Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
✝ Pétur Jósefssonfæddist á Set-
bergi í Grundarfirði
á Snæfellsnesi 13.
júlí 1937. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 27. janúar
2021.
Foreldrar hans
eru Jósef Jónsson,
prófastur, frá Öxl í
Þingi, Húnavatns-
sýslu, f. 24. desem-
ber 1888, d. 20. júlí 1974, og
Hólmfríður Halldórsdóttir, f. 19.
feb. 1891 í Reykjavík, d. 4. nóv.
1979. Systkini Péturs eru Halldór,
f. 1917, d. 1993, Kristjana, f. 1918,
d. 2004, Skafti, f. 1920, d. 1993, og
Jón, f. 1925, d. 1990. Fóstursystir
Péturs er Ása Gunnarsdóttir, f.
21. janúar 1928, d. 20. mars 2020.
Pétur kvæntist Rósu Dóru
Helgadóttur, f. 16. desember
1940, d. 28. apríl 1999. Þau
bjuggu megnið af sinni hjúskap-
artíð á Akureyri. Börn þeirra eru:
1) Helgi, f. 24. september 1959.
Maki Lísa María Correa Pét-
ursson. Börn þeirra Linda Dóra,
f. 28. júní 1986. Maki Sam Brown,
f. 12. janúar 1986. Börn þeirra
eru Emilía Ýr og Lúkas. Kristófer
Róbert, f. 2. júní 1987, d. 31. októ-
Arnarsdóttir, f. 23. maí 2003. 5)
Arnkell Logi, f. 1. mars 1974.
Maki Marta María Hafsteins-
dóttir, f. 17. febrúar 1983. Börn
þeirra eru Sigrún Dóra, f. 11.
ágúst 2013, og Dagur Steinn, f.
26. febrúar 2016. 6) Þorkell Máni,
f. 1. mars 1974. Maki Dröfn Guð-
jónsdóttir, f. 10. nóvember 1981.
Börn þeirra eru Hildur Ásta, f. 30.
ágúst 2005, Sigrún Heba, f. 17.
janúar 2007, og Hrafnhildur
Dóra, f. 16. ágúst 2013.
Pétur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1956. Hann hóf nám í lögfræði í
Háskóla Íslands og var eitt ár í
námi við University of Delaware í
Bandaríkjunum. Pétur starfaði
sem kennari á Akureyri í áratugi,
við Gagnfræðaskóla Akureyrar,
Iðnskóla Akureyrar, Tækniskóla
Akureyrar og loks við Verk-
menntaskóla Akureyrar. Jafn-
framt þessu var hann fast-
eignasali á Akureyri um árabil.
Pétur var virkur í ýmsu fé-
lagsstarfi á Akureyri, skrifaði
greinar í blöð og gaf fyrir nokkr-
um árum út smásagnasafn undir
heitinu Ekki skýhnoðri á himni.
Útför Péturs fer fram frá Foss-
vogskirkju 4. febrúar 2021 kl. 13.
Streymi er á vefslóðinni:
https://youtu.be/Sl8Zts7gfRM
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
ber 2017. 2) Halldór,
f. 17. desember
1960. Maki Halldóra
Ingibergsdóttir, f.
25. febrúar 1966.
Börn hans eru Hösk-
uldur Pétur Hall-
dórsson, f. 25. febr-
úar 1985, og
Hólmfríður Rósa
Halldórsdóttir, f. 4.
mars 1991. 3) Hild-
ur, f. 16. febrúar
1963. Maki Oliver John Kentish, f.
25. júní 1954. Dóttir þeirra er
Edda Þöll Kentish, f. 21. ágúst
1984. Dóttir hennar er Freydís
Helen. 4) Hólmfríður, f. 11. maí
1964. Maki Arnar Helgi Krist-
jánsson, f. 30. maí 1964. Börn
hennar eru Pálmi Hrafn
Tryggvason, f. 1. nóvember 1985.
Maki María Hólmgrímsdóttir, f.
11. nóvember 1990. Börn þeirra
eru Högni og París. Pétur Orri
Tryggvason, f. 10. október 1988.
Maki Erla Guðmundsdóttir, f. 13.
janúar 1992. Börn þeirra eru
Hólmfríður Katrín og Huginn.
Sunna Margrét Tryggvadóttir, f.
7. janúar 1997. Maki Jarl Magnus
Riiber, f. 15. október 1997. Barn
þeirra er Ronja. Dóttir Hólm-
fríðar og Arnars er Ása Helga
Að eiga góðan tengdapabba er
mikils virði, ég var svo heppin að
hafa kynnst og starfað með ein-
um slíkum höfðingja.
Í kringum aldamót kynnist ég
Pétri og fann ég strax hversu
vandaður og staðráðinn hann var
í að ætla sér að eiga góð sam-
skipti, þótt þessi nýi tengdason-
ur væri svolítið kjaftaglaður og
mikill gaur.
Við Pétur byrjuðum að starfa
saman nokkrum árum seinna eða
þegar hann er kominn á eftir-
laun og fluttur til Reykjavíkur.
Pétur tók að sér að sjá um
bókhald fyrirtækisins og þurfti
hann að leggja á sig um það bil
ársvinnu við að læra á nýja bók-
haldskerfið, mikið dáðist ég að
eftirlaunaþeganum að nenna
þessu heilabroti sem þetta er, en
þetta var einmitt Péturs sterk-
asta hlið, að nenna að hugsa og
koma hlutunum alveg rétt frá
sér, ekkert hálfkák kom frá
prestssyninum.
Einu sinni sem oftar bað ég
hann um að fara yfir bréf sem ég
hafði skrifað og þurfti yfirferð
vegna villuleitar. Þegar ég fékk
bréfið eftir yfirferð var ekki bara
búið að laga villur heldur var
hann búinn að færa bréfið í stíl-
inn, ekki var annað hægt en
hlæja og blóta sjálfum sér fyrir
slaka íslenskukunnáttu mína, en
þar var tengdó á heimavelli.
Eitt sinn varð mér á að kalla
tengdó Pésa, held að þessi minn-
ing slái allt annað sem ég hef
upplifað út.
Pétur gerði tengdasyninum
ljóst að þetta væri ekki honum
samboðið. Fjármál fyrirtækisins
voru einnig í höndum Péturs og
hefur það örugglega reynst hon-
um talsvert snúið með frekar
eyðslusaman tengdason sem
skipstjóra í brúnni. En skemmti-
legast þótti mér samt þegar eig-
inkonu mína og dóttur Péturs
vantaði pening. Þá vildi sá gamli
alltaf vita hvað hún ætlaði sér
með féð.
Eftir að ég og Hólmfríður
fluttumst búferlum til Noregs
kom tengdó alloft til okkar í
heimsókn og var það okkur og
honum til mikillar ánægju, þykir
mér mjög miður að hann skyldi
ekki komast til okkar síðasta
sumar vegna veikinda hans.
Samúðarkveðjur langar mig
að lokum að senda börnum Pét-
urs, þeim Helga Halldóri, Hildi
Loga og Mána.
Kveðja,
Arnar.
Pétur Jósefsson, minn kæri
tengdapabbi, er fallinn frá. Pétur
tók öllum opnum örmum og
hafði góða og yfirvegaða nær-
veru, kom jafnt fram við alla og
stóð með sínu fólki. Þegar ég
kynntist Pétri bjó hann í Þor-
láksgeisla þar sem hann hafði
komið sér vel fyrir, á hlýlegu
heimili þar sem hver hlutur átti
sinn stað, röð og regla á öllu og
snyrtimennska í fyrirrúmi. Bæk-
ur og listaverk voru áberandi á
heimili hans ásamt myndum af
fjölskyldumeðlimum og þá sér-
staklega af þeim fjölmörgu af-
komendum sínum sem hann var
svo sannarlega stoltur af.
Pétur var mjög félagslyndur,
hafði gaman af að spjalla og
kynnast fólki, gæddur góðri frá-
sagnargáfu og stálminnugur.
Auk þess að vera góður að segja
frá var hann líka góður penni og
82 ára gamall gaf hann út sína
fyrstu bók og var þá þegar með
aðra bók í bígerð. Af kynnum
mínum og samtölum við Pétur
áttaði maður sig fljótt á því að
það hefur verið nóg að gera á
stóru og líflegu heimili Péturs
og Rósu Dóru á Akureyri þar
sem börn þeirra ólust upp, og
ekki minna verkefni þegar
heilsu hrakaði hjá Rósu Dóru.
Mér er minnisstæð frásögnin af
því þegar þau hjónin fengu
fregnirnar af því að þau ættu
von á tvíburum, þá var ekki til
svona tæknilegt myndgreining-
artæki eins og er notað í sónar í
dag heldur var mamma Loga
sett í röntgenmyndatöku og eftir
miklar vangaveltur milli læknis
og hjúkrunarfræðings baka til
var staðan sú að það væri ekki
eitt barn heldur tvö á leiðinni.
Það bættist því heldur betur í
hópinn þegar Logi og Máni
mættu í heiminn en fyrir áttu
þau Pétur þá fjögur börn sem
áttu eftir að hjálpa til við að líta
eftir tvíburunum. Pétur hafði
gaman af því að ferðast og þegar
ég hitti hann seinasta skiptið
minntist hann á það þegar hann
heimsótti Loga til Rússlands,
sem þá bjó í St. Pétursborg
vegna náms, en þeir feðgar
höfðu verið duglegir að ferðast
saman. Það var auðheyrt að
honum fannst leitt að geta ekki
ferðast meira. Núna er Pétur
samt kominn úr ferðalagi yfir í
sumarlandið, þar sem hefur
örugglega verið tekið vel á móti
honum.
Ég þakka Pétri innilega fyrir
samfylgdina seinustu árin og
þakka fyrir hversu góður hann
var við okkur Loga og börnin
okkar. Nærveru hans verður
saknað.
Marta María
Hafsteinsdóttir.
Við minnumst afa á Akureyri
með hlýju og þakklæti. Hann
var stór og mikill maður og sást
ósjaldan með glæsilegan Stet-
son á kollinum. Faðmlög hans
voru þau bestu sem hægt var að
fá, þéttingsföst og enduðu ávallt
með þremur þungum klöppum á
bakið. Marga skemmtilega
frasa notaði hann, t.d. heilsaði
hann oft með því að spyrja
hvort það væri ekki allt með
eðlilegum hætti og einhvern
tímann sagðist hann vera
sveittur „eins og Gregory Peck
í frumskóginum“.
Afi var stórkostlegur sögu-
maður og einstakt var að hlusta
á frásagnir hans af öllum þeim
ævintýrum sem hann upplifði,
allt frá dásamlegri ferð til Sýr-
lands með gömlum skólafélög-
um til einvígis við ref á æsku-
slóðunum við Grundarfjörð.
Hann skrifaði svo alltaf besta
jólakortið - kjarnyrtan annál
þar sem hann tíundaði ferðalög
sín á árinu sem leið og fréttir af
sístækkandi niðjahópi. Hann
var okkur mikil fyrirmynd í að
ferðast um heiminn og upplifa
okkar eigin ævintýri. Á fullorð-
insárum okkar á Íslandi áttum
við ómetanlegar stundir með
honum í miðvikudagsfiskinum
hjá pabba, þar sem við skárum
fyrir hann rúgbrauðssneiðar en
fengum í staðinn lexíu eða tvær
við skrafl. Það er sárt að hugsa
til þess að síðasti skraflkubb-
urinn sé lagður en afi okkar
heldur nú áfram í nýtt ævintýri
á vit þeirra sem fyrr fóru. Við
vitum að þar verður vel tekið á
móti honum.
Allt hið liðna er ljúft að geyma
– láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt!
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín barnabörn,
Höskuldur Pétur og
Hólmfríður Rósa.
Haustið 1952 var gerðarlegur
hópur ungs fólks saman kominn
á sal Menntaskólans í Reykja-
vík. Þetta voru þeir sem staðist
höfðu landsprófið alræmda sem
var inntökupróf í mennta-
skólana. Pálmi rektor tók á móti
okkur og bauð okkur velkomin
og sagði okkur frá sögu skólans.
En ræða hans vakti ekki gleði
hjá öllum. Hann sagði frá því að
búið væri að hækka lágmarks-
einkunn upp í 4. bekk í 5,50. Auk
þess væri aðeins húspláss fyrir
100 nemendur í 4. bekk. Við vor-
um 150 talsins og þetta þýddi að
allmargir myndu heltast úr lest-
inni. Það fór af okkur brosið en
það kom aftur þegar skólinn
byrjaði. Þar með hófust hin
ógleymanlegu skólaár.
Pétur Jósefsson var í þessum
hópi og var þar að hefja skóla-
göngu sína, því hann hafði lært
heima hjá foreldrum sínum fyrir
utan þrjá mánuði á Staðastað og
einn mánuð í Reykholti í lands-
prófi. Pétur var afar félagslynd-
ur og átti auðvelt með að kynn-
ast fólki. Hann var glaður og
reifur og viðræðugóður. Hann
átti frændfólk í hópnum, m.a.
Óttar heitinn Halldórsson sem
leiddi hann inn í „Gylfagengið“.
Gylfi Baldursson hafði fengið
Akureyrarveikina og var lamað-
ur neðan mittis. Hann átti frá-
bæra foreldra sem vissu það að
hann yrði að hafa góða vini með
sér til aðstoðar. Þau sáu um að
alltaf væri nóg að bíta og brenna
í herbergi Gylfa, sem varð eins
og félagsmiðstöð. Þar var teflt
og tónlist spiluð, endalausar sög-
ur og brandarar sagðir og allir
velkomnir. Pétur var þarna í
essinu sínu og varð eins konar
aðstoðarmaður Gylfa. Þannig
liðu skólaárin fjögur og marg-
þættur vinskapur myndaðist,
svo vel að við árgangurinn MR
’56 höldum áfram að koma sam-
an reglulega.
Eftir stúdentspróf fékk Pétur
Brittingham-styrkinn stóra til
náms í Bandaríkjunum í ensku
og enskum bókmenntum. Hann
kom svo heim vel lærður í ensku
enda varð það aðalkennslugrein
hans síðar er hann hóf kennslu á
Akureyri. Kona Péturs var Rósa
Dóra Helgadóttir og bjuggu þau
í heimabæ hennar, Akureyri,
þar til hún lést. Pétur kenndi en
þegar börnin voru orðin sex jók
hann við vinnu sína og tók að sér
fasteignasölu. Hvort tveggja
fórst honum vel úr hendi. Þegar
Pétur fór á eftirlaun fluttist
hann suður til Reykjavíkur þar
sem börnin bjuggu flest en hann
hafði ætíð mjög sterkar taugar
til Akureyrar. Að vísu brást hon-
um heilsan, en hann sótti mjög
það sem Reykjavík bauð upp á í
listrænu tilliti, tónleika, leiksýn-
ingar og myndlistarsýningar.
Það fækkar ört í árganginum
okkar en minningasafnið stækk-
ar. Það er mikið þakkarefni að
hafa átt bekkjarfélaga eins og
Pétur Jósefsson.
Það verður ekki af ferðinni
kringum Eyrarfjall undir leið-
sögn Péturs sem við höfðum
áformað, en við yljum okkur við
minningarnar. Hann var tilbúinn
að kveðja og við kveðjum hann
af heilum hug. Guð blessi minn-
ingu hans.
Bernharður
Guðmundsson.
Pétur Jósefsson var átthaga-
tengdur maður eins og hann lýs-
ir sjálfur í einni af sögum sínum
sem kom út í smásagnaröð
þeirri sem hann gaf út fyrir
nokkrum árum, þar sem hann
lýsir umgjörð æskustöðva sinna
á Snæfellsnesi þannig: „Um-
gjörðin er dýrðleg, að vestan
speglast Kirkjufellið í sléttum
sjónum, í suðri rísa Lamba-
hnjúkurinn og Mönin. Þau
teygja sig upp í bjartan suður-
himininn og faðma að sér
Skáldadalinn fegurri en nokkru
sinni og Helgrindurnar eru blá-
ar í tæru loftinu.“ Þetta er al-
vörulandslag og Pétri hefur
fundist hann vera hluti af því.
Pétur var líka víðförull maður
og kemur það m.a. vel fram í
einum af sögum hans þar sem
hann lýsir atburðum sem hann
tók þátt í í Kúala Lúmpúr í Mal-
asíu en sagan endar á mjög æv-
intýranlegan hátt hér heima.
Pétur ólst upp á Setbergi í
Eyrarsveit til 12 ára aldurs þar
sem faðir hans var prestur.
Hann gekk í Menntaskólann í
Reykjavík og varð stúdent 1956.
Þar vorum við bekkjarbræður
og urðum góðir vinir sem ungir
menn þegar öll sönn vinnátta
verður til.
Að stúdentsprófi loknu fór
Pétur til vesturheims til náms í
ensku og þar sem hann dvaldi í
eitt ár við bandarískan háskóla.
Eftir að hann kom heim gerði
hann kennslu að ævistarfi og
kenndi ensku í Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri, Iðnskólanum
á Akureyri og síðar Verk-
menntaskólanum á Akureyri.
Jafnframt var hann fasteignasali
á Akureyri um árabil.
Á lífsleiðinni höfðum við Pét-
ur ávallt haldið vináttu þó að
leiðir skildi. Eftir það hittumst
við gjarnan við tækifæri og er
mér minnisstætt eitt sinn á Ak-
ureyri, þar sem ég var á sum-
arferðalagi með Einari heitnum
bróður mínum, að við tókum hús
á Pétri sem bauð okkur bræðr-
um í mat heim til sín þar sem
hann snaraði fiski í pott og við
fengum hjá honum ágæta máltíð
en Pétur var greinilega hinn
besti kokkur.
Það viðhélt mjög vináttunni
að Pétur var maður viðræðugóð-
ur sem gaman var að tala við,
við alls konar tækifæri og eftir
að ég flutti til Stykkishólms
heimsótti hann mig iðulega á
sumrin.
Mér er mjög minnisstæð öku-
ferð fyrir örfáum árum þar sem
við ókum, ásamt sr. Bernharði
Guðmundssyni sem einnig var
skólabróðir okkar frá mennta-
skólatíð, í kringum Eyrarfjall og
með Kirkjufellið á aðra hönd.
Pétur rakti fyrir okkur nöfnin á
sveitabæjunum hverjum af öðr-
um en hann gjörþekkti þetta
umhverfi frá sinni æskutíð.
Á seinni árum sat Pétur ekki
auðum höndum en gekk 77 ára
gamall í háskóla þar sem hann
lagði stund á ritlist. Í kjölfarið
gaf hann síðan út smásagnasafn
sitt sem ber titilinn „Ekki ský-
hnoðri á himni“ og var með ann-
að á leiðinni þegar hann lést.
Eiginkona Péturs var Rósa
Dóra Helgadóttir sem lést 1999.
Þau bjuggu megnið af sinni hjú-
skapartíð á Akureyri og eign-
uðust þau 6 börn.
Ég votta ættingjum hans
samúð mína.
Magnús Sigurðsson.
Pétur Jósefsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
KRISTINN JÓNSSON
frá Hæringsstöðum,
Kirkjuvegi 1, Dalvík,
lést á heimili sínu umvafinn ástvinum
sunnudaginn 31. janúar.
Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 6. febrúar að
viðstöddum nánustu aðstandendum.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á gjafasjóð Dalbæjar.
Fyrir hönd ástvina,
Rósalind Sigurpálsdóttir
Sigurpáll Steinar Kristinsson Elín Rósa Ragnarsdóttir
Ingvar Kristinsson Þóra Rósa Geirsdóttir
Dóra Rut Kristinsdóttir
Sveinn Kristinsson Sigurbjörg Snorradóttir
Lilja Sólveig Kristinsdóttir Kristján Aðalsteinsson
Ingibjörg Signý Kristinsd. Aðalsteinn Jakobsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn