann elskaði mömmu meira en lífið sjálft, þau gengu saman í gegnum lífið hönd í hönd sama hvað gekk á. Þau voru okkur fyr- irmynd um hvernig gott sam- band á að vera og ást út lífið. Ég sakna þess mikið að geta ekki spjallað við hann um heima og geima, horft út á sjóinn og bara notið nærveru hans. Hann var mér alltaf góður og yndisleg- ur faðir sem studdi mig í gegn- um lífsins ólgusjó. Minningar um TBR þar sem hann stundaði badminton og ég fékk stundum að fara með og þegar hann kenndi mér að dansa tangó í stofunni heima á Þinghólsbraut- inni streyma fram. Grásleppu- veiðarnar, þar sem ég svaf á stýrishúsinu á meðan hann sigldi, að háfa lunda í Gimburey, að skjóta úr riffli. Hann kenndi mér svo margt og mun ég geyma þessar stundir í hjarta mínu alla tíð. Það verður erfitt að fara í Sel- látur án hans, þar áttum við svo margar góðar stundir. Nú sit ég og horfi út á hafið úr stofunni heima og minnist svo margs, sakna og syrgi. Bless elsku pabbi, ég veit að Simbi tók fagnandi á móti þér og þú passar félaga þinn fyrir mig Margrét Jónsdóttir. Elsku afi, sagan okkar byrjaði 10.10. 1990 kl. 10:10 þegar þú hringdir á fæðingardeildina mín- útuna sem ég fæddist. Á hverj- um afmælisdegi sagðirðu mér frá þessu og varst klökkur og stoltur af stelpunni þinni. Takk elsku afi fyrir að vefja mig inn í sængina og keyra með mig á Landakot þegar ég var fjögurra ára og greindist stuttu síðar með kawasaki-sjúkdóminn. „Það mátti engu muna,“ sagð- irðu alltaf og augun þín fylltust af tárum. Hjá ykkur ömmu var alltaf gott að vera og ég hef eytt stórum hluta ævi minnar með ykkur og á svo margar góðar minningar. Samband þitt við börnin mín var svo fallegt. Þú vildir alltaf vita hvað var að gerast í lífi þeirra og þeim þótti svo vænt um þig. Þið Siggi náðuð mjög vel sam- an og voru nefndarfundir reglu- lega á skrifstofunni þinni þar sem þið rædduð allt milli himins og jarðar. Elsku afi, allt er svo tómlegt án þín, ég sakna þess að koma í Litlabæjarvör og heyra útvarpið í gangi. Fylgjast með þér lesa dagblöðin. Ég á eftir að sakna þess þegar þú sussaðir á okkur ömmu þegar fréttirnar byrjuðu í útvarpinu. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig syngja með tónlistinni þinni sem þú elskaðir að spila. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig segja sögurnar í Sellátri. Þið amma hafið verið mér dásamlegar fyrirmyndir í gegn- um lífið og ég dáðist að því hversu fallegt samband ykkar var. Þið héldust í hendur alla tíð eins og ástfangnir unglingar. Takk fyrir allt og allt elsku afi. Ég mun halda áfram að baka möndluköku á afmælisdaginn þinn og njóta með fólkinu mínu og rifja upp hversu dásamlegur afi þú varst. Þín Ásta Kristinsdóttir. Elsku afi. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sé þinni lífs- ins göngu hér með okkur lokið. Leiðin hefur ekki alltaf verið greið en hana þrammaðir þú með hana elsku ömmu þér við hlið. Ástin sem þið báruð hvort til annars skein úr augum ykkar beggja. Lokaspölurinn kom skyndilega en líkt og þér einum var lagið ætlaðir þú ekki að gef- ast upp nema á þínum eigin for- sendum. Þú barðist hetjulega en loksins sigldir þú út á sæinn þar sem þú undir þér einna best. Takk fyrir samveruna, ástina og lærdóminn á lífið. Vona að þú hittir fyrir þá sem þú hefur saknað. Við sem eftir stöndum finnum fyrir þakklæti fyrir tím- ann sem við fengum en með sorg í hjarta yfir því að hann varð ekki lengri. Lífsins ganga tekur enda, þá nýjan veg fetum við brött. Ástvinum sameinumst sem áður voru horfnir, og bíðum þeirra sem kvöddum við of fljótt. (EJ) Hvíldu í friði elsku Jón afi. Elín. Já hann afi minn. Já hann afi minn. Gat sko reytt af sér hverja sögulegu staðreyndina á eftir annarri. Já hann afi minn. Honum þótti hestar langbest geymdir saltaðir í tunnu ohohoho. Já hann afi minn. Hann var sko harður karl mótaður af Breiðafirðinum en ljúfur sem lamb. Já hann afi minn. Ljúfur karl sem dekraði við prinsessurnar sínar og passaði upp á kóngana sína. Já hann afi minn. Það sem hann ekki vissi og alltaf til í að svara öllum okkar spurningum. Já hann afi minn. Horfði stolt- ur á mig grandskoða bækurnar og opna allar skúffur og skápa á skrifstofunni hans. Já hann afi minn. Mikill mennta- og fræðimaður, hvatti okkur til dáða er við gengum menntaveginn, sama hvernig gekk. Já hann afi minn. Siglir nú um höfin blá og bíður eftir Ellu sinni. Já hann afi minn. Sjómaður alla tíð, siglir nú með Simba fremst í stafni, því hann veit hve- nær skal leggja í næstu höfn. Já hann afi minn. Hann getur lent bát hvar sem er, sama hvar hún Ella hans verður. Sæbjörg Einarsdóttir. Ég kveð hann bróður minn. Lítil stúlka skoppar kát við hlið stóra bróður, á leið í hænsnakofann. Það er myrkur, en það er logn og stjörnurnar sindra á himninum. Nonni, hvar eru aftur fjósakonurnar og Karlsvagninn? Allt veit hann Nonni, hann er tíu árunum eldri og á svo margar bækur. Við stoppum og leggjumst á bakið í snjóinn og hann bendir mér á fjósakonurnar og Karlsvagninn og svo þjóta slæður norðurljós- anna um himininn. Hann kennir mér að finna pólstjörnuna og við gerum engla í snjóinn, því Nonni nennir stundum að leika, þótt hann sé orðinn unglingur. Svo gefum við púddunum og röltum aftur heim. En svo varð Nonni fullorðinn og fór að vera lítið heima, nema sem gestur. Jón Breiðfjörð var hann skírður, eft- ir móðurbróður okkar sem drukknaði ungur. Jón var annað barn foreldra okkar, þau áttu dóttur tveimur árum fyrr, Brimrúnu, sem dó sjö mánaða gömul. Þegar komið var að fæð- ingu Jóns voru þau stödd í El- liðaey hjá þeim Jónasi bróður pabba og Dagbjörtu systur mömmu. Mánuði fyrir tímann ákvað Jón að koma í heiminn. En þau Dagbjört og pabbi tóku á móti vandræðalaust, en dreng- urinn var aðeins átta merkur. Þau fluttu inn í Stykkishólm og ári síðar eignuðust þau fóstur- dóttur, Sigrúnu Breiðfjörð. Hún kom til þeirra þriggja vikna gömul. Svo flytja þau í Sellátur, eyjuna hennar mömmu, og Höskuldur Eyþór fæðist. Tals- vert síðar ég. Þau flytja nokkr- um árum seinna í Ás við Stykk- ishólm, en erfitt var þegar húsið þar brann þegar ég var ársgöm- ul. Jón mundi vel brunann og þau miklu áhrif sem hann hafði á foreldra okkar. En þau byggðu strax upp annað hús í Ási. Þau voru með nokkrar kindur, eina til tvær kýr og hænsni. Þar sem pabbi var mikið í burtu á sjó kom í Jóns hlut að hjálpa mömmu við skepnurnar og sækja mat í Kaupfélagið. En hann var líka duglegur í íþróttum, var einn af þeim sem tóku þátt í Stykkis- hólmsævintýrinu með badmin- toníþróttina, en Hólmarar áttu afreksfólk í þeirri grein lengi. Jón vann til margra verðlauna þar og síðar í Reykjavík. Hann var líka góður skákmaður. Leið hans lá í Kennaraskólann eftir að hafa verið á síld og aflað sér pen- inga fyrir skólagöngunni. Hann var kennari og skólastjóri, en færði sig svo í önnur störf. Gæfa hans var að eignast hana Elínu Jóhannsdóttur sem lífsförunaut. Hún er líka af breiðfirskum ætt- um, ættuð úr Öxney og Gvend- areyjum. Þau eignuðust þrjá góða krakka sem mér þykir afar vænt um. Álftanesið heillaði, en þar er Elín uppalin. Þau byggðu sér hús við sjóinn, þar sem sést til Snæfellsness og jökullinn logar og blasir við úr stofunni. Jón gerðist mikill Álftnesingur og undi sér hvergi betur en í stof- unni við sjóinn, sérstaklega eftir að hann hætti vinnu og veikindi fóru að gera vart við sig. Ég enda þetta á ljóði eftir móður okkar, Kristínu Níelsdóttur, sem hún orti til Jóns fyrir löngu: Um langan veg leitar hugurinn. Í rökkurskugga minninganna mætumst við. Pólstjarna norðursins vísar veginn. Þú tekur höfn á hagkvæmri stund. (KN) Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Fallinn er frá félagi okkar Jón Breiðfjörð Höskuldsson. Jón flutti í Kópavoginn 1982 og varð fljótlega öflugur liðsmaður ásamt Elínu Jóhannsdóttur, konu sinni, sem var í forystu okkar í bæjarmálum. Hann lá aldrei á liði sínu og var um skeið formaður Fram- sóknarfélags Kópavogs og auk þess formaður fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna. Jón var Breiðfirðingur, ætt- aður úr Sellátri og Höskuldsey. Fólk úr hans fjölskyldu hefur lagt margt gott til í starfi Fram- sóknarflokksins. Við Kópa- vogsbúar áttum gott samstarf við Jón og Elínu eftir að þau fluttu á Álftanesið enda samherj- ar í kjördæmi. Ég vil fyrir hönd framsókn- arfólks í Kópavogi þakka fyrir gott samstarf og ósérhlífni í starfi okkar. Innilegar samúðarkveðjur til Elínar og fjölskyldunnar. Fyrir hönd framsóknarfólks í Kópavogi, Birkir Jón Jónsson. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Kær vinur og félagi er fallinn frá eftir baráttu við illvíga sjúk- dóma. Kynni okkar Jóns hófust vestur á Snæfellsnesi árið 1975, en ég var þá héraðslæknir í Ólafsvík og Jón skólastjóri grunnskólans á Hellissandi. Fyrr á mínum unglingsárum í Stykkishólmi 1958 til 1961 vissi ég af Jóni, en hann var þá þegar kominn í fremstu röð badmin- tonspilara á Íslandi, en á árunum á milli 1950 og 1960 var Stykk- ishólmur „Mekka“ badmintons á Íslandi og unnu Hólmarar Ís- landsmeistaratitla á þeim árum bæði í einleiðaleik karla og kvenna og í tvenndarleik. Jóni kynntist ég fyrir alvöru á árunum 1975-1981 og tókst með okkur góð vinátta sem ríkt hefur síðan. Árið 1981 flutti Jón í Kópavog og ég flutti síðan í Kópavog 1988. Þá endurnýjuðust kynnin á ný á vettvangi Rótarýklúbbs Kópa- vogs, en Jón var virkur félagi í Rótarýhreyfingunni í áratugi, fyrst í Stykkishólmi, síðar í Ólafsvík og loks í Kópavogi, en þar var hann kjörinn heiðurs- félagi fyrir nokkrum árum. Á árunum 1975 til 1981 lékum við Jón saman badminton viku- lega ásamt nokkrum félögum, sem flestir voru ættaðir úr Stykkishólmi. Í þeim hópi var Jón lang- fremstur með sína sterku og annáluðu bakhönd. Að ætt og uppruna var Jón hreinræktaður Breiðfirðingur, fæddur í Elliðaey og uppalinn í Sellátri og Stykkishólmi. Hann var menntaður kennari og starf- aði um árabil sem kennari og skólastjóri, en síðustu áratugina m.a. sem fjármálstjóri hjá Rík- ismati sjávarafurða og hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Stóran hluta ævinnar rak Jón útgerð og gerði árum saman út á grásleppu. Hann var sannur eyjamaður og sjósóknari. Jón var afar dagfarsprúður og hlýr persónuleiki. Hann var heil- steyptur og vandaður og ljúfur í allri umgengni. Á ferðalögum á vegum Rótarý var ávallt skemmtilegt og fræð- andi að njóta samskipta við þau hjón Jón og Elínu. Jón var mjög virkur í öllum störfum okkar klúbbs. Síðustu árin hafa verið erfið Jóni og fjölskyldu vegna lang- vinnra veikinda Jóns og hann vafalaust hvíldinni feginn. Við félagarnir geymum með okkur fallegar minningar um ljúfan dreng og þökkum sam- fylgdina í gegnum árin og biðj- um góðan Guð að blessa minn- ingu hans. Hugur okkar er í dag hjá fjölskyldu Jóns sem syrgir og saknar góðs eiginmanns, föð- ur og afa. Við vottum Elínu eiginkonu hans, börnum hans Jóhanni, Kristni Guðmundi og Margréti, mökum þeirra og afabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Kópavogs, Kristófer Þorleifsson. Jón Breiðfjörð Höskuldsson HINSTA KVEÐJA Samfylgd Hönd mína rétti ég þér og þú réttir mér þína. Svo leiddumst við ung út á ljósan veginn – leiddumst og heyrðum bæði hvernig blóð okkar söng og söng í sífellu sömu orðin: Þessum höndum er ekki skapað að skilja. (HP) Elín Jóhannsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍN INGÓLFSDÓTTIR sjúkraliði, Fífudal 9, áður Faxabraut 3, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu 24. janúar. Útförin fer fram 4. febrúar en vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Signý Guðmundsdóttir Stefán Holm Guðmundsson Eva Pettersson Ragnhildur L. Guðmundsd. Rögnvaldur H. Helgason Guðný Guðmundsdóttir Róbert Karl Ingimundarson Þóra Ó. Guðmundsdóttir Gunnar Már Magnússon barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA DAHLMANN, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Laugarás föstudaginn 29. janúar. Útför verður auglýst síðar. Sigurður Bragi Guðmundss. Irina Kiry Gunnar Karl Guðmundsson Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir Heimir Guðmundsson Margrét Helgadóttir Hanna Guðlaug Guðmundsd. Bertrand Lauth Bryndís Guðmundsdóttir Ívar Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD HANNESSON, Suðurlandsbraut 60, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn 31. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Ásmundsdóttir Ásmundur R. Richardsson Guðrún Sigurðardóttir Hannes R. Richardsson Ragnhildur M. Kristjánsdóttir afabörn og langafabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.